15.01.2018

Fræðsluráð - 302

 
 Fræðsluráð - 302. fundur

 

haldinn í fundarsal Ráðhúss,

15. janúar 2018 og hófst hann kl. 16:30

 

 

Fundinn sátu:

Hildur Sólveig Sigurðardóttir formaður, Sindri Haraldsson aðalmaður, Silja Rós Guðjónsdóttir aðalmaður, Birna Þórsdóttir aðalmaður, Sonja Andrésdóttir aðalmaður, Jón Pétursson framkvstj.sviðs, Drífa Gunnarsdóttir varamaður, Thelma Sigurðardóttir áheyrnarfulltrúi, Kolbrún Matthíasdóttir áheyrnarfulltrúi og Kristín Hartmannsdóttir áheyrnarfulltrúi.

 

Fundargerð ritaði:  Drífa Gunnarsdóttir, fræðslufulltrúi

 

Einnig mættar:

Sigríður Ása Friðriksdóttir, áheyrnarfulltrúi

Ingibjörg Jónsdóttir

 

Dagskrá:

 

1.  

201801005 - Grunnskóli Vestmannaeyja

 

Breytingar á skipuriti og stjórnun GRV, framhald af máli 2 frá síðasta fundi.

 

Fræðsluráð fór yfir umsagnir Skólaráðs GRV, Kennarafélags Vestmannaeyja og minnisblað framkvæmdastjóra fræðslusviðs hvað varðar hugmyndir að breyttu skipuriti stjórnkerfis GRV. Umsagnir skólaráðs og KV voru ekki afgerandi en kostir og gallar taldir upp en báðar umsagnir tóku sérstaklega fram mikilvægi þess að skólinn starfi áfram undir merkjum GRV. Augljóst þykir af umsögnunum að bæði skólaráð GRV og Kennarafélag Vestmannaeyja telja ákveðnum spurningum ósvarað hvað málið varðar. Því telur fræðsluráð æskilegt að stofnaður verði samráðshópur, þar sem í sitja framkvæmdastjóri fræðslusviðs, fræðslufulltrúi, tveir fulltrúar Kennarafélags Vestmannaeyja og tveir fulltrúar skólaráðs GRV, sem mun gefa ráðgefandi álit á breyttu skipuriti GRV. Fræðsluráð óskar eftir að niðurstaða hópsins liggi fyrir ekki síðar en um miðjan næsta mánuð.
Bókun Eyjalistans: Eyjalistinn telur skynsamlegt að íhuga vel hvort að bæta eigi við skólastjóra GRV. Þörfin til þess að styrkja stjórnendateymið virðist vera til staðar. Aukið álag hefur skapast á stjórnendur vegna fjölda nemenda og bekkja sem og fjarlægðar milli starfsstöðva. Mögulegt er að létta þetta aukna álag, m.a. með ráðningu rekstrarstjóra sem myndi starfa beint undir skólaastjóra eða með því að auka við deildarstjóra á hvorri starfsstöð. Eyjalistinn er fylgjandi því að skipaður verði samráðshópur til að kanna hvaða útfærsla þyki farsælust með ofangreint að leiðarljósi. Samráðshópurinn verði skipaður af aðilum skólaskrifstofu, skólaráðs GRV og Kennarafélags Vestmannaeyja og það verði vandað til verka án þess að málið fái einhverja sérstaka flýtimeðferð. Eyjalistinn er alfarið á móti því að skólanum verði tvístrað upp í tvær aðskiildar rekstareiningar. Fyrir hönd Eyjalistans, Sonja Andrésdóttir

 

   

2.  

201509077 - Bráðabirgðaúrræði vegna daggæslu

 

Opnun bráðabirgðaúrræðis vegna daggæslu á gæsluvellinum Strönd.

 

Staða daggæslumála er sífellt að færast í betra horf. Í dag eru fjórir dagforeldrar að störfum sem er aukning frá fyrri árum. Í dag eru þó enn börn á biðlista eftir daggæslu og felur fræðsluráð því framkvæmdastjóra að taka upp tímabundið daggæsluúrræði á gæsluvellinum Strönd til að mæta uppsafnaðri þörf fyrir slíkt úrræði. Stefnt skal að því að opna Strönd eins fljótt og verða má. Fræðsluráð mun áfram fylgjast vel með framgangi og þróun daggæslumála.

 

                                                                                      

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:07

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159