31.07.2018

Fjölskyldu- og tómstundaráð - 212

 

 

Fjölskyldu- og tómstundaráð - 212. fundur

Fjölskyldu- og tómstundaráðs

haldinn í fundarsal Ráðhúss,

31. júlí 2018 og hófst hann kl. 16:00

 

Fundinn sátu:

Helga Jóhanna Harðardóttir formaður, Hrefna Jónsdóttir varaformaður, Haraldur Bergvinsson aðalmaður, Páll Marvin Jónsson aðalmaður, Gísli Stefánsson aðalmaður, Guðrún Jónsdóttir starfsmaður sviðs, Jón Pétursson framkvstj.sviðs og Margrét Rós Ingólfsdóttir starfsmaður sviðs.

 

 

Fundargerð ritaði:  Jón Pétursson, framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs

 

Dagskrá:

 

1.

Fundargerð trúnaðarmála fyrir fjölskyldu- og tómstundaráð. - 200704148

 

Undir þennan lið falla trúnaðarmál sem lögð eru fyrir ráðið og eru færð í sérstaka trúnaðarmálabók.

   
 

Niðurstaða

 

Fundargerð trúnaðarmála er færð í sérstaka trúnaðarmálabók.

     

2.

Frístundastyrkur - 201611107

 

Tillaga að breytingu um aldursviðmið í reglum um frístundastyrk

   
 

Niðurstaða

 

Lögð er fram tillaga um að aldursviðmið í reglum um frístundastyrk verði breytt og verði frá 2ja ára aldri til 16 ára í stað 6 ára til 16 ára. Lagt er til að breytingin taki gildi frá og með 1. september á þessu ári.

Markmiðið með þessari breytingu er að styrkja fleiri aldurshópa til þátttöku í uppbyggilegu frístundastarfi og auka möguleika til þátttöku óháð efnahag. Því fyrr sem börn byrja að kynnast skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi þeim mun meiri líkur eru á að þau tileinki sér slíka iðju. Þátttaka í skipulögðu íþrótta- og tómstundarstarfi hefur veigamikil forvarnaráhrif.

Fjölskyldu- og tómstundaráð mælir með því að foreldrar hvetji börn sín til að taka þátt í skipulögðu íþrótta- og tómstundarstarfi og jafnframt nýti sér frístundastykinn.

Ráðið felur framkvæmdastjóra sviðs að koma með nánari upplýsingar um stöðu mála áður en ráðið tekur endanlega ákvörðun um tillöguna.

Bókun minnihlutans í ráðinu:
"Í ljósi dræmrar notkunar frístundastyrksins tekur minnihlutinn undir að gera þurfi breytingar á úthlutun frístundastyrkja. Mikilvægt er að breytingarnar séu ekki gerðar breytingnna vegna heldur byggi á lausnum sem skilað geti meiri þátttöku í tómstundastarfi. Í ljósi umræðunnar á fundinum drögum við einnig í efa hæfi einstakra fundarmanna meirihlutans í málinu."
(Páll Marvin Jónsson og Gísli Stefánsson)

     

3.

Ungmennaráð Suðurlands - 201807105

 

Ósk um tilnefningu fulltrúa frá Vestmannaeyjum í Ungmennaráð Suðurlands.

   
 

Niðurstaða

 

Ekki er hægt að verða við erindi um tilnefningu í Ungmennaráð Suðurlands að svo stöddu en Vestmannaeyjabær mun leita eftir fulltrúum í ráðið samhliða því að endurvekja ungmennaráð í sveitarfélaginu.
Nokkrar tilraunir hafa verið gerðar til að endurvekja ungmennaráð í sveitarfélaginu en ekki gengið. Helsta starf ungmennaráðs er að koma skoðunum sínum sem varða sveitarfélagið á framfæri auk þess að vera vettvangur þar sem ungmenni geta haft áhrif á þau málefni sem þau telja mikilvæg. Fjölskyldu- og tómstundaráð felur framkvæmdastjóra að vinna að því að leita leiða til að endurvekja ungmennaráð í sveitarfélaginu auk þess að yfirfara núverandi reglur og verkefni ráðsins.

     

4.

Forvarnir fjölskyldu- og fræðslusviðs - 200806010

 

Forvarnarátak gegn kynferðisbrotum

   
 

Niðurstaða

 

Vestmannaeyjabær tekur þátt í forvarnarverkefni þjóðhátíðarnefndar og bleika fílsins ásamt lögreglu, ÍBV íþróttafélagi og Heilbrigðisstofnun Suðurlands þar sem vakin er athygli á alvarleika kynferðisbrota. Ráðið fagnar þessu átaki og leggur áherslu á að fólk hafi varan á og skemmti sér fallega saman á þjóðhátíð.

     

 

                                                                                           

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:45

 

 

 

 
Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159