17.08.2018

Framkvæmda- og hafnarráð - 220

 
 Framkvæmda- og hafnarráð Vestmannaeyja - 220. fundur
Framkvæmda- og hafnarráðs Vestmannaeyja
haldinn í fundarherbergi Umhverfis- og framkvæmdasviðs,
16. ágúst 2018 og hófst hann kl. 16:30
 
 
Fundinn sátu:
Guðmundur Ásgeirsson formaður, Guðlaugur Friðþórsson varaformaður, Kristín Hartmannsdóttir aðalmaður, Sigursveinn Þórðarson aðalmaður, Kristinn Bjarki Valgeirsson 1. varamaður og Ólafur Þór Snorrason framkvstj.sviðs.
 
 
Fundargerð ritaði:  Ólafur Þór Snorrason, framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs
 
Sveinn R Valgeirsson og Andrés Þ Sigurðsson sátu fundinn undir 1. og 2. máli
 
Dagskrá:
 
1.
Bryggjustæði smábáta - 201205034
Andrés Þ. Sigurðsson og Sveinn R. Valgeirsson fóru yfir stöðu mála og ræddu möguleikana á að bæta aðstöðu smábáta í höfninni. Rætt um möguleika á fleiri flotbryggjum á svæðinu við Bæjarbryggjuna og norðan Skipasands.
Niðurstaða
Ráðið felur framkvæmdastjóra að afla nánari upplýsinga um kostnað við slíkar framkvæmdir.
2.
Hafnaraðstaða fyrir björgunarbátinn Þór - 201807155
Erindi frá Arnóri Arnórssyni fh. Björgunafélgas Vestmannaeyja. Óskar Björgunafélagið eftir aðkomu Vestmannaeyjahafnar við að koma upp hindrunum að aðgengi björgunarbátsins Þórs.
Niðurstaða
Ráðið samþykkir erindið og felur starfsmönnum framgang málsins.
3.
Skil á Þjóðvegum í þéttbýli - 201806061
Fyrir liggja drög að samningi milli Vegagerðarinnar og Vestmannaeyjabæjar vegna skila Vegagerðarinnar á þjóðvegum í þéttbýli. Með setningu vegalaga nr. 80/2007, var mælt fyrir um nýja skilgreiningu á stofnvegum sem leiddi til þess að fjöldi stofnvega í og við þéttbýli féllu úr tölu þjóðvega og urðu sveitarfélagsvegir. Þar á meðal voru nokkrir vegir í Vestmannaeyjum og voru þeir, við þetta, felldir út af vegaskrá. Með umræddri lagabreytingu uppfylltu þeir vegir ekki lengur skilgreiningar 8. gr. vegalaga til að geta talist þjóðvegir. Með bréfi, dags. 15. júlí 2010, tilkynnti Vegagerðin Vestmannaeyjabæ um niðurfellinguna og að veghald þessara vega myndi færast yfir til sveitarfélagsins frá og með 31.12.2010. Sammæltust aðilar um að vegum þessum yrði skilað í viðunandi horfi miðað við gerð þeirra.
Vestmanneyjabær hefur verið í samningaviðræðum núna í um 10 ár við Vegagerðina um yfirtöku á umræddum vegum. Vestmannaeyjabær hefur ekki viljað taka við vegunum í því ásigkomulagi sem þeir hafa verið í. Vegagerðin hefur nú hafið vinnu við viðhald þessara vega.
Niðurstaða
Ráðið fagnar því að hreyfing sé komin á þetta mál og að Vegagerðin sé að vinna að viðhaldi þjóðvega í Vestmannaeyjum. Ráðið frestar afgreiðslu til næsta fundar.
4.
Salernisaðstaða fyrir ferðamenn - 201808004
Farið yfir stöðuna á almenningsalernum í Vestmannaeyjum. Fram kom að Vestmannaeyjabær rekur 3 almenningsalerni, á Skanssvæðinu, í Safnahúsi og í Herjólfsdal. Að auki rekur Vestmannaeyjahöfn salerni á Vigtartorgi. Rekstrarkostnaður þessara salerna nemur um 1 milljón króna á ári.
5.
Húsnæðis- og lóðarmál Slökkvistöðvar Vm. og eldvarnaeftirlits. - 201110016
Farið yfir skuggamyndir sem unnar voru vegna fyrirhugaðrar slökkvistöðvar við Kirkjuveg. Grunnflötur er u.þ.b. 20x40 m. og mænishæð 9,5 m.
Niðurstaða
Ráðið samþykkir að óska eftir því við Umhverfis- og skipulagsráð að breyta skipulagi svæðis þannig slökkvistöð rúmist á svæðinu.
6.
Eyjahraun 1 viðbygging 2017 - 201702053
Fyrir liggur verkfundagerð nr.4 frá 12.júlí 2018
Niðurstaða
Ráðið samþykkir fyrirliggjandi verkfundagerð.
7.
Dalhraun 1 Viðbygging - 201707052
Fyrir liggja verkfundagerðir nr.13 frá 20.júlí, nr.14 frá 31.júlí og 15 frá 14.ágúst 2018
Niðurstaða
Ráðið samþykkir fyrirliggjandi verkfundagerðir.
8.
Dalhraun 1 viðbygging, 2. verkhluti - 201808012
Fyrir liggja verkfundagerðir nr.1 frá 20.júlí, nr.2 frá 31.júlí og nr.3 frá 14.ágúst 2018
Niðurstaða
Ráðið samþykkir fyrirliggjandi verkfundagerðir.
 
 
 
 
                                                                                           
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18.18
 
 
 
Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159