27.08.2018

Fræðsluráð - 307

 
  

Fræðsluráð - 307. fundur

Fræðsluráðs

haldinn í fundarsal Ráðhúss,

27. ágúst 2018 og hófst hann kl. 16.30

 

 

Fundinn sátu:

Arna Huld Sigurðardóttir formaður, Elís Jónsson varaformaður, Aníta Jóhannsdóttir aðalmaður, Silja Rós Guðjónsdóttir aðalmaður, Ingólfur Jóhannesson aðalmaður, Jón Pétursson framkvstj.sviðs, Drífa Gunnarsdóttir starfsmaður sviðs, Anna Rós Hallgrímsdóttir áheyrnarfulltrúi, Guðrún Sigríður Þorsteinsdóttir áheyrnarfulltrúi, Kolbrún Matthíasdóttir áheyrnarfulltrúi og Lilja Björg Arngrímsdóttir áheyrnarfulltrúi.

 

 

Fundargerð ritaði:  Drífa Gunnarsdóttir, fræðslufulltrúi

 

Einnig mætt:

Bjarney Magnúsdóttir, leikskólastjóri Kirkjugerðis

 

Dagskrá:

 

1.

Erindi dagforeldra til fræðsluráðs - 201806119

 

Framhald af 4. máli 306. fundar fræðsluráðs.

   
 

Niðurstaða

 

Nokkur óvissa er með rekstur á núverandi dagforeldraúrræðum vegna aukins framboðs á leikskólaplássum og fækkun barna í árgöngum. Dagforeldrar í sveitarfélaginu eru fjórir og hefur ósk komið um aðstoð sveitarfélagsins til að tryggja reksturinn og þar með talið nægt framboð dagforeldraúrræða.

Fræðsluráð samþykkir að greitt verði fyrir allt að tvö ónýtt pláss hjá dagforeldri skv. eftirfarandi reglum;
Vestmannaeyjabær greiðir kr 65.000,- á mánuði fyrir ónýtt pláss hjá dagforeldri háð eftirfarandi skilyrðum;
- Dagforeldri þarf að hafa starfað í eitt ár eða lengur
- Greitt er fyrir allt að tvö auð pláss
- Dagforeldri þarf að hafa að minnsta kosti tvö börn í vistun til að getað fengið umrædda greiðslu
- Dagforeldri er gert að sækja mánaðarlega um umrædda greiðslu og skila samhliða inn upplýsingum um biðlista
- Inntaka af biðlista þarf að taka mið af því að elsta barnið gangi fyrir
-Auð pláss verða auglýst á heimasíðu bæjarins
Umræddar reglur gilda frá og með 01.09.2018 til 31.12.2018 og verða þá endurmetnar.

Kostnaður vegna greiðslu fyrir ónýtt pláss ræðst af fjölda auðra plássa og getur verið á bilinu frá 0 til 2 milljónir fram að áramótum. Á móti fækkar mismunagreiðslum.

Kostnaður vegna mismunagreiðslna og vegna greiðslna fyrir ónýtt pláss eru frá 4,2 til 4,6 milljón sem þýðir að kostnaður umfram fjárhagsáætlun verður um 1,2 til 1,6 milljón. Á móti lækkar kostnaður vegna heimagreiðslna.

Ef skoðað er samhengi mismunagreiðslna vegna dagforeldra og heimagreiðslur ætti kostnaður að vera samkvæmt fjárheimilda þessa árs. Framkvæmdastjóri telur því ekki þörf á auka fjárveitingu vegna þessara ráðstafana.

     

2.

Leikskólamál. - 201104071

 

Fræðslufulltrúi fór yfir stöðu á leikskólaplássum og biðlista.

   
 

Niðurstaða

 

93 börn eru á Sóla og 84 á Kirkjugerði þegar aðlögun er lokið. 22 börn eru á biðlista,20 börn fædd 2017, þar sem elsta er barnið 13 mánaða, og 2 börn fædd 2018.

     

3.

Þjónustukönnun leikskóla - 201808135

 

Tillaga um að leggja fyrir þjónustukönnun varðandi sumarlokun leikskóla.

   
 

Niðurstaða

 

Vegna tíðrar umræðu um sumarlokun leikskóla í Vestmannaeyjum leggur fræðsluráð til að fræðslufulltrúi leggi fyrir þjónustukönnun. Fræðslufulltrúi geri könnunina í samráði við skólastjórnendur og hagsmunaaðila og taki mið af reglum/lögum er varða sumarfrí leikskólabarna.

     

4.

Gæsluvöllurinn Strönd - 201808136

 

Fræðslufulltrúi fór yfir starf gæsluvallarins og aðsókn sumarið 2018.

   
 

Niðurstaða

 

Gæsluvöllurinn var starfræktur 16. júlí-15. ágúst fyrir börn á aldrinum 20 mánaða til 6 ára. Fastir starfsmenn voru þrír en að auki komu starfsmenn úr Áhaldahúsi og krakkar úr vinnuskóla eftir þörfum. Gæsluvöllurinn var vel sóttur, flestir voru krakkarnir 36 en fæstir 7 og meðaltal var 22.

     

5.

Skólalóðir GRV. - 201611104

 

Framkvæmdastjóri sviðs kynnti áætlun um breytingar á skólalóðum Hamarsskóla og Barnaskóla.

   
 

Niðurstaða

 

Landslagsarkitektar voru fengnir til að leggja upp drög að lagfæringum og framkvæmdum við skólalóðir sem unnið verður eftir. Sem dæmi á að endurnýja yfirborð skólalóðanna a.m.k. að hluta, setja upp fjölbreytt leiktæki og leiksvæði, lýsing verður bætt, bætt við hjólastæðum, gert ráð fyrir aðstöðu til útikennslu o.fl. Ráðið þakkar kynninguna.

     

6.

Heimsókn í GRV - 201808140

 

Fundarmenn kynntu sér framkvæmdir sem staðið hafa yfir í Barnaskóla.

   
 

Niðurstaða

 

Skoðaðar voru endurbætur og breytingar á kaffistofu starfsmanna, skrifstofum fyrir ráðgjafa, vinnuaðstöðu kennara og rýmum sem verða kennslustofur fyrir 5. bekk. Framkvæmdir hafa tekist vel og þakkar ráðið móttökur.

     

 

 

 

 

                                                                                           

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18.00

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159