25.04.2018

Framkvæmda- og hafnarráð - 217

 
 Framkvæmda- og hafnarráð Vestmannaeyja - 217. fundur
Framkvæmda- og hafnarráðs Vestmannaeyja
haldinn í fundarherbergi Umhverfis- og framkvæmdasviðs,
25. apríl 2018 og hófst hann kl. 16:30
 
 
Fundinn sátu:
Sigursveinn Þórðarson formaður, Sigurður Bragason aðalmaður, Jarl Sigurgeirsson aðalmaður, Sæbjörg Snædal Logadóttir aðalmaður, Stefán Óskar Jónasson aðalmaður og Ólafur Þór Snorrason framkvstj.sviðs.
 
 
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Snorrason, framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs
 
Friðrik Páll Arnfinnsson sat fundinn undir 1.máli
Hafþór Halldórsson og Sindri Ólafsson sátu fundinn undir 2.máli
 
Dagskrá:
 
1. International Loadstar slökkvibifreið 91-133 - 201802112
Friðrik Páll Arnfinnsson greindi frá samtölum sem hann hefur átt við áhugasama aðila varðandi framtíð slökkvibílsins en 9 fyrirspurnir bárust eftir að tilboðsfrestur rann út. Ráðið leggur áherslu á að sögu bílsins verði haldið á lofti og bíllinn verði varðveittur á sem bestan hátt.
 
Niðurstaða
Ráðið samþykkir að áhugamenn á Selfossi undir stjórn Einars Elíassonar og Heiðars Smárasonar skuli fá slökkvibílinn til varðveislu að uppfylltum ákveðnum skilyrðum.
 
 
2. Framtíðarskipan sorpmála í Vestmannaeyjum - 201403012
Sindri Ólafsson greindi frá kynningarefni sem er að fara í framleiðslu sem miðar að því að auka flokkun og skilun. Kynningarefnið mun fara í dreifingu fljótlega.
Hafþór kynnti vinnu við mat á umhverfisáhrifum sorpbrennslu en kostamat er langt komið og vinna við texta skýrslunnar að hefjast. Hakkarinn er kominn á staðinn og stefnt er að gangsetningu í þriðju viku maí.
 
 
3. Ársreikningur Vestmannaeyjahafnar 2017 - 201804086
Framkvæmdastjóri fór yfir ársreikning Vestmannaeyjahafnar fyrir árið 2017. Fram kom að rekstrartekjur ársins námu 469 millj.kr.og afkoma ársins var jákvæð sem nam 104 millj.kr. Heildarskuldir að meðtöldum lífeyrsskuldbindingum námu í árslok 263 millj.kr.
 
Niðurstaða
Ráðið samþykkir fyrirliggjandi ársreikning og vísar honum til síðari umræðu í Bæjarstjórn Vestmannaeyja.
 
 
4. Blátindur VE 21 - 200703124
Rætt um framtíð Blátinds VE 21 en hann er nú kominn á sinn stað á Skansinum.
 
Niðurstaða
Ráðið fagnar því að Blátindur sé kominn á sinn stað skv. deiliskipulagi og leggur áherslu á að fyrirhuguðum framkvæmdum verði lokið sem fyrst.
 
 
5. Herjólfsafgreiðsla Básaskersbryggju. Umsókn um byggingarleyfi - 201804065
Vegagerðin óskar eftir því að byggja stigahús norðan við afgreiðslu herjólfs á Básaskersbryggju. Erindi vísað til umsagnar ráðsins.
 
Niðurstaða
Ráðið samþykkir fyrir sitt leyti stækkun lóðar og byggingu stigahúss og vísar erindinu til afgreiðslu Umhverfis- og skipulagsráðs.
 
 
6. Endurskoðun Aðalskipulags Vestmannaeyja. - 201503032
Nýtt aðalskipulag Vestmannaeyja 2015-2035 hefur verið í auglýsingu sl.6 vikur og er lokið þeim fresti sem áhugasamir hafa haft til að gera athugasemdir. Ein athugasemd barst þar sem óskað er eftir þeim möguleika að gera íbúðir á efri hæðum í Básum á Básaskersbryggju. Að beiðni vinnuhóps vegna Aðalskipulags er óskað afstöðu Framkvæmda- og hafnarráðs til málsins áður en málið fer til endanlegrar afgreiðslu.
 
Niðurstaða
Ráðið getur ekki samþykkt breytingu á notkun húsnæðis í Básum þar sem slíkt samræmist ekki ákvæðum skipulags H1 og markmiðum Framkvæmda- og hafnaráðs um hafnsækna starfsemi á hafnarsvæðum.
 
 
7. Dalhraun 1 Viðbygging - 201707052
Fyrir liggja verkfundagerðir nr.7 frá 10.apríl og 8 frá 24.apríl 2018
 
Niðurstaða
Ráðið samþykkir fyrirliggjandi verkfundagerðir.
 
 
 
 
 
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:05
 
Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159