16.07.2018

Fræðsluráð - 306

 
 

Fræðsluráð - 306. fundur

Fræðsluráðs

haldinn í fundarsal Ráðhúss,

16. júlí 2018 og hófst hann kl. 16:30

 

Fundinn sátu:

Arna Huld Sigurðardóttir formaður, Elís Jónsson varaformaður, Aníta Jóhannsdóttir aðalmaður, Silja Rós Guðjónsdóttir aðalmaður, Ingólfur Jóhannesson aðalmaður, Jón Pétursson framkvstj.sviðs, Drífa Gunnarsdóttir starfsmaður sviðs, Helga Björk Ólafsdóttir áheyrnarfulltrúi, Guðrún Sigríður Þorsteinsdóttir áheyrnarfulltrúi, Kolbrún Matthíasdóttir áheyrnarfulltrúi og Kristín Hartmannsdóttir áheyrnarfulltrúi.

 

Fundargerð ritaði:  Drífa Gunnarsdóttir, fræðslufulltrúi

 

Anna Rós Hallgrímsdóttir mætti sem áheyrnarfulltrúi.

Áheyrnarfulltrúar yfirgáfu fundinn í 8. máli.

 

Dagskrá:

 

1.

Kynning á hlutverki og verkefnum fræðsluráðs - 201807065

 

Framkvæmdastjóri sviðs fer yfir helstu hlutverk og verkefni fræðsluráðs

   
 

Niðurstaða

 

Ráðið þakkar kynninguna.

     

2.

Kynning á starfsmannamálum GRV og KG - 201807031

 

Framkvæmdastjóri sviðs kynnir ráðningar í stjórnunarstöðu í Grunnskóla Vestmannaeyja (GRV) og leikskólann Kirkjugerði.

   
 

Niðurstaða

 

Anna Rós Hallgrímsdóttir hefur verið ráðin sem skólastjóri við Grunnskóla Vestmannaeyja (GRV) og mun hún taka formlega við starfinu 1. ágúst nk. Bjarney Magnúsdóttir er valin í starf leikskólastjóra Kirkjugerðis og mun hún byrja í því starfi um miðan ágúst eftir að sumarfríum leikskóla lýkur. Í aðrar stjórnunarstöður í GRV hefur Óskar Jósúason verið ráðinn í stöðu aðstoðarskólastjóra Hamarsskóla, Rósa Hrönn Ögmundsdóttir er ráðin í stöðu deildarstjóra yngsta stigs í Hamarsskóla, Svanhvít Friðþjófsdóttir er ráðin í stöðu deildarstjóra miðstigs í Barnaskólanum og unnið er að ráðningu í stöðu deildarstjóra efsta stigsins í Barnaskólanum en alls bárust sex umsóknir um það starf. Þá er eftir að ráða í afleysingarstöðu aðstoðarskólastjóra Barnaskóla Vestmannaeyja en Ingibjörg Jónsdóttir aðstoðarskólastjóri hefur fengið samþykkt árs leyfi frá störfum. Ráðið þakkar kynninguna.

     

3.

Leikskólamál. - 201104071

 

Fræðslufulltrúi fór yfir stöðu biðlista á leikskóla og stöðuna hjá dagforeldrum.

   
 

Niðurstaða

 

Alls eru 20 börn á biðlista leikskóla og eru elstu börnin fædd í september 2017 fyrir utan tvö eldri börn sem fædd eru 2013 og 2015 en þau fá vistun eftir sumarleyfi. Búið er að láta foreldra þeirra barna sem byrja á leikskóla í haust vita og staðfesta inntöku. Fjöldi barna á leikskólaum verða um 228, 57 á Víkinni (fimm ára deildinni), 89 á Sóla og 83 á Kirkjugerði. Stefnt er að því að inntaka barna á leikskóla verði tvisvar á ári.
Dagforeldrar eru fjórir og geta þeir tekið allt að 20 börn. Fullt verður hjá einu dagforeldri í haust, hálffullt hjá tveimur en ekkert barn skráð hjá því fjórða. Ákveðið óöryggi er með rekstur dagforeldra vegna fækkunar barna á biðlista, yngri barna á leikskóla og inntaka á leikskóla er oftar en áður.

     

4.

Erindi dagforeldra til fræðsluráðs - 201806119

 

Erindi frá dagforeldrum.

   
 

Niðurstaða

 

Ráðið þakkar erindið og tekur undir áhyggjur sem fram koma um framtíð dagforeldraúrræða. Aukið framboð á leikskólaplássum sem og fækkun barna í árgöngum takmarkar eftirspurn eftir dagforeldraplássum. Ráðið telur nauðsynlegt að tryggt verði næg pláss dagforeldraúrræða frá lokum fæðingarorlofs til þess að barn komist í leikskólapláss. Ráðið felur framkvæmdastjóra sviðs að koma með tillögur að lausn sem tryggir nægt framboð á dagforeldraúrræðum.

     

5.

Gjaldskrá leikskóla - 201807086

 

Umræður um gjaldskrá leikskóla

   
 

Niðurstaða

 

Eftirfarandi bókun var lögð fram af meirihluta: "Undirrituð leggja til að vísa tillögu til bæjarráðs um að gjaldskrá leikskóla verði aftengd vísitöluhækkunum. Þess í stað verði framkvæmdastjóra sviðsins falið að yfirfara gjaldskrá í september ár hvert og koma þannig mögulegum breytingum inn í fjárhagsáætlanagerð hvers árs. Leita skal allra leiða og tryggja að leikskólagjöld í Vestmannaeyjum fyrir 8 tíma vistun með fullu fæði verði ofan við miðju í samanburði við önnur sveitarfélög." Samþykkt með 3 atkvæðum en 2 sátu hjá.
Eftirfarandi bókun kom frá fulltrúum D-lista: "Við fögnum umræðu um leikskólagjöld og teljum hana mikilvæga. Við hörmum vinnulag meirihluta að koma inn erindi sem ekki var sett á dagskrá fundar. Við óskum því eftir að erindinu sé frestað til næsta fundar svo við getum kynnt okkur málið og komið betur undirbúin.

     

6.

Sumarfrístund - 201804158

 

Fræðslufulltrúi kynnir stöðu sumarfrístundar 2018.

   
 

Niðurstaða

 

Sumarfjör er sumarnámskeið fyrir börn fædd 2008-2011. Námskeiðinu var skipt niður í tvö tímabil, 11.-29. júní og 2.-20. júlí og lýkur því síðara tímabilinu í lok vikunnar. Þátttakan var mjög góð en á fyrra tímabili voru 15 börn skráð en rétt um 60 eftir hádegi. Á seinna tímabilinu eru 5 börn skráð fyrir hádegi en 25 eftir hádegi. Metnaðarfull dagskrá var sett saman, m.a. í samstarfi við íþrótta- og tómstundafélög, og gekk samstarfið vonum framar. Sumarfjörið var haldið í fyrsta skipti með þessu sniði og tókst verulega vel til. Ráðið þakkar kynninguna og vill koma sérstöku þakklæti til þeirra íþrótta- og tómstundafélaga sem tóku þátt í samstarfinu.

     

7.

Gæðakönnun Frístundavers veturinn 2017-2018 - 201807081

 

Fræðslufulltrúi kynnir niðurstöður úr gæðakönnun Frístundavers.

   
 

Niðurstaða

 

Könnunin var send rafrænt á foreldra 70 barna sem skráð voru í Frístundaver veturinn 2017-2018 á einhverju tímabili. Alls svöruðu 26 foreldrar könnuninni sem innihélt 14 fjölvalsspurningar um starfið, aðbúnað, líðan barna og samskipti. Þá voru þrjár opnar spurningar þar sem foreldrar gátu skrifað ítarlegri svör um það sem má betur fara, það sem gott er gert og komið með aðrar athugasemdir. Heilt yfir eru foreldrar nokkuð ánægðir með líðan barna sinna, samskipti og starfið í heild en telja að það megi bæta ýmislegt varðandi aðbúnað og þá sérstaklega á útisvæði. Ráðið þakkar kynninguna.

     

8.

Trúnaðarmál fræðsluráðs - 201807073

 

Undir þessum lið er fjallað um öll erindi sem falla undir trúnaðarmál.

   
 

Niðurstaða

 

Niðurstöður trúnaðarmála er færð í sérstaka trúnaðarmálabók fræðslusráðs.

     
                                                                                           

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:15

 

 

 

 
Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159