17.05.2018

Framkvæmda- og hafnarráð - 218

 
 Framkvæmda- og hafnarráð Vestmannaeyja - 218. fundur
Framkvæmda- og hafnarráðs Vestmannaeyja
haldinn í fundarherbergi Umhverfis- og framkvæmdasviðs,
17. maí 2018 og hófst hann kl. 16:30
 
 
Fundinn sátu:
Sigursveinn Þórðarson formaður, Jarl Sigurgeirsson aðalmaður, Sæbjörg Snædal Logadóttir aðalmaður, Stefán Óskar Jónasson aðalmaður og Ólafur Þór Snorrason framkvstj.sviðs.
  
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Snorrason, framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs
 
 
 
Dagskrá:
 
1. Samkomulag við Fiskistofu vegna vigtunar sjávarafla - 201805068
Fyrir liggja drög að samkomulagi milli Hafnasamband Íslands og Fiskistofu vegna vigtunar á sjávarafla. Helstu breytingar í samkomulaginu er breytt verklag vegna endurvigtunar sjávarafla. Óskar Hafnasambandið eftir afstöðu Framkvæmda- og hafnaráðs um samkomulagsdrögin.
 
Niðurstaða
Ráðið lýsir yfir ánægju með þau atriði sem fram koma í samkomulaginu og fagnar auknu samstarfi Fiskistofu og hafna.
 
 
2. Samþykkt um götu-og torgsölu í Vestmannaeyjum - 201404085
Umhverfis- og skipulagsráð óskar eftir afstöðu ráðsins varðandi stækkun á svæði fyrir tímabundin stöðuleyfi söluskúra.
 
Niðurstaða
Framkvæmda- og hafnarráð leggst ekki gegn tillögum um stækkun svæðis í norður en er andstætt stækkun í vestur miðað við meðfylgjandi afstöðumynd
 
 
3. Framtíðarskipan sorpmála í Vestmannaeyjum - 201403012
Lagt fram minnisblað um stöðu mála varðandi vinnu við mat á umhverfisáhrifum sorpbrennslu. Fram kom að kostagreining umhverfismats mun liggja fyrir í júní.
 
 
4. Dalhraun 1 Viðbygging - 201707052
Fyrir liggur verkfundagerð nr. 9 frá 8.maí 2018.
 
Niðurstaða
Ráðið samþykkir fyrirliggjandi verkfundagerð
 
 
5. Eyjahraun 1 viðbygging 2017 - 201702053
Fyrir liggur verkfundagerð nr.3 frá 15.maí 2018
 
Niðurstaða
Ráðið samþykkir fyrirliggjandi verkfundagerð
 
 
  
 
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:07
 
Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159