27.12.2017

Bæjarráð - 3065

 
 Bæjarráð Vestmannaeyja - 3065. fundur

 

haldinn Fundarsal að Bárustíg 15 efri hæð.,

27. desember 2017 og hófst hann kl. 12.00

 

 

Fundinn sátu:

Elliði Vignisson bæjarstjóri, Stefán Óskar Jónasson aðalmaður og Birna Þórsdóttir varamaður.

 

Fundargerð ritaði:  Rut Haraldsdóttir, framkvæmdastjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs

 

 

 

Dagskrá:

 

1.  

201712093 - Herjólfur - Þjónustugreining Rannsóknarmiðstöðvar HA

 

Þjónustugreining á Herjólfi unnin af rannsóknarmiðstöð Háskólans á Akureyri fyrir Vestmannaeyjabæ og samgöngu-og sveitarstjórnarráðuneytið.

 

Fyrir bæjarráði lá niðurstaða þjónustugreiningar Rannsóknastofnun Háskólans á Akureyri sem unnin var fyrir Vestmannaeyjabæ og Samgönguráðuneytið til að undirbyggja þær forsendur sem skulu vera ráðandi við yfirtöku Vestmannaeyjabæjar á rekstri Herjólfs.

Helstu niðurstöður eru:

* Viðmælendur kalla eftir því að leiðin milli lands og Eyja verði skilgreind sem þjóðvegur og verði þjónustuð sem slík.
*Íbúar, fyrirtæki og félagasamtök kalla eftir því að ferðum verði fjölgað. Helst þurfi að fara átta til níu ferðir daglega á sumrin og fimm á veturna þegar siglt er til Landeyjahafnar.
* Bókunarkerfið þarf að einfalda og bæta.
*Kostnaður fyrir fjölskyldur er of íþyngjandi, sérstaklega þegar siglt er til Þorlákshafnar. Kallað er eftir samræmdri verðskrá þannig að ekki þurfa að greiða hærra verð þegar ekki er hægt að sigla til Landeyjahafnar.
* Framleiðslufyrirtækin lögðu aðal áherslu á að afhendingaröryggi yrði bætt. Hvort heldur sem það felst í að fá hráefni og aðföng frá landi eða flytja afurður frá Eyjum. Það skiptir ekki öllu máli hvort vörurnar fari um Landeyjahöfn eða Þorlákshöfn.
* Íbúar óttast fólksfækkun ef samgöngur batna ekki. Ungt fólk muni ekki sætta sig við núverandi þjónustustig og velji sér því búsetu annars staðar.
Bæjarráð þakkar RHA fyrir vel unnin störf og telur skýrsluna alla í takt við áherslur bæjarráðs.

 

   

2.  

201712073 - Afleysingarskip fyrir Herjólf í janúar 2018

 

Vegagerðin hefur staðfest að búið sé að leigja ferju, farþegaskipið Bodö í Noregi sem mun leysa Herjólf af í janúar þegar viðgerð á gír herjólfs verður kláruð. Áætlað er að viðgerð taki um 14-16 daga.

 

Bæjarráð þakkar upplýsingarnar.

 

   

3.  

201701026 - Samkomulag sveitarfélaga sem reka hjúkrunarheimili og gengist hafa undir rammasamning Sjúkratrygginga Íslands og hyggjast gera samning á grundvelli samkomulags fjármála-og efnahagsráðherra og Sambands islenskra sveitarfélaga frá 28. október 2016.

 

Samantekt unnin af Sigurbergi Ármannssyni fjármálastjóra vegna uppgjörs á lífeyrisskuldbindingum og tengdum skuldum

 

Fram kemur að alls séu kröfur Vestmannaeyjabæjar á ríkið vegna annarsvegar uppgjörs á lífeyrisskuldbindingum vegna hjúkrunarheimila og hins vegar skuldajöfnuðar vegna hlutdeildar í þegar greiddum lífeyri 314 milljónir. Á móti þarf Vestmannaeybær að greiða 5,6 milljónir og þar við bætist krafa á bæinn upp á 34 milljónir sem verður skuldajöfnuð upp í kröfu Lífeyrissjóðs starfsmanna Vestmannaeyjabæjar (Brúar) á ríkið. Nettó mismunur á þessu er 274,5 milljónir sem ríkið þarf að greiða hluta til Lífeyrirsjóðs starfsmanna Vestmannaeyjabæjar og að hluta að taka á sig allar greiðslur á lífeyri til fyrrum starfsmanna bæjarins sem greiddu iðgjöld til LSR-B deildar og LH-B deildar.

Bæjarráð ítrekar fyrri afstöðu vegna þessa og felur bæjarstjóra að ganga frá öllum þessum málum með greiðslum fyrir áramót enda er með þessu tekin mikilvægt skref í tímafreku og brýnu baráttumáli Vestmannaeyjabæjar hvað varðar hludeilda greiðslu ríkisins vegna lífeyrisskuldbindinga samrekstrarstofnanna.

 

   

4.  

201712095 - Þyrlupallur vegna sjúkraflugs

 

Erindi frá Stefán Ó. Jónassyni dags. 20. desember s.l. þar sem hann leggur til að bæjarráð samþykki að fara þess á leit við samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra að þegar verði byggður þyrlupallur á láglendi Heimaeyjar.

 

Bæjarráð samþykkir erindið og felur bæjarstjóra að rita erindið þess efnis til Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins. En fremur óskar bæjarráð eftir umsögn Umhverfis- og skipulagsráðs vegna erindisins.

 

   

5.  

201612007 - Þjónustu- og samstarfssamningur vegna Náttúrustofu Suðurlands

 

Fyrir liggur tillaga stjórnar NS á breytingum á rekstri NS þannig að útgjöldin verði ekki umfram rekstrarframlög og aðrar tekjur sbr. bókun bæjarráðs þar um frá 21. nóvember s.l.

 

Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leiti tillögu stjórnar NS.

 

   

6.  

201711042 - Til umsagnar umsókn um rekstrarleyfi fyrir Einsa kalda

 

Erindi frá Sýslumanninum í Vestmannaeyjum dags. 14. nóvember s.l.

 

Bæjarráð veitir jákvæða umsögn að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.

Bæjarráð staðfestir jákvæða umsögn frá skipulags- og byggingarfulltrúa að starfssemin sé í samræmi við byggingarleyfi og skipulagsskilmála og að lokaúttekt hafi farið fram á húsnæðinu.
Staðfestir jákvæða umsögn heilbrigðisfulltrúa heilbrigðiseftirlits suðurlands að starfsemin sé í samræmi við ákvæði laga um hollustuhætti og mengunarvarnir, laga um matvæli og mat heilbrigðisnefndar á grenndaráhrifum starfseminnar, þ.m.t. hljóðvistar ef við á.
Staðfestir jákvæða umsögn slökkviliðsstjóra að kröfum um brunavarnir sé fullnægt samkvæmt mati slökkviliðs miðað við 80 manns.

Umsögn þessi er háð ríkri kröfu um frágang og snyrtimennsku og áskilur bæjarráð sér rétt til að láta þrífa umhverfi rekstrarstaðar á kostnað rekstraraðila ef þörf krefur.

 

   

7.  

201712033 - Beiðni um umsögn vegna umsóknar um þrettándabrennu

 

Erindi frá Lögreglustjóranum í Vestmannaeyjum dags. 27. nóvember s.l. þar sem óskað er eftir umsögn um flugeldasýningu á vegum IBV í tengslum við þrettándagleði félagsins föstudaginn 5. janúar n.k.
Skotstaður, Háin, Illugaskip og Löngulá.

 

Bæjarráð veitir jákvæða umsögn að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.

Bæjarráð veitir jákvæða umsögn til ÍBV íþróttafélags um leyfi til að halda skoteldasýningu föstudaginn 05. janúar 2018 milli kl. 19.00 og 20.30. Umsögnin er háð ríkri kröfu um frágang og snyrtimennsku og áskilur bæjarráð sér rétt til að láta þrífa umhverfi skotstaðarins á kostnað umsóknaraðila ef þörf krefur.

 

   

 

 

 

 

            
Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159