07.03.2018

Umhverfis- og skipulagsráð - 281

 
Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja - 281. fundur haldinn í fundarherbergi Umhverfis- og framkvæmdasviðs, 7. mars 2018 og hófst hann kl. 12:00
 
 
Fundinn sátu:
Margrét Rós Ingólfsdóttir formaður, Kristinn Bjarki Valgeirsson aðalmaður, Ingólfur Jóhannesson aðalmaður, Esther Bergsdóttir aðalmaður, Georg Eiður Arnarson aðalmaður, Sigurður Smári Benónýsson starfsmaður sviðs og Ólafur Þór Snorrason framkvstj.sviðs.
 
Fundargerð ritaði: Sigurður Smári Benónýsson, skipulags-og byggingarfulltrúi
 
 
 
 
Dagskrá:
 
1. 201803017 - Bréf til sveitarfélaga. Breytingar á mannvirkjalögum.
Fyrir liggur bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga vegna fyrirliggjandi breytinga á mannvirkjalögum sem lagt hefur verið fram á Alþingi.
 
Umhverfis- og skipulagsráð hefur kynnt sér þær lagabreytingar sem liggja fyrir, sem og erindið frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
 
Að mati ráðsins munu meginmarkmið lagabreytinga ekki nást með fyrirliggjandi frumvarpi um breytingar á mannvirkjalögum. Ljóst er að krafa um faggildingu mun auka byggingakostnað og sá kostnaður muni leggjast að mestu leyti á byggingaraðila og eins er ekki nógu skýrt hver útgjöld sveitarfélagsins verða við faggildingu embættis byggingarfulltrúa. Þá telur ráðið að krafa um faggildingu eigi frekar við um stærri framkvæmdir, þ.e. að einfaldari framkvæmdir ss. einbýlishús, sumarhús, bílskúrar og minni mannvirki verði undanþegin faggildingu. Í ljósi þess beinir ráðið því til sambandsins að beita sér fyrir því að krafa um faggildingu verði felld úr lögum og að felld verði út sú krafa að einungis faggiltir skoðunarmenn hafi heimild til að gera öryggis- og lokaúttekt.
Ráðið vill einnig benda á að breyting varðandi skil á ábyrgðaryfirlýsingu iðnmeistara við upphaf verkþátta mun t.d. gera byggingarfulltrúum erfiðara fyrir að hindra að iðnmeistarar séu að vinna verk sín án gæðakerfis líkt og lög gera ráð fyrir. Ábyrgðaryfirlýsing allra iðnmeistara ætti að mati ráðsins að vera skýr í upphafi við útgáfu byggingarleyfis.
 
Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja gerir athugasemd við það að ekki hafi verið formlega óskað umsagnar sveitarfélaga, en nái þær breytingar fram að ganga sem lagðar eru til í frumvarpinu munu þær hafa mikla þýðingu fyrir verkefni sveitarfélaga á sviði byggingarmála.
 
 
 
2. 201801065 - Boðaslóð 2. Umsókn um byggingarleyfi
Lögð fram að nýju umsókn um byggingarleyfi. Guðrún Sigríður Þorsteinsdóttir og Logi Garðar Fells Ingólfsson sækja um leyfi fyrir að byggja bílgeymslu og stækkun á rishæð íbúðarhúsnæðis sbr. innsend gögn. Umsóknin hefur verið grenndarkynnt í samræmi við 44.gr. Skipulagslaga. Engar athugasemdir bárust.
 
Ráðið samþykkir byggingaráform lóðarhafa og felur byggingarfulltrúa framgang erindis.
 
 
 
3. 201512050 - Vesturvegur 25. Umsókn um lóð
Ágúst Hreggviðsson f.h. Íbenholt ehf. sækir um viðbótarfrest til að skila inn teikningum á lóð nr. 25 við Vesturveg.

Ráðið heimilar frest til 1. júní. 2018.
 
 
 
4. 201802073 - Áshamar - fyrirspurn um raðhúsalóðir.
Júlíus Hallgrímsson óskar eftir afstöðu ráðsins fyrir að breyta notkun fjölbýlishúsalóða vestan við Áshamarsblokkir í raðhúsalóðir.
 
Ráðið er ekki hlynnt breytingum á skipulagi en bendir bréfritara á að tvær raðhúsalóðir eru lausar til umsóknar í Foldahrauni.
 
 
 
5. 201803027 - Kleifahraun 9. Fyrirspurn varðar breytingar á byggingarreit.
Lóðarhafar Húsatækni ehf., óska eftir breytingum á deiliskipulagi lóðar út raðhúsalóð í tvær parhúsalóðir sbr. innsend gögn.
 
Ráðið er hlynnt erindinu og felur skipulagsfulltrúa að leggja fram breytingar á deiliskipulagi.
 
 
 
6. 201803026 - Heiðarvegur 7. Fyrirspurn vegna orlofsíbúða.
Eigandi jarðhæðar óskar eftir afstöðu ráðsins varðandi að breyta notkun úr verslunarrými í tvær orlofsíbúðir sbr. innsend gögn.
 
Ráðið er hlynnt erindinu. Ganga skal frá byggingarleyfisumsókn skv. ákvæðum mannvirkjalaga.
 
 
 
7. 201803024 - Míla. Lagnir að Herjólfsdal. Umsókn um framkvæmdaleyfi.
Elvar Freyr Kristinsson f.h. Mílu sækir um leyfi fyrir lagningu ljósleiðara frá Illugagötu að stórasviði í Herjólfsdal sbr. innsend gögn.
 
Ráðið samþykkir eftirfarandi framkvæmdatímabil, frá 7. mars - 15. maí 2018, sé verki ekki lokið er heimilt að hefja framkvæmdið að nýju þann 15. sept. 2018.
Ráðið leggur áherslu á vandaðan frágang og að röskun á svæðinu verði með minnsta móti á framkvæmdatíma. Ráðið áréttar að framkvæmdir skulu ekki dragast umfram veitt tímamörk og felur framkvæmdastjóra sviðsins eftirfylgd málsins.
Afgreiðsla þessi er skv. reglugerð nr. 772/2012.
 
 
 
8. 201802081 - Hilmisgata 11. Umsókn um byggingarleyfi
Ragnhildur Mikaelsdóttir fh. húseigenda sækir um leyfi fyrir að rífa skorstein.
 
Samþykkt af byggingarfulltrúa þann 28 feb. 2018
 
 
 
9. 201802004 - Bessahraun 7. Umsókn um lóð
Þórir Ólafsson og Helena Björk Þorsteinsdóttir sækja um einbýlishúsalóð nr. 7 í Bessahrauni.
 
Ráðið samþykkir að úthluta lóð. Umsækjandi skal skila fullnægjandi teikningum fyrir 15. sept. 2018.
 
 
 
 
 
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:45
 
Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159