07.03.2018

Fjölskyldu- og tómstundaráð - 206

 
 

Fjölskyldu- og tómstundaráð - 206. fundur

 

haldinn í fundarsal Ráðhúss,

7. mars 2018 og hófst hann kl. 16:15

 

Fundinn sátu:

Trausti Hjaltason formaður, Sigurhanna Friðþórsdóttir aðalmaður, Auður Ósk Vilhjálmsdóttir aðalmaður, Guðjón Ragnar Rögnvaldsson 1. varamaður, Jón Pétursson framkvstj.sviðs, Guðrún Jónsdóttir starfsmaður sviðs, Silja Rós Guðjónsdóttir starfsmaður sviðs og Edda Sigfúsdóttir starfsmaður sviðs.

 

Fundargerð ritaði:  Jón Pétursson, framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs

 

Dagskrá:

 

1.  

200704150 - Fundargerð barnaverndar fyrir fjölskyldu- og tómstundaráð

 

Undir þessum lið er fjallað um öll erindi sem falla undir barnavernd og eru trúnaðarmál.

 

Fundargerð barnaverndar er færð í sérstaka trúnaðarmálabók.

 

   

2.  

200704148 - Fundargerð trúnaðarmála fyrir fjölskyldu- og tómstundaráð.

 

Undir þennan lið falla trúnaðarmál sem lögð eru fyrir ráðið og eru færð í sérstaka trúnaðarmálabók.

 

Fundargerð trúnaðarmála er færð í sérstaka trúnaðarmálabók.

 

   

3.  

200804058 - Vinnuskóli Vestmannaeyjabæjar

 

Kynning á fyrirkomulagi Vinnuskóla 2018

 

Ráðinu kynnt tillaga að fyrirkomulagi vinnuskólans 2018. Ráðið samþykkir laun, sem og vinnutíma og vinnutímabil. Foreldrum barna í árgöngum 2002-2004 verður sent kynningarbréf á næstu dögum.

 

   

4.  

201611108 - Sérstakur húsnæðisstuðningur

 

Sérstakur húsnæðisstuðningur hjá Vestmannaeyjabæ, hækkun tekju- og eignamarka.

 

Fjölskyldu- og tómstundaráð samþykkir að uppfæra reglur Vestmannaeyjabæjar um sérstakan húsnæðisstuðning í samræmi við leiðbeiningar Velferðisráðuneytisins um tekju- og eignaviðmið, en tekjumörkin hækka um 7% á milli ára.

 

   
                                                                                

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:27

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159