12.04.2018

Bæjarráð - 3072

 
 

Bæjarráð Vestmannaeyja - 3072. fundur

Bæjarráðs Vestmannaeyja

haldinn Fundarsal að Bárustíg 15 efri hæð.,

12. apríl 2018 og hófst hann kl. 12:00

 

 

Fundinn sátu:

Páll Marvin Jónsson formaður, Elliði Vignisson bæjarstjóri, Trausti Hjaltason aðalmaður og Stefán Óskar Jónasson aðalmaður.

 

 

Fundargerð ritaði:  Rut Haraldsdóttir, framkvæmdastjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs

 

 

 

Dagskrá:

 

Við umræðu um ársreikninginn mættu á fundinn endurskoðendur KPMG Helgi Nielsson og í síma var Magnús Jónsson. Einnig sátu umræðuna um reikninginn Sigurbergur Ármannsson, Jón Pétursson, Ólafur Snorrason og Hildur Ósk Sigurðardóttir.

1.

Ársreikningur Vestmannaeyjabæjar fyrir árið 2017. - 201802046

 

Á fundinn mæta endurskoðendur KPMG og fara yfir ársreikninginn.

   
 

Niðurstaða

 

Bæjarráð þakkar endurskoðendum fyrir yfirferðina og vel unnin störf við gerð ársreikningsins. Bæjarráð vísar ársreikningi Vestmannaeyjabæjar og stofnanna vegna ársins 2017 til fyrri umræðu í bæjarstjórn síðar í dag.

     

2.

Stoppdagar Herjólfs vor 2018 - 201804051

 

Gert er ráð fyrir að stoppdagar Herjólfs vorið 2018 verði 24. og 25. apríl n.k.

   
 

Niðurstaða

 

bæjarráð þakkar kynninguna en gerir athugasemd hversu seint stoppdagarnir eru auglýstir og kynntir.

     

3.

Arðgreiðsla 2018 - 201804036

 

Erindi Lánasjóði sveitarfélaga ohf. dags. 9. apríl s.l. þar sem fram kemur að heildarfjárhæð arðgreiðslna vegna ársins 2017 verða 388 milljónir. Vestmannaeyjabær á 5,814% hlut í LS og er hlutur Vestmannaeyjabæjar í arðgreiðslunni því kr. 18.046.656 að frádregnum fjármagstekjuskatti.

   
 

Niðurstaða

 

Bæjarráð þakkar kynninguna.

     

4.

Bæjarlistamaður Vestmannaeyja 2018 - 201804006

 

Val á bæjarlistamanni Vestmannaeyja árið 2018.

   
 

Niðurstaða

 

Bæjarráð tók ákvörðun um val á bæjarlistamanni en tilkynnt verður um valið í Einarsstofu á sumardaginn fyrsta.

     

 

 

 

 

                                                                                           

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 13:35

 

 

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159