15.05.2018

Bæjarstjórn - 1534

 
  

Bæjarstjórn Vestmannaeyja - 1534. fundur

Bæjarstjórnar Vestmannaeyja

haldinn í Einarsstofu safnahúsi,

15. maí 2018 og hófst hann kl. 17.00

 

 

Fundinn sátu:

Hildur Sólveig Sigurðardóttir forseti, Elliði Vignisson 1. varaforseti, Páll Marvin Jónsson aðalmaður, Trausti Hjaltason aðalmaður, Birna Vídó Þórsdóttir aðalmaður, Stefán Óskar Jónasson aðalmaður og Auður Ósk Vilhjálmsdóttir aðalmaður.

 

 

Fundargerð ritaði:  Sigurbergur Ármannsson, fjármálastjóri

 

Leitað var eftir því að taka inn með afbrigðum fundargerð bæjarráðs nr. 3075 frá því fyrr í dag og var það samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

 

Dagskrá:

 

1.

Ársreikningur Vestmannaeyjabæjar fyrir árið 2017. - 201802046

 

-SÍÐARI UMRÆÐA-

   
 

Niðurstaða

 

Við umræðu um málið tóku til máls Elliði Vignisson, Stefán Óskar Jónasson, Trausti Hjaltason, Hildur Sólveig Sigurðardóttir, Páll Marvin Jónsson og Auður Ósk Vilhjálmsdóttir.

Forseti bæjarstjórnar Hildur Sólveig Sigurðardóttir las upp niðurstöðutölur úr ársreikningi Vestmannaeyjabæjar og stofnana hans fyrir árið 2017:


a) Ársreikningur sjóða í A-hluta 2017:


Afkoma fyrir fjármagsliði kr. -21.913.000
Rekstrarafkoma ársins kr. 265.466.000
Niðurstaða efnahagsreiknings kr. 10.520.712.000
Eigið fé kr. 5.714.556.000


b) Ársreikningur Hafnarsjóðs Vestmannaeyja 2017:

Afkoma fyrir fjármagnsliði kr. 89.180.000
Rekstrarafkoma ársins kr. 104.496.000
Niðurstaða efnahagsreiknings kr. 1.860.264.000
Eigið fé kr. 1.597.206.000


c) Ársreikningur Félagslegra íbúða 2017:

Afkoma fyrir fjármagnsliði kr. 17.497.000
Rekstrarafkoma ársins kr. 4.295.000
Niðurstaða efnahagsreiknings kr. 187.217.000
Eigið fé ( - neikvætt) kr. -100.188.000


d) Ársreikningur Fráveitu Vestmannaeyja 2017:

Afkoma fyrir fjármagnsliði kr. 25.983.000
Rekstrarafkoma ársins kr. 10.536.000
Niðurstaða efnahagsreiknings kr. 659.078.000
Eigið fé kr. 272.302.000e) Ársreikningur Dvalarheimilisins Hraunbúða 2017:

Afkoma fyrir fjármagnsliði (neikvæð) kr. -27.523.000
Rekstrarafkoma ársins kr. 0
Niðurstaða efnahagsreiknings kr. 229.331.000
Eigið fé kr. 29.806.000g) Ársreikningur Vatnsveitu 2017:

Afkoma fyrir fjármagnsliði kr. 0
Rekstrarafkoma ársins kr. 0
Niðurstaða efnahagsreiknings kr. 416.000.000
Eigið fé kr. 0


Ársreikningur Vestmannaeyjabæjar og stofnana hans fyrir árið 2017 var samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.

     

2.

Stofnun ohf. vegna reksturs Herjólfs - 201805026

   
 

Niðurstaða

 

Við umræðu um málið tóku til máls. Elliði Vignisson, Stefán Óskar Jónasson, Trausti Hjaltason og Hildur Sólveig Sigurðardóttir.

Tillaga um stofnun Herjólfs ohf.

Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkir að Vestmannaeyjabær stofni opinbert hlutafélag, þ.e. Herjólf ohf., í því skyni að félagið taki að fullu að sér ábyrgð og rekstur á nýrri farþegaferju (Herjólfur) sem mun alfarið taka að sér farþegaflutninga milli lands og Eyja þegar hún kemur til landsins á haustmánuðum 2018. Samþykkt stofnunar félagsins er í samræmi við þegar samþykktan samning Vestmanneyjabæjar og ríkisins um yfirtöku bæjarins á farþega- og vöruflutningum á sjóleiðinni milli Vestmannaeyja og Landeyjahafnar/Þorlákshafnar. Enn fremur samþykkir bæjarstjórn að leggja félaginu til kr. 150.000.000 sem stofnfé í samræmi við fyrirliggjandi drög að stofngögnum, sem liggja frammi á fundinum. Tilgreint hlutafé er hluti af því rekstrarmódeli sem lagt hefur verið til grundvallar samningsins og gerir það ráð fyrir að við lok samningsins verði eigið fé félagsins rúmlega 175.000.000 og stofnfé skili sér til því til baka komi til slita þess við samningslok.

Með samþykkt tillögu þessarar er bæjarstjóra enn fremur veitt umboð til að ganga frá stofnun félagsins í samræmi við samþykkt þessa, auk fyrirliggjandi draga að stofngögnum. Þá samþykkir bæjarstjórn enn fremur tilnefningar um að aðalmenn í stjórn félagsins við stofnun þess verði Arndís Bára Ingimarsdóttir, Grímur Gíslason, Kristín Jóhannsdóttir, Lúðvík Bergvinsson og Páll Guðmundsson. Í varastjórn taki sæti Birna Vídó Þórsdóttir og Ólöf Aðalheiður Elíasdóttir.

Elliði Vignisson (sign)
Hildur Sólveig Sigurðardóttir (sign)
Páll Marvin Jónsson (sign)
Trausti Hjaltason (sign)
Birna Þórsdóttir (sign)
Stefán Óskar Jónasson (sign)
Auður Ósk Vilhjálmsdóttir (sign)

Tillagan var samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

     

3.

Fundargerð Náttúrustofu Suðurlands. - 201010070

 

Fundargerðir Náttúrustofu Suðurlands frá 26.apríl og 8. maí liggja fyrir til staðfestingar.

   
 

Niðurstaða

 

Fundargerðir Náttúrstofu Suðurlands frá 26. apríl og 8. maí voru samþykktar með sjö samhljóða atkvæðum.

     

4.

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja nr. 283 frá 16. apríl s.l. - 201804003F

 

Liðir 1-13 liggja fyrir til staðfestingar.

   
 

Niðurstaða

 

Liðir 1-13 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

     

5.

Fjölskyldu- og tómstundaráð nr. 208 frá 18. apríl s.l. - 201804005F

 

Liður 4, kynning frá ÍBV íþróttafélagi liggur fyrir til umræðu og staðfestingar.
Liðir 1-3 liggja fyrir til staðfestingar.

   
 

Niðurstaða

 

Við umræðu um lið 4, kynning frá ÍBV íþróttafélagi tóku til máls, Stefán Óskar Jónasson og Trausti Hjaltason.

Liður 4 var samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.

Liðir 1-3 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

     

6.

Framkvæmda- og hafnarráð Vestmannaeyja nr. 217 frá 25. apríl s.l. - 201804004F

 

Liðir 1-7 liggja fyrir til staðfestingar.

   
 

Niðurstaða

 

Liðir 1-7 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

     

7.

Bæjarráð Vestmannaeyja nr. 3073 frá 26. apríl s.l. - 201804009F

 

Liðir 1-6 liggja fyrir til staðfestingar.

   
 

Niðurstaða

 

Liðir 1-6 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

     

8.

Fræðsluráð nr.305 frá 30. apríl s.l. - 201804008F

 

Liðir 1-4 liggja fyrir til staðfestingar.

   
 

Niðurstaða

 

Liðir 1-4 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

     

9.

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja nr. 284 frá 30. apríl s.l. - 201804011F

 

Liðir 1-9 liggja fyrir til staðfestingar.

   
 

Niðurstaða

 

Liðir 1-9 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

     

10.

Bæjarráð Vestmannaeyja nr.3074 frá 8. maí s.l. - 201805003F

 

Liður 3, leigusamningur v/Ægisgötu 2 - fiskasafn liggur fyrir til umræðu og staðfetingar
Liðir 1 og 2 liggja fyrir til staðfestingar.

   
 

Niðurstaða

 

Við umræðu um lið 3, leigusamningur v/Ægisgötu 2 - fiskasafn tóku til máls, Stefán Óskar Jónasson, Elliði Vignisson, Páll Marvin Jónsson, Trausti Hjaltason, Hildur Sólveig Sigurðardóttir og Auður Ósk Vilhjálmsdóttir.

Liður 3 var samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.
Liðir 1-2 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

     

11.

Fjölskyldu- og tómstundaráð - 209 - 201805004F

 

Liður 3, húsnæðismál fatlaðs fólks liggur fyrir til umræðu og staðfestingar.
Liðir 1-2, og 4-6 ligga fyrir til staðfestingar

   
 

Niðurstaða

 

Við umræðu um lið 3, húsnæðismál fatlaðs fólks tóku til máls. Stefán Óskar Jónasson, Elliði Vignisson og Páll Marvin Jónsson.

Liður 3 var samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.
Liðir 1-2 og 4-6 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

     

12.

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja - 285 - 201805001F

 

Liður 1, endurskoðun aðalskipulags Vestmannaeyja og liður 10, lundaveiði 2018, liggja fyrir til umræðu og staðfestingar.
Liðir 2-9 liggja fyrir til staðfetingar.

   
 

Niðurstaða

 

Við umræðu um lið 1, endurskoðun aðalskipulags Vestmannaeyja tóku til máls. Stefán Óskar Jónasson og Páll Marvin Jónsson

Liður 1 var samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.

Við umræðu um lið 10, lundaveiði 2018 tóku til máls. Stefán Óskar Jónasson, Elliði Vignisson og Hildur Sólveig Sigurðardóttir.

Liður 10 var samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.

Liðir 2-9 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

     

13.

Bæjarráð Vestmannaeyja nr.3075 frá 15. maí s.l. - 201805008F

 

Liðir 1-4 liggja fyrir til umræðu og staðfestingar.

   
 

Niðurstaða

 

Liðir 1-4 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum

     

 

 

 

Næsti reglulegi fundur bæjarstjórnar er fyrirhugaður þann 28. júní n.k.

                                                                                           

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18.58

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159