27.03.2018

Bæjarráð - 3071

 
 Bæjarráð Vestmannaeyja - 3071. fundur

Bæjarráðs Vestmannaeyja

haldinn í fundarsal Ráðhúss,

27. mars 2018 og hófst hann kl. 12.00

 

 

Fundinn sátu:

Páll Marvin Jónsson formaður, Elliði Vignisson bæjarstjóri og Stefán Óskar Jónasson aðalmaður.

 

 

Fundargerð ritaði:  Rut Haraldsdóttir, framkvæmdastjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs

 

 

 

Dagskrá:

 

1.

Framtíðarhúsnæðismál fatlaðra - 2018031726

   
 

Niðurstaða

 

Bæjarráð ræddi framtíðar húsnæðismál fatlaðra.

Fyrir liggur að unnið hefur verið að fasteignaþróun á hinum svokallaða Ísfélagsreit eða nánar tiltekið Strandvegi 26. Að undangengnu auglýsingaferli var valið að vinna með fyrirtækinu Steina og Olla að fasteignaþóuninni. Sú vinna hefur nú skilað áætlun sem gerir ráð fyrir því að Vestmannaeyjabær eigi um 136 m2 sýningasal á jarðhæð (í boganum), 813,8 m2 sambýli og séríbúðir fyrir fatlaða á 2. hæð og 139,7 m2 íbúðir fyrir fatlaða á 3. hæð.

Vestmannaeyjabær vinnur nú að samningagerð á tilgreindum forsendum og verður samningur lagður fyrir bæjarráð þegar gerð hans er lokið.

Bæjarráð þakkar upplýsingarnar og felur bæjarstjóra að vinna áfram að þessu brýna hagsmunamáli.

     

2.

Samstarf við Merlin Entertainment um ferðaþjónustu og dýravelverð. - 201612040

   
 

Niðurstaða

 

Bæjarráð fjallaði um stöðu mála er varðar samskipti Vestmannaeyjabæjar við Merlin Entertainment um ferðaþjónustu og dýravelferð.

Fyrir liggur að Vestmannaeyjabær og Þekkingarsetur Vestmannaeyja hafa nú í um 3 ár unnið að verkefni með alþjóðlega stórfyrirtækinu Merlin Entertainments. Verkefnið er fólgið í því að flytja hingað hvali sem verið hafa sýningadýr og búa þeim umhverfi sem er í anda þeirrar dýravelferðar sem Merlin leggur áherslu á í allri sinni starfemi. Hluti af hugmyndinni er að byggja hér upp aðstöðu sem yrði einstök í heiminum og felst bæði í aðstöðu fyrir hvalina í stóru keri í landi og kví í sjó. Samvinnan og samtalið hefur síðan einnig orðið til þess að Merlin stefnir nú að því að vera hér með einstakt fiska- og sjófuglasafn undir vörumerkinu SeaLive þar sem meðal annars verða sýndar staðbundnar tegundir sjávardýra og komið upp úrvalsaðstöðu til að sinna pysjueftirliti og hýsa lifandi lunda sem ekki geta lifað í villtri náttúru. Aðkoma Vestmannaeyjabæjar er margvísleg og spannar í raun allt frá þátttöku í að móta verkefnið yfir í að veita fyrirtækinu staðarþekkingu á stjórnkerfinu og leigja þeim aðstöðu. Vestmannaeyjabær er þó ekki á neinn hátt ábyrgðaraðili og leggur hvorki fjármagn né ábyrgðir til verkefnisins.

Að mati bæjarstjóra er undirbúningur nú á lokametrum og vonast er til að gengið verði frá öllum lausum endum á vordögum. Þannig hefur Vestmannaeyjabær td. þegar úthlutað þessum aðilum byggingalóð á gamla Ísfélagsreitnum auk þess sem unnið er að umsókn um kví í Klettsvíkinni. Þá er einnig unnið að leigusamningi sem gerir ráð fyrir því að Vestmannaeyjabær leigi Merlin tæplega 1000 m2 aðstöðu á jarðhæð Fiskiðjunnar undir fyrrgreint safn. Á sama hátt er verið að ganga frá samningum við Merlin um aðkomu að uppbyggingu á Þekkingarsetrinu en aðilar eins og Háskólinn í Reykjavík hafa sýnt einlægan áhuga á að styðja við slíka aðkomu og nýta sér þá gríðalega þekkingu sem fylgir samstarfi við aðila af þessari stærðar- og þekkingargráðu.

Bæjarráð þakkar upplýsingarnar og telur mikil tækifæri felast í verkefninu. Ekki einungis verða þarna til þó nokkuð af nýjum störfum -gangi þetta eftir- heldur bætist enn einn segulinn við okkar fjölbreyttu flóru í ferðaþjónustu auk þess sem þekkingarklasinn okkar allur nýtur góðs af.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna áfram að verkefninu og þar með talið að ganga frá leigusamningi að jarðhæð Fiskiðjunnar á þeim forsendum sem ræddar hafa verið.

     

 

 

 

 

                                                                                           

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 13.05

 

 

 

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159