22.02.2018

Bæjarstjórn - 1530

 
 

Bæjarstjórn Vestmannaeyja - 1530. fundur

 

haldinn í Einarsstofu safnahúsi,

22. febrúar 2018 og hófst hann kl. 18:00

 

 

Fundinn sátu:

Hildur Sólveig Sigurðardóttir forseti, Elliði Vignisson 1. varaforseti, Páll Marvin Jónsson aðalmaður, Trausti Hjaltason aðalmaður, Stefán Óskar Jónasson aðalmaður, Auður Ósk Vilhjálmsdóttir aðalmaður og Margrét Rós Ingólfsdóttir 1. varamaður.

 

Fundargerð ritaði:  Sigurbergur Ármannsson, fjármálastjóri

 

Dagskrá:

 

1.  

201802070 - Væntingavísitala Gallup fyrir Vestmannaeyjar.

 

Bæjarstjórn fjallaði um væntingavísitölu Gallup sem unnin var í lok árs 2017. Bornar voru saman væntingar íbúa í 19 sveitarfélögum. Væntingavísitala Vestmannaeyja var sú 5. hæsta.

Athygli vekur að 62% aðspurðra í Vestmannaeyjum telja aðstæður í efnahagslífinu góðar en meðaltal allra sveitarfélaga er 54%. Einungis 5% telja aðstæður slæmar. Í ljósi þess hversu ánægðir svarendur í Vestmannaeyjum eru með stöðuna er sérstaklega gleðilegt að um 80% þeirra telja að aðstæður eigi annaðhvort eftir að verða betri eða þær sömu eftir 6 mánuði.

Þegar spurt var út í atvinnumöguleika á búsetusvæðinu telja um 88% svarenda í Vestmannaeyjum að þeir séu annaðhvort í meðallagi eða miklir og 93% telja að eftir 6 mánuði verði atvinnumöguleikarnir annaðhvort meiri eða óbreyttir. Þá telja um 84% svarenda í Vestmannaeyjum að heildartekjur heimilisins haldist óbreyttar eða aukist næstu 6 mánuði.

Bæjarstjórn fagnar þessum niðurstöðum og há væntingavísitala svarenda í Vestmannaeyjum er í samræmi við mat bæjarstjórnar. Bæjarstjórn leiðir líkum að því að ástæða þessarar háu væntingavísitölu sé gott gengi atvinnulífsins seinustu misseri sem meðal annars hefur falið í sér stórkostlegar fjárfestingar í atvinnutækjum og vexti því tengdu. Þá hefur mikil áhersla verið lögð á að byggja og efla þjónustu við bæjarbúa auk þess sem vonir standa til að ný Vestmannaeyjaferja verði markvisst skref í átt að auknum lífsgæðum og tækifærum í samfélaginu.

Elliði Vignisson (sign)
Hildur Sólveig Sigurðardóttir (sign)
Páll Marvin Jónsson (sign)
Trausti Hjaltason (sing)
Margrét Rós Ingólfsdóttir (sign)
Stefán Óskar Jónasson (sign)
Auður Ósk Vilhjálmsdóttir (sign)

 

   

2.  

201801004F - Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja - 278 frá 16. jan s.l.

 

Liður 7, Goðahraun 12, umsókn um byggingarleyfi liggur fyrir til umræðu og staðfestingar.

Liðir 1-6 og 8-13 liggja fyrir til staðfestingar.

 

Liður 7, Goðahraun 12, umsókn um byggingaleyfi var staðfest með sjö samhljóða atkvæðum.

Liðir 1-6 og 8-13 voru staðfestir með sjö samhljóða atkvæðum.

 

   

3.  

201801012F - Bæjarráð Vestmannaeyja nr. 3067 frá 24. janúar s.l.

 

Liðir 1-3 liggja fyrir til staðfestingar.

 

Liðir 1-3 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

 

   

4.  

201801013F - Fjölskyldu- og tómstundaráð nr. 204 frá 24. janúar s.l.

 

Liðir 1-4 liggja fyrir til staðfestingar.

 

Liðir 1-4 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum

 

   

5.  

201801011F - Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja nr. 279 frá 29. janúar s.l.

 

Liður 5, gjaldskrá skipulags-og byggingarmála og tengd þjónustugjöld liggur fyrir til umræðu og staðfestingar.
Liður 1, Ægisgata 2, umsókn um byggingarleyfi liggur fyrir til umræðu og staðfestingar.
liðir 2, 4 og 6 liggja fyrir til staðfestingar.
Liður 3 liggur fyrir til kynningar.

 

Við umræðu umlið 1, Ægisgata 2, umsókn um byggingarleyfi tóku til máls, Stefán Óskar Jónasson, Elliði Vignisson, Páll Marvin Jónsson, Trausti Hjaltason og Hildur Sólveig Sigurðardóttir.

Liður 1 var samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.

Liðir 2-6 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

 

   

6.  

201802001F - Bæjarráð Vestmannaeyja -nr. 3068 frá 6. febrúar s.l.

 

Liður 1, Yfirtaka á rekstri Herjólfs liggur fyrir til umræðu og staðfestingar.
Liðir 2-3 liggja fyrir til staðfestingar.

 

Við umræðu um lið 1, yfirtaka á rekstri Herjólfs tóku til máls, Stefán Óskar Jónasson, Elliði Vignisson, Auður Ósk Vilhjálmsdóttir, Trausti Hjaltason, Hildur Sólveig Sigurðardóttir og Páll Marvin Jónsson.

Liður 1 var samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.

Liðir 2-3 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

 

   

7.  

201801008F - Framkvæmda- og hafnarráð Vestmannaeyja nr. 213 frá 7. febrúar s.l.

 

Liðir 1-7 liggja fyrir til staðfestingar.

 

Liðir 1-7 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

 

   

8.  

201802002F - Fjölskyldu- og tómstundaráð nr. 205 frá 14. febrúar s.l.

 

Liðir 1-7 liggja fyrir til staðfestingar.

 

Liðir 1-7 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

 

   

9.  

201010070 - Fundargerðir Náttúrustofu Suðurlands.

 

Fundargerðin frá 5 febrúar s.l. liggur fyrir til staðfestingar.
Fundargerðin frá 9. febrúar s.l. liggur fyrir til staðfestingar.

 


Fundargerðer stjórnar Náttúrustofu Suðurlands frá 5. og 9. febrúar s.l. voru samþykktar með sjö samhljóða atkvæðum.

 

   

                                                                                           

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:17

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159