21.08.2018

Bæjarráð - 3081

 

 

Bæjarráð Vestmannaeyja - 3081. fundur

Bæjarráðs Vestmannaeyja

haldinn í fundarsal Ráðhúss,

21. ágúst 2018 og hófst hann kl. 12:00

 

 

Fundinn sátu:

Njáll Ragnarsson formaður, Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri, Jóna Sigríður Guðmundsdóttir aðalmaður og Trausti Hjaltason aðalmaður.

 

 

Fundargerð ritaði:  Sigurbergur Ármannsson, fjármálastjóri

 

 

 

Dagskrá:

 

1.

Ráðning framkvæmdarstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs - 201808043

 

Fyrir bæjarráði lá minnisblað frá Capacent, Íris Róbertsdóttir kynnti minnisblaðið. Ragnheiður S. Dagsdóttir ráðgjafi hjá Capacent fór yfir ferlið varðandi ráðningu á nýjum framkvæmdarstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs og svaraði spurningum ráðsmanna.

   
 

Niðurstaða

 

Í niðurstöðum minnisblaðsins frá Capacent sem undirritað er af Ragnheiði S. Dagsdóttir kemur fram:

"Með vísan til þess sem að framan er rakið var það faglegt mat undirritaðrar að Angantýr Einarson hafi verið hæfasti umsækjandinn um starfið. Sú niðurstaða byggir á heildstæðu mati á menntun og reynslu ásamt frammistöðu hans í viðtali auk þeirra upplýsinga sem fram komu í umsögnum."


Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja að ráða Angantýr Einarsson framkvæmdarstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs samkvæmt niðurstöðu Capacent á bæjarstjórnarfundi 30. ágúst n.k.

     

2.

Umræða um samgöngumál - 201212068

   
 

Niðurstaða

 

Fyrir bæjarráði lágu minnispunktar stjórnarformanns Vestmannaeyjarferjunar Herjólfs ohf.

Til bæjarráðs Vestmannaeyjabæjar.

Minnispunktar stjórnarformanns Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs ohf. um stöðu undirbúningsvinnu vegna komu nýs Herjólfs og yfirtöku félagsins á rekstri ferjunnar, að beiðni formanns ráðsins.

- Almennt má fullyrða að undirbúningur félagsins fyrir komu
skipsins til landsins gangi vel og sé á áætlun.

- Sökum þess að verkefnastjóri er ekki lengur við störf hjá
félaginu hafa stjórnarmenn, o.fl., tekið að sér einstök
verkefni svo undirbúningur geti gengið eins vel og kostur er.

- Búið er að ráða skipstjóra og einn yfirvélstjóra. Þá er vinnsla
á umsóknum um starf framkvæmdastjóra félagsins í gangi hjá
Capacent. Níu einstaklingar sóttu endanlega um stöðuna en áður en
nöfnin voru birt drógu tveir umsækendur sig til baka.

- Auglýst hefur verið eftir umsækjendum um öll störf á skipinu,
en sá fyrirvari er þó gerður að ekki liggur enn fyrir
niðurstaða samgöngustofu um fjölda starfsmanna.

- Vinnsla við gerð allra skráningarskírteina, og annarra gagna sem
þurfa að vera til staðar við komu skipsins eins og
öryggishandbók, ofl., er í fullum gangi. Fyrirtækið Navis tekið
að sér að sjá um þá vinnu, auk þess sem skipasmíðastöðin ofl.
munu gefa út nauðsynleg skírteini.

- Unnið er að undirbúningi þess að fá fyrirtæki til að gera
verðtilboð í þarfagreiningu/greiningarvinnu og eftir atvikum
gerð nýs bókunarkerfis (m.a. app og heimasíðu) ? og/eða vinna
uppfærslur á núverandi bókunarkerfi reynist það hagkvæmara og
gerlegt. Hugmyndin sem unnið er eftir af hálfu félagsins er sú
að komið verði upp „one stop shop„ síðu fyrir Vestmannaeyjar,
þar sem fleiri aðilar gætu komið að, t.a.m. ferðaþjónustuaðilar,
o.fl.

- Félagið og einstaka stjórnarmenn eru í góðum samskiptum við
vegagerð, smíðanefnd og ríki vegna smíði hins nýja skipsins og
fær allar upplýsingar um stöðu mála um leið og tilefni gefst
til að upplýsa um hana.

- Skipstjórar hafa farið í þjálfun í sérstökum hermi í Danmörku.

- Einn skipstjóri fer til Póllands á morgun, þ.e. þann 21. ágúst.

- Ráðinn vélstjóri er í Póllandi og vinnur að undirbúningi.

- Fljótlega þarf að hefja viðræður við ríkið og ganga frá því
að gamli Herjólfur verði til taks allan tímann meðan
samningur ríkisins við bæinn er í gildi og hvernig félagið geti
notað skipið á tímabilinu, þ.e. réttindi og skyldur.

- Samningur núverandi rekstraraðila rennur út þegar nýja skipið
kemur til landsins. Tryggja þarf að yfirfærslan gangi vel fyrir
sig.

     

3.

Skipan í samráðshóp vegna móttöku og afhendingar nýrrar Vestmannaeyjaferju - 201808045

   
 

Niðurstaða

 

Bæjarráð samþykkir að tilnefna tvo menn í samráðshóp sem samgönguráðherra hyggst skipa til að tryggja öruggar samgöngur til Vestmannaeyja.

Hlutverk hópsins er m.a. að eiga samráð um framkvæmd samnings um yfirtöku Vestmannaeyjabæjar á rekstri nýrrar ferju og um þau álitamál sem upp kunna að koma og krefjast úrlausnar. Einnig mun hópurinn fara yfir og setja fram áætlun um þau atriði er varða höfnina og aðstöðu og fyrirhugaðar framkvæmdir við hana. Hópurinn mun svo fylgjast með framvindu verkefna og greiða úr þeim mögulegu vandkvæðum sem upp geta komið.

Hópurinn verður skipaður fimm fulltrúum. Auk Vestmannaeyjabæjar mun Vegagerðin og Samgönguráðuneytið eiga fulltrúa í samráðshópnum.

Fulltrúar Vestmannaeyjabæjar verða Sveinn Valgeirsson og Hildur Sólveig Sigurðardóttir. 

     

4.

Skipan í starfshóp varðandi framtíðarskipan ferðamála í Vestmannaeyjum - 201808046

   
 

Niðurstaða

 

Í lok júli funduðu bæjarfulltrúar með fulltrúum frá Ferðamálasamtökum Vestmannaeyja. Niðurstaða þess fundar var að stofna starfshóp um framtíðarskipan ferðamála í Vestmannaeyjum. Hlutverkhópsins er að greina stöðuna í dag og leggja til hvernig framtíðar skipan ferðamála verði háttað.
Í hópnum verða Kristín Jóhannsdóttir formaður, Berglind Sigmarsdóttir, Magnús Bragason, Guðmundur Ásgerisson og Páll Marvin Jónsson.

     

5.

100 ára afmæli Björgunarfélags Vestmannaeyja - 201808047

   
 

Niðurstaða

 

Í tilefni af 100 ára afmæli Björgunarfélags Vestmannaeyja sem var þann 4. ágúst síðast liðinn, færir Vestmannaeyjabær félaginu 1.000.000 að gjöf og þakkar félaginu fyrir ómetanlegt framlag til björgunarstarfa.

     

6.

Trúnaðarmál lögð fyrir bæjarráð - 200708078

   
 

Niðurstaða

 

Afgreiðsla trúnaðarmála er færð í sérstaka trúnaðarmálafundargerð.

     

 

                                                                                           

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 13:30

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159