18.07.2018

Bæjarstjórn - 1536

 
 

Bæjarstjórn Vestmannaeyja - 1536. fundur

Bæjarstjórnar Vestmannaeyja

haldinn í Einarsstofu safnahúsi,

18. júlí 2018 og hófst hann kl. 18:00

 

Fundinn sátu:

Elís Jónsson forseti, Jóna Sigríður Guðmundsdóttir 1. varaforseti, Íris Róbertsdóttir   aðalmaður, Njáll Ragnarsson aðalmaður, Hildur Sólveig Sigurðardóttir aðalmaður, Trausti Hjaltason aðalmaður og Helga Kristín Kolbeins aðalmaður.

 

Fundargerð ritaði:  Sigurbergur Ármannsson, fjármálastjóri

 

 

Dagskrá:

 

 

1.

Bæjarráð Vestmannaeyja - 3077 - 201806007F

 

Liðir 1 - 14 liggja fyrir til staðfestingar

   
 

Niðurstaða

 

Liðir 1 - 14 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

     

2.

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja - 287 - 201806005F

 

Liður 2, Vesturvegur 25, umsókn um byggingarleyfi og liður 19, lundaveiði 2018, liggja fyrir til umræðu og staðfestingar.
Liðir 1, og 2 - 18 liggja fyrir til staðfestingar

   
 

Niðurstaða

 

Við umræðu um lið nr. 2, Vesturvegur 25, umsókn um byggingarleyfi tóku til máls: Hildur Sólveig Sigurðardóttir og Jóna Sigríður Guðmundsdóttir

Liður 2 var samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.

Við umræðu um lið nr. 19, lundaveiði 2018 tóku til máls: Hildur Sólveig Sigurðardóttir, Jóna Sigríður Guðmundsdóttir, Íris Róbertsdóttir, Njáll Ragnarsson og Trausti Hjaltason.

Liður 19 var samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.

Liðir 1, og 2-18 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

     

3.

Fjölskyldu- og tómstundaráð - 211 - 201807001F

 

Liðir 1 - 4 liggja fyrir til staðfestingar.

   
 

Niðurstaða

 

Liðir 1 - 4 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

     

4.

Framkvæmda- og hafnarráð Vestmannaeyja - 219 - 201805011F

 

Liður 3, Húsnæðis- og lóðarmál Slökkvistöðvar Vm. og eldvarnareftirlits liggur fyrir til umræðu og staðfestingar.
Liðir 1-2 og 4-7 liggja fyrir til staðfestingar.

   
 

Niðurstaða

 

Við umræðu um lið nr. 3, húsnæðis- og lóðarmál Slökkvistöðvar Vm. og eldvarnareftirlits tóku til máls: Helga Kristín Kolbeins og Íris Róbertsdóttir.

Liður 3 var samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.

Liðir 1-2 og 4-7 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

     

5.

Bæjarráð Vestmannaeyja - 3078 - 201807004F

 

Liður 1, Endurgjald til fyrrum stofnfjáreigenda Sparisjóðs Vestmannaeyja vegna samruna Sparisjóðins og Landsbankans, Liður 3, Umræða um frumvarp til laga um breytingu á lögum um veiðigjald nr. 74/2012 og liður 6, Goslokahátíð 2018, liggja fyrir til umræðu og staðfestingar.
Liðir 2, 4 - 5 og 7 liggja fyrir til staðfestingar.

   
 

Niðurstaða

 

Við umræðu um lið nr. 1, endurgjald til fyrrum stofnfjáreigenda Sparisjóðs Vestmannaeyja vegna samruna Sparisjóðsins og Landsbankans, tóku til máls: Trausti Hjaltason, Íris Róbertsdóttir og Njáll Ragnarsson.

Bókun:
Bæjarstjórn Vestmannaeyja lýsir yfir ánægju sinni með að allt stefni í að barátta Vestmannaeyjabæjar og Vinnslustöðvarinnar hf. í þessu máli skili sér í auknu endurgjaldi til stofnfjáreigenda.

Trausti Hjaltason (sign)
Helga Kristín Kolbeins (sign)
Trausti Hjaltason (sign)
Elís Jónsson (sign)
Íris Róbertsdóttir (sign)
Njáll Ragnarsson (sign)
Jóna Sigríður Guðmundsdóttir (sign)


Liður 1 var samþykktur með sjö samhlóða atkvæðum.

Við umræður um lið nr. 3, umræðu um frumvarp til laga um breytingu á lögum um veiðigjald nr. 74/2012, tóku til máls: Trausti Hjaltason, Íris Róbertsdóttir, Hildur Sólveig Sigurðardóttir og Njáll Ragnarsson.

Bókun:
Bæjarstjórn ítrekar bókun bæjarráðs frá, 10. júlí,sem komið hefur verið á fram færi við alla alþingismenn. Bæjarstjórn mun fylgja málinu eftir í í haust þegar þing kemur saman.
Íris Róbertsdóttir (sign)
Elís Jónsson (sign)
Njáll Rangarsson (sign)
Jóna Sigríður Guðmundsdóttir (sign)
Hildur Sólveig Sigurðardóttir (sign)
Trausti Hjaltason (sign)
Helga Kristín Kobeins (sign)

Liður 3 var samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.

Við umræðu um lið nr. 6, goslokahátíð 2018, tóku til máls: Hildur Sólveig Sigurðardóttir og Íris Róbertsdóttir.

Bókun:
Bæjarstjórn Vestmannaeyja þakkar goslokanefnd fyrir skipulagningu og utanumhald 45 ára afmælishátíðar gosloka Vestmannaeyjabæjar. Hátíðin tókst með eindæmum vel og einkenndist hún af fjölbreyttri og menningarríkri dagskrá þar sem allir bæjarbúar gátu fundið skemmtun við sitt hæfi. Við þökkum á sama hátt gestum hátíðarinnar og samstarfsaðilum fyrir þátttökuna en allir viðburðir voru vel sóttir.

Hildur Sólveig Sigurðardóttir (sign)
Trausti Hjaltason (sign)
Helga Kristín Kolbeins (sign)
Elís Jónsson (sign)
Íris Róbertsdóttir (sign)
Njáll Ragnarsson (sign)
Jóna Sigríður Guðmundsdóttir (sign)

Liður 6 var samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.

Liðir 2, 4 til 5 og 7 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

     

6.

Fundargerð Náttúrustofu Suðurlands. - 201010070

 

Fundargerð NS frá 2. júlí liggur fyrir til staðfestingar

   
 

Niðurstaða

 

Fundargerð Náttúrustofu Suðurlands frá 2. júlí var samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

     

 

7.

Almannavarnanefnd - 201807094

 

Tillaga varðandi framtíðarskipan í Almannavarnanefnd í Vestmannaeyjum

   
 

Niðurstaða

 

Við umræðu um málið tóku til máls. Elís Jónsson, Njáll Ragnarsson, Helga Kristín Kolbeins. Trausti Hjaltason.

Bæjarstjórn samþykkir að vísa máli nr. 20180794, Almannavarnarnefnd til bæjarráðs.
Njáll Ragnarsson (sign)

Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

     

8.

Umræða um samgöngumál - 201212068

   
 

Niðurstaða

 

Við umræðu um málið tóku til máls: Hildur Sólveig Sigurðardóttir, Íris Róbertsdóttir, Helga Kristín Kolbeins, Trausti Hjaltason, Njáll Ragnarsson, Elís Jónsson.

Bæjarfullrúar D-lista leggja fram eftirfarandi bókun
Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lýsa yfir ánægju þess að samkvæmt upplýsingum frá fulltrúa Vegagerðarinnar er afhending nýrrar Vestmannaeyjaferju á áætlun og er afhendingardagur áætlaður 22. September n.k.
Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lýsa einnig yfir ánægju með að búið sé að ráða skipstjóra og vélstjóra á ferjuna og leggja þunga áherslu á að upplýsingagjöf til íbúa varðandi samgöngumál sé bæði ör og ítarleg. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins óska að lokum eftir því við bæjarstjóra að hann fari þess á leit við Vegagerðina að leitað verði allra leiða til að auka farþegaflutninga yfir verslunarmannahelgina á sama hátt og gert var á síðasta ári.

Hildur Sólveig Sigurðardóttir (sign)
Trausti Hjaltason (sign)
Helga Kristín Kobeins (sign)

Bæjarfulltrúar H- og E-lista leggja fram eftirfarandi bókun.
Bæjarfulltrúar meirihlutans lýsir þungum áhyggjum af því hvað hægt gengur að undirbúa móttöku og afhendingu nýrrar ferju. Verkefnið er fyrst og fremst á ábyrgð Vegagerðarinnar í samstarfi við Herjólf OHF sem ynnu að framkvæmd þess. Samgöngustofa hefur enn ekki gefið út lámarks mönnun fyrir skipið en sótt var um það í nóvember s.l. og er það með öllu ótækt.
Mörg verkefni eru framundan og hefur samgöngurráðherra brugðist við áhyggjum bæjarstjórnar með því að leggja til að skipa starfshóp til að halda utan um verkefnið er markmið að undirbúa móttöku nýrrar ferju og eiga samráð þar til að hún er kominn í rekstur. Hópurinn yrði þannig skipaður tveir fulltrúar Vegagerðarinnar, einn frá ráðuneytinu og tveir frá Vestmannaeyjabæ.
Íris Róbertsdóttir (sign)
Elís Jónsson (sign)
Njáll Ragnarsson (sign)
Jóna Sigríður Guðmundsdóttir (sign)

Bæjarfulltrúar D-lista leggja fram eftirfarandi bókun
Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins taka undir áhyggjur meirihlutans en taka ekki afstöðu að svo stöddu varðandi starfshópinn þar til skipunarbréf hans hefur borist.
Hildur Sólveig Sigurðardóttir (sign)
Helga Kristín Kolbeins (sign)
Trausti Hjaltason (sign)Þetta er síðasti fundur bæjarstjórnar fyrir sumarleyfi, næsti fundur er 30. ágúst 2018.

 

                                                                                           

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 20:22

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

     

 

 

 

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159