30.08.2018

Bæjarstjórn - 1537

 
 
 
Bæjarstjórn Vestmannaeyja - 1537. fundur
Bæjarstjórnar Vestmannaeyja
haldinn í Einarsstofu safnahúsi,
30. ágúst 2018 og hófst hann kl. 18:00
 
 
Fundinn sátu:
Elís Jónsson forseti, Njáll Ragnarsson aðalmaður, Íris Róbertsdóttir   aðalmaður, Jóna Sigríður Guðmundsdóttir aðalmaður, Hildur Sólveig Sigurðardóttir aðalmaður, Trausti Hjaltason aðalmaður og Helga Kristín Kolbeins aðalmaður.
 
 
Fundargerð ritaði:  Sigurbergur Ármannsson, Fjármálastjóri
 
 
 
Dagskrá:
 
 
1.
Fræðsluráð - 306 - 201807003F
Liðir 1-4 og 6-8 liggja fyrir til staðfestingar.
Liður 5, Gjaldskrá leikskóla liggur fyrir til umræðu og staðfestingar.
Niðurstaða
Við umræðu um lið nr. 5, Gjaldskrá leikskóla tóku til máls: Njáll Ragnarsson, Helga Kristín Kolbeins, Elís Jónsson, Hildur Sólveig Sigurðardóttir, Trausti Hjaltason og Íris Róbertsdóttir.

Bókun bæjarfulltrúa D-lista.
Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa undanfarin ár lagt mikla vinnu við að tryggja ábyrgan rekstur fjármála bæjarins og var vísitölutenging gjaldskráa eitt skref í þeirri vinnu. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins eru því mótfallnir afnámi á vísitölutengingu leikskólagjalda. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins furða sig á hví afnema eigi vísitölutengingu leikskjólagjalda en ekki á öðrum gjaldskrám Vestmannaeyjabæjar þar sem mikilvægt er að hafa samfellu og sanngirni að leiðarljósi við gjaldtöku bæjarbúa. Eðlilegra hefði verið að endurskoða gjaldskrárnar í heild sinni. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins telja einnig óheppilegt að fylgigögn málsins innan fagráðsins hafi ekki verið frá embættismanni heldur nefndarmanni án þess að höfundar skjalsins væri getið. Á fundinum óskuðu nefndarmenn minnihlutans ítrekað eftir frestun málsins þar sem eðli umræðunnar var ekki getið í fundarboði og nefndarmenn vildu því eðli málsins samkvæmt kynna sér málið frekar. Við þeirri beiðni var ekki orðið og borið við tímaþröng til að staðfesta málið. Síðan þá hafa verið haldnir fundir bæði í fræðsluráði og bæjarráði án þess að málið hafi komið til frekari umræðu og telja því bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins að hér hafi meðalhófs ekki verið gætt.

Liður 5, Gjaldskrá leikskóla var samþykktur með fjórum atkvæðum bæjarfulltrúa H-lista og E-lista gegn þremur atkvæðum bæjarfulltrúa D-lista.

Liðir 1-4 og 6-8 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.
2.
Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja - 288 - 201807006F
Liðir 1-9 og 11-16 liggja fyrir til staðfestingar.
Liður 10, Girðing norðan megin við Hásteinsvöll liggur fyrir til umræðu og staðfestingar.
Niðurstaða
Við umræðu um lið nr. 10, Girðing norðan megin við Hásteinsvöll tóku til máls: Helga Kristín Kolbeins, Hildur Sólveig Sigurðardóttir, Jóna Sigríðar Guðmundsdóttir, Íris Róbertsdóttir og Trausti Hjaltason.

Bókun frá bæjarfulltrúm D-lista.
Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksinseru hlynntir girðingu á svæðinu en gera athugasemdir við þá stjórnsýsluhætti sem hafðir voru við í þessu máli. Hafi legið jafn mikið á málinu og raun bar vitni hefði eðlilegast verið að taka fundargerðina inn með afbrigðum á síðasta fundi bæjarstjórnar til fullnaðarafgreiðslu. Verði almenn vinnubrögð sú að mál af þessu tagi eru kláruð án þess að fullnaðarsamþykki liggi fyrir þá er verið að setja fordæmi um vinnubrögð sem ekki hafa tíðkast hingað til. Í kjölfar afgreiðslunnar í fagráðinu bárust svo bæjarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins athugasemdir frá fagaðila um að verið væri að setja niður teinagirðingu nálægt umferðaræð en Vegagerðin hefur víða látið fjarlægja svipaðar teinagirðingar og þeim skipt út fyrir netagirðingar sökum slysahættu. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins óska því eftir minnisblaði frá bæjarstjóra þar sem gert er grein fyrir því hvort öryggi íbúa stafi hætta af umræddum girðingum en þess má geta að þrátt fyrir að hámarkshraði sé 50km/klst á þessum vegkafla þá skv. upplýsingum frá lögregluembættinu eru einmitt veittar flestar hraðasektir við þennan veg.
Hildur Sólveig Sigurðardóttir (sign)
Trausti Hjaltason (sign)
Hildur Sólveig Sigurðardóttir (sign)


Bókun bæjarfulltrúa H-lista og E-lista
Meirihluti bæjarstjórnar mótmælir ásökunum minnihlutans um óvandaða stjórnsýsluhætti og vísar þeim til föðurhúsana.
Elís Jónsson (sign)
Íris Róbertsdóttir (sign)
Njáll Ragnarsson (sign)
Jóna Sigríður Guðmundsdóttir (sign)


Liður 10, Girðing norðan megin við Hásteinsvöll var samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.

Liðir 1-9 og 11-16 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.
3.
Bæjarráð Vestmannaeyja - 3079 - 201807010F
Liðir 1-2, 5, 7-16 liggja fyrir til staðfestingar.
Liður 3, Erindi frá lögreglustjóranum í Vestmannaeyjum varðandi skipan í almannavarnanefnd liggur fyrir til umræðu og staðfestingar.
Liður 4, Umræða um samgöngumál liggur fyrir til umræðu og staðfestingar.
Liður 6, Umsögn um tækifærisleyfi fyrir Brothers brewery á þjóðhátíð liggur fyrir til umræðu og staðfestingar.
Liður 17, fundargerð Umhverfis- og skipulagsráðs Vestmannaeyja nr. 288 liggur fyrir til umræðu og staðfestingar.
Niðurstaða
Við umræðu um lið nr. 3, Erindi frá lögreglustjóranum í Vestmannaeyjum varðandi skipan í almannavarnanefnd tóku til máls: Trausti Hjaltason, Náll Ragnarsson, Hildur Sólveig Sigurðardóttir og Elís Jónsson.

Bókun frá bæjarfulltrúum D-lista.
Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins gera alvarlega athugasemd við að þegar til stóð að samþykkja erindi forseta bæjarstjórnar um fjölgun fulltrúa í Almannavarnanefnd á síðasta fundi bæjarstjórnar lágu oddvitar H- og E-lista á erindi frá formanni Almannavarnarnefndar sem barst rúmlega viku fyrir fundinn og gerðu ekki grein fyrir því þrátt fyrir að hafa verið ítrekað spurð á fundinum af fulltrúum minnihlutans út afstöðu nefndarinnar og lögreglustjóra gagnvart breytingunni. Það að erindi formanns Almannavarnanefndar hafi ekki fylgt með málinu sem fylgiskjal við afgreiðslu þess og að ekkivar gerð grein fyrir hans afstöðu ber vott um leyndarhyggju meirihlutans.
Hildur Sólveig Sigurðardóttir (sign)
Helga Kristín Kolbeins (sign)
Trausti Hjaltason (sign)

Bókun bæjarfulltrúa H- og E-lista
Erindi sem rituð eru til bæjarráðs eru tekin fyrir í bæjarráði. Slíkt hlýtur að teljast eðlileg stjórnsýsla. Þannig var erindi frá lögreglustjóra skrifað til formanns bæjarráðs auk bæjarstjóra og því eðlilega tekið fyrir á fundi bæjarráðs.
Íris Róbertsdóttir (sign)
Jóna Sigríður Guðmundsdóttir (sign)
Elís Jónsson (sign)
Njáll Ragnarsson (sign)

Bókun frá bæjarfulltrúm D-lista
Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins benda á að auðvelt hefði verið að leita samþykkis formanns Almannavarnanefndar fyrir fund bæjarstjórnar fyrst að málið var að á dagskrá.
Trausti Hjaltason (sign)
Hildur Sólveig Sigurðardóttir (sign)
Helga Kristíns Kolbeins (sign)

Liður 3, Erindi frá lögreglustjóranum í Vestmannaeyjum varðandi skipan í almannavarnanefnd var samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.

Við umræðu um lið nr. 4, Umræða um samgöngumál tóku til máls: Hildur Sólveig Sigurðardóttir, Njáll Ragnarsson, Trausti Hjaltason og Helga Kristín Kolbeins.

Bókun frá bæjarfulltrúum D-lista:
Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins harma að aldrei hafi farið fram opinber umræða né ákvarðanataka um boðun hluthafafundar til að skipta um stjórn opinbera hlutfélagsins Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs sem er alfarið í eigu Vestmannaeyjabæjar líkt og nú hefur verið gert án allrar formlegrar umræðu í bæjarráði og bæjarstjórn.
Helga Kristín Kolbeins (sign)
Trausti Hjaltason (sign)
Hildur Sólveig Sigurðardóttir (sign)

Bókun bæjarfulltrúa H-lista og E-lista.
Það er algild lýðræðisleg hefð að nefndir og ráð á vegum sveitarfélaga og ríkis endurspegli pólitíska niðurstöðu kosninga og gildir hið sama um opinber hlutafélög. Áður en til fundarins var boðað var leitað álits lögmanns bæjarins sem staðfesti að til fundarins með löglegum hætti.

Liður 4, Umræða um samgöngumál var samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.

Við umræðu um lið nr. 6, Umsögn um tækifærisleyfi fyrir Brothers brewery á þjóðhátíð tóku til máls: Trausti Hjaltason, Íris Róbertsdóttir og Hildur Sólveig Sigurðardóttir.

Liður 6, Umsögn um tækifærisleyfi fyrir Brothers brewery á þjóðhátíð var samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.

Við umræðu um lið nr. 17, fundargerð Umhverfis- og skipulagsráðs Vestmannaeyja nr. 288 tóku til máls: Helga Kristín Kolbeins, Elís Jónsson, Trausti Hjaltason og Hildur Sólveig Sigurðardóttir.

Bókun bæjarfulltrúa D-lista.
Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins voru búnir að samþykkja fyrir síðasta fund bæjarstjórnar að taka inn til afgreiðslu fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs nr. 288 með afbrigðum líkt og tíðkast hefur þegar langt er á milli funda bæjarstjórnar. Hins vegar var sú beiðni meirihlutans dregin til baka stuttu fyrir fund án skýringa. Skömmu síðar voru þó 2 liðir af 16 úr fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs tekin inn til fullnaðarafgreiðslu í bæjarráði en slík vinnubrögð hafa almennt ekki verið viðhöfð undanfarin ár og gefa slík vinnubrögð tilefni til tortryggni.
Hildur Sólveig Sigurðardóttir (sign)
Trausti Hjaltason (sign)
Helga Kristín Kolbeins (sign)


Liður 17, fundargerð Umhverfis- og skipulagsráðs Vestmannaeyja nr. 288 var samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.

Liðir 1-2, 5 og 7-16 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.
4.
Fjölskyldu- og tómstundaráð - 212 - 201807009F
Liður 1 og 3-4 liggja fyrir til staðfestingar.
Liður 2, Frístundastyrkur liggur fyrir til umræðu og staðfestingar.
Niðurstaða
Við umræðu um lið nr. 2, Frístundastyrkur tóku til máls: Njáll Ragnarsson, Helga Kristín Kolbeins, Trausti Hjaltason og Hildur Sólveig Sigurðardóttir.

Liður 2, Frístundastyrkur var samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.

Liðir 1 og 3-4 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.
5.
Bæjarráð Vestmannaeyja - 3080 - 201808001F
Liðir 1-2 liggja fyrir til staðfestingar.
Niðurstaða
Liðir 1-2 vor samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.
6.
Framkvæmda- og hafnarráð Vestmannaeyja - 220 - 201807008F
Liðir 1-4 og 6-8 liggja fyrir til staðfestingar.
Liður 5 liggur fyrir til umræðu og staðfestingar.
Niðurstaða
Liður 5, Húsnæðis- og lóðarmál Slökkvistöðvar Vm. og eldvarnareftirlits var samþykktur með fjórum atkvæðum bæjarfulltrúa H- og E-lista gegn þremur atkvæðum bæjarfulltrúa D-lista.
Íris Róbertsdóttir gerði grein fyrir atkvæði sínu.

Liðir 1-4 og 6-8 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.
7.
Bæjarráð Vestmannaeyja - 3081 - 201808005F
Liðir 1-2, 4 og 6 liggja fyrir til staðfestingar.

Liður 3, Skipan í samráðshóp vegna móttöku og afhendingar nýrrar Vestmannaeyjaferju liggur fyrir til umræðu og staðfestingar.

Liður 5, 100 ára afmæli Björgunarfélags Vestmannaeyja liggur fyrir til umræðu og staðfestingar.
Niðurstaða
Við umræðu um lið nr. 3, skipan í samráðshóp vegna móttöku og afhendingar nýrrar Vestmannaeyjaferju tóku til máls: Helga Kristín Kolbeins, Njáll Ragnarsson, Íris Róbertsdóttir og Trausti Hjaltason.

Bókun frá bæjarfulltrúum D-lista.
Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins ítreka mikilvægi þess að samráð sé gott í þessu stóra hagsmunamáli en í svörum formanns bæjarráðs kemur hins vegar fram að nefndin hafi engin völd.
Trausti Hjaltason (sign)
Hildur Sólveig Sigurðardóttir (sign)
Helga Kristín Kobeins (sign)

Bókun frá bæjarfulltrúum H- og E-lista.
Meirihluti bæjarstjórnar Vestmannaeyja fagnar því að búið sé að mynda samráðshóp allra þeirra opinberu aðila sem hlut eiga að ákvarðanatöku varðandi almannasamgöngur við Vestmannaeyjar. Vísast í því samhengi til bókunar um hlutverk hópsins sem afgreidd var samhljóða á fundi bæjarráðs 21.08.2018.
Þetta fyrirkomulag mun stytta alla boðleiðir í samskiptum þessarra aðila - og tryggja að stöðugt og reglubundið samtal sé í gangi um að allt það sem verða má til að bæta og tryggja samgöngur við Vestmannaeyjar.
Íris Róbertsdóttir (sign)
Elís Jónsson (sign)
Njáll Ragnarsson(sign)
Jóna Sigríður Guðmundsdóttir (sign)


Liður 3, Skipan í samráðshóp vegna móttöku og afhendingar nýrrar Vestmannaeyjaferju var samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.

Við umræðu um lið nr. 5, 100 ára afmæli Björgunarfélags Vestmannaeyja tóku til máls: Hildur Sólveig Sigurðardóttir og Njáll Ragnarsson.

Bókun frá bæjarfulltrúm D-lista
Björgunarfélag Vestmannaeyja hefur reynst okkar samfélagi ómetanlegt. Félagið hefur verið frumkvöðull á mörgum sviðum, keyptu fyrsta björgunar- og varðskip Íslands, Þór, áttu frumkvæðið að byggingu fyrstu sundlaugarnar í Vestmannaeyjum, áttu frumkvæði að því að bæta lýsingu við innsiglinguna, að lagðir yrðu símastrengir og að hvetja til betri kunnáttu vélstjóra og formanna vélbáta á taltækjum. Björgunarsveitin er aldrei langt undan við margar gleðistundir í Vestmannaeyjum á borð við þrettándann, þjóðhátíðina og svo ekki sé minnst á alla stórsigra íþróttaliða okkar þegar sérfræðingar þeirra fylla himinhvolfin af fallegum litum og mynstrum fyrir okkur hin til að njóta. Mikilvægara þó er það hlutverk þeirra þegar erfiðleikar steðja að, við erfiðar aðstæður á borð við válynd veður, náttúruhamfarir og við alvarleg slys og veikindi eru félagsmenn Björgunarsveitarinnar ávallt viðbúnir með sinni hugdirfsku og fagmennskuna að leiðarljósi. Fyrir það erum við óendalega þakklát. Innilega til hamingju með stórafmælið kæra Björgunarfélag Vestmannaeyja og megi næstu 100 ár verða öflugu starfi ykkar áfram jafn góður vitnisburður.
Hildur Sólveig Sigurðardóttir (sign)
Helga Kristín Kolbeins (sign)
Trausti Hjaltason(sign)

Liður 5, 100 ára afmæli Björgunarfélags Vestmannaeyja var samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.

Liðir 1-2, 4 og 6 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.
8.
Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja - 289 - 201808007F
Liðir 2-16 liggja fyrir til staðfestingar.
Liður 1, Húsnæðis- og lóðarmál Slökkvistöðvar Vm. og eldvarnareftirlits liggur fyrir til umræðu og staðfestingar.
Niðurstaða
Við umræðu um lið nr. 1, Húsnæðis- og lóðarmál Slökkvistöðvar Vm. og eldvarnareftirlits tóku til máls: Helga Kristín Kolbeins, Íris Róbertsdóttir.

Bókun frá bæjarfulltrúum D-lista
Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins fagna því að verið sé að vinna að lausn við að finna framtíðarhúsnæði fyrir slökkviliðsstöðina.
Stýrihópur sem hafði það hlutverk að koma með tillögur að staðsetningu stöðvarinnar benti á nokkra kosti fyrir stöðina og að svæðið austan við Kröflu væri sá kostur sem fyrst ætti að skoða. Nú liggja fyrir frekari gögn og ljóst að bygging sem er 9,5 metrar að hæð og með 800 fermetra grunnflöt er mjög afgerandi í heildarmynd þess svæðis sem á eftir að deiluskipuleggja á malarvellinum við Löngulá og í aðalskipulagi þess svæðis er áhersla á lágreista byggð.
Í ljósi nýrra gagna teljum við ákjósanlegra að skoða betur aðra kosti sem bent er á í minnisblaðinu. Við bendum á mikilvægi þess að taka með í reikninginn umhverfissjónarmið, rekstrarhagkvæmni og kostnað en jafnframt að öryggi íbúa sé ávallt tryggt eins og best verður á kosið.
Hildur Sólveig Sigurðardóttir (sign)
Trausti Hjaltason (sign)
Helga Kristín Kolbeins (sign)

Frávísunartillaga
Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkir að vísa málinu aftur til framkvæmda- og hafnarráðs til að koma á móts við kröfu Sjálfstæðismanna um endurskoðun á málinu þar sem framkvæmda- og hafnarráð fari aftur yfir þá kosti sem í boði eru.
Njáll Ragnarsson.

Tillagan var samþykkt með fjórum atkvæðum bæjarfulltrúa H- og E-lista gegn þremur atkvæðum bæjarfulltrúa D-lista.


Liðir 2-16 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.
9.
Fræðsluráð - 307 - 201808004F
Liðir 1-6 liggja fyrir til staðfestingar.
Niðurstaða
Liðir 1-6 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.
 
 
10.
Fundargerð Náttúrustofu Suðurlands. - 201010070
Fundargerð NS frá 31. júlí s.l. liggur fyrir til staðfestingar.
Niðurstaða
Fundargerð NS frá 31.júli var samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.
11.
Ráðning framkvæmdarstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs - 201808043
Niðurstaða
Við umræðu um málið tóku til máls: Helga Kristín Kolbeins.

Samþykkt var með sjö samhljóða atkvæðum að ráða Angantýr Einarsson kt. 210170-5619 sem framkvæmdarstjóra stjórnsýslu- og fjármaálasviðs Vestmannaeyjabæjar.
12.
Ljósleiðarauppbygging í Vestmannaeyjum - 201808174
Niðurstaða
Við umræðu um málið tóku til máls: Elís Jónsson, Trausti Hjaltason.

Bókun:
Hraðinn á fjarskiptatengingum í Vestmannaeyjum er afleitur að margra mati og þolanlegur í einhverjum tilvikum. Öflug fjarskiptatenging er orðinn sjálfsagður hlutur og gerir m.a. atvinnulíf samkeppnishæfara. Þegar talað er um öfluga fjarskiptatengingu er ekki átt við sambland af kopar og ljósi heldur eingöngu ljósleiðara. Bæjarstjórn Vestmannaeyja hvetur fjarskiptafyrirtæki til að byggja upp ljósleiðaranet fyrir fyrirtæki og heimili í Vestmanneyjum
Elís Jónsson (sign)
Íris Róbertsdóttir (sign)
Njáll Ragnarsson (sign)
Jóna Sigríður Guðmundsdóttir (sign)
Helga Kristín Kolbeins(sign)
Trausti Hjaltason(sign)
Hildur Sólveig Sigurðardóttir (sign)
13.
Dagskrá bæjarstjórnafunda - 201808173
Næstu bæjarstjórnarfundir
-Tillaga að seinka bæjarstjórnarfundi 27. september n.k. um viku og hafa hann 4. október vegna landsþings Sambandsins á Akureyri.
-Tillaga að seinka bæjarstjórnarfundi 25. október n.k. um viku og hafa hann 1. nóvember vegna vetrarfrís GRV og hafnarsambandsþings 25. - 26. október.
Niðurstaða
Tillögunar samþykktar með sjö samhljóða atkvæðum.
 
 
 
                                                                                           
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 21.51
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159