04.04.2018

Framkvæmda- og hafnarráð - 216

 
 Framkvæmda- og hafnarráð Vestmannaeyja - 216. fundur
Framkvæmda- og hafnarráðs Vestmannaeyja
haldinn í fundarherbergi Umhverfis- og framkvæmdasviðs,
4. apríl 2018 og hófst hann kl. 16:30
 
 
Fundinn sátu:
Sigursveinn Þórðarson formaður, Jarl Sigurgeirsson aðalmaður, Sæbjörg Snædal Logadóttir aðalmaður, Stefán Óskar Jónasson aðalmaður, Aníta Óðinsdóttir 1. varamaður og Ólafur Þór Snorrason framkvstj.sviðs.
 
 
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Snorrason, framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs
 
Elliði Vignisson sat fundinn undir 1.máli
Sindri Ólafsson og Hafþór Halldórsson sátu fundinn undir 2.máli
 
Dagskrá:
 
1. Klettsvík. Beluga Sanctuary. - 201803104
Fyrir liggur erindi frá Beluga Building Company Ehf þar sem óskað er eftir afnotum að Klettsvík vegna griðarsvæðis fyrir hvali. Óskað er eftir því í erindinu að umhverfisáhrifum við Klettsvík verði haldið í lágmarki. Erindi vísað til ráðsins til umsagnar.
 
Niðurstaða
Ráðið er jákvætt fyrir erindinu og gerir ekki athugasemdir við að tilgreint svæði verði nýtt sem griðarsvæði fyrir hvali. Ráðið bendir þó á að umrætt svæði er hluti af athafnasvæði Vestmannaeyjahafnar og því verði óhjákvæmilega að gera ráð fyrir að vart verði við skipaumferð um svæðið og aðra tilheyrandi starfsemi m.a. uppsetning, endurnýjun og viðhald stálþilja og annarra hafnarmannvirkja. Að öðru leyti er erindinu vísað til afgreiðslu Umhverfis- og skipulagsráðs.
 
 
2. Framtíðarskipan sorpmála í Vestmannaeyjum - 201403012
Hafþór Halldórsson og Sindri Ólafsson fóru yfir stöðu mála varðandi framtíðarskipan sorpmála. Fram kom að kynningarefni er í vinnslu og mun verða dreift fljótlega þar sem skerpt verður á flokkun og skilun. Einnig kom fram að hakkari er að komast á svæðið og fer uppsetning í gang í framhaldi af því. Vinna við mat á umhverfisáhrifum er í gangi og verður vonandi lokið um mitt sumar.
 
Niðurstaða
Ráðið þakkar kynninguna og leggur áherslu á að kynningarefni verði klárt fyrir sumarið.
 
 
3. International Loadstar slökkvibifreið 91-133 - 201802112
Engin tilboð bárust í slökkvibifreið sem auglýst var til sölu né hafa þau samgönguminjasöfn sem haft hefur verið samband við sýnt slökkvibifreiðinni áhuga.
 
Niðurstaða
Ráðið felur starfsmönnum að skoða hvort einhverstaðar leynist áhugamenn um slík tæki og frestar ákvörðun um afdrif slökkvibifreiðarinnar.
 
 
4. Dekkkrani á Lóðsinn - 2018031749
Dekkkrani á Lóðsinn þarfnast endurnýjunar en ekki var gert ráð fyrir því í fjárhagsáætlun Vestmannaeyjahafnar fyrir árið 2018. Reiknað er með því að nýr krani og niðursetning á honum kosti um 12 milljónir.
 
Niðurstaða
Ráðið samþykkir að óska eftir viðauka við fjárhagsáætlun upp á 12 milljónir svo hægt sé að lagfæra búnað Lóðsins. Viðauka við fjáhagsáætlun verði mætt með handbæru fé Vestmannaeyjahafnar.
 
 
5. Loftræsikerfi Safnahúsi - 201802111
Fyrir liggur verksamningur við Eyjablikk ehf vegna loftræsingar í Safnahúsi en búið er að minnka umfang verksins svo það rúmist innan fjárhagsáætlunar ársins 2018. Upphæð verksamnings er kr.24.798.894.
 
Niðurstaða
Ráðið samþykkir fyrirliggjandi verksamning
 
 
6. Dalhraun 1 Viðbygging - 201707052
Fyrir liggur fundargerð nr.6 frá 20. mars 2018
 
Niðurstaða
Ráðið samþykkir fyrirliggjandi fundargerð
 
 
7. Eyjahraun 1 viðbygging 2017 - 201702053
Fyrir liggur verkfundagerð nr.2 frá 15.mars 2018.
 
Niðurstaða
Ráðið samþykkir fyrirliggjandi verkfundagerð.
 
 
 
 
 
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:45
 
Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159