10.07.2018

Framkvæmda- og hafnarráð - 219

 
 Framkvæmda- og hafnarráð Vestmannaeyja - 219. fundur
Framkvæmda- og hafnarráðs Vestmannaeyja
haldinn í fundarherbergi Umhverfis- og framkvæmdasviðs,
10. júlí 2018 og hófst hann kl. 16:30
 
 
Fundinn sátu:
Guðmundur Ásgeirsson formaður, Guðlaugur Friðþórsson varaformaður, Kristín Hartmannsdóttir aðalmaður, Sigursveinn Þórðarson aðalmaður, Jarl Sigurgeirsson aðalmaður og Ólafur Þór Snorrason framkvstj.sviðs.
 
 
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Snorrason, framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs
 
Hafþór Halldórsson sat fundinn undir 1.máli
 
Dagskrá:
 
1. Framtíðarskipan sorpmála í Vestmannaeyjum - 201403012
Hafþór Halldórsson greindi frá stöðu mála varðandi framtíðarskipan sorpmála.
 
Niðurstaða
Ráðið þakkar Hafþóri kynninguna, stefnt er að því að fara í skoðunarferð á næsta fundi ráðsins.
 
 
2. Þjónustubifreið Slökkviliðs - 201805184
Fyrir liggur erindi frá Slökkviliðsstjóra þar sem óskað er eftir heimild til að nýta fjárheimild sem myndaðist við kaup á körfubíl til að endurnýja þjónustubifreið slökkviliðs.
 
Niðurstaða
Ráðið samþykkir að veita heimild til þess að afgangur af samþykktri fjárhæð sem var 13 milljónir til kaupa á körfubíl, megi nýta til endurnýjunar þjónustubifreiðar slökkviliðsins.
 
 
3. Húsnæðis- og lóðarmál Slökkvistöðvar Vm. og eldvarnaeftirlits. - 201110016
Fyrir liggur minnisblað frá starfshópi á vegum framkvæmda- og hafnarráðs varðandi húsnæðismál slökkvistöðvar. Að gefnum þeim forsendum sem fyrir liggja leggur vinnuhópurinn til að staðsetning á nýrri slökkvistöð verði austan megin við Kyndistöð HS-veitna við Kirkjuveg.
 
Niðurstaða
Ráðið þakkar fyrir minnisblaðið og felur framkvæmdastjóra að hefja vinnu við frumhönnun.
 
 
4. Deiliskipulag á sorpvinnslusvæði I-1 - 201806148
Kynnt tilboð frá Alta ráðgjafaþjónustu í gerð deiliskipulags fyrir sorpvinnslusvæði I-1
 
Niðurstaða
Ráðið samþykkir að taka tilboð Alta í gerð deiliskipulags á svæði I-1.
 
 
5. Girðing norðan megin við Hásteinsvöll - 201807041
ÍBV-íþróttafélag óskar eftir heimild og aðstoð Vestmannaeyjabæjar til að setja varanlegar girðingar norðan megin við Hásteinsvöll skv. innsendu bréfi.
 
Niðurstaða
Ráðið frestar erindinu og felur formanni og framkvæmdastjóra að ræða við bréfritara um nánari útfærslur.
 
 
6. Hafnasambandsþing 2018 - 201806154
Hafnasambandsþing verður haldið í Reykjavík dagana 25.-26. október nk. Vestmannaeyjahöfn hefur rétt á að senda 5 fulltrúa á þingið.
 
Niðurstaða
Ráðið samþykkir að sækja þing Hafnasambands Íslands.
 
 
7. Dalhraun 1 Viðbygging - 201707052
Fyrir liggur verkfundargerð nr. 10 frá 22.maí 2018 og nr. 11 frá 6.júní 2018.
 
Niðurstaða
Ráðið samþykkir fyrirliggjandi verkfundagerðir.
 
 
 
 
 
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:40
 
Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159