19.12.2017

Framkvæmda- og hafnarráð - 211

 
 Framkvæmda- og hafnarráð Vestmannaeyja - 211. fundur
 
haldinn í fundarherbergi Umhverfis- og framkvæmdasviðs,
19. desember 2017 og hófst hann kl. 16:30
 
 
Fundinn sátu:
Sigursveinn Þórðarson formaður, Sigurður Bragason aðalmaður, Sæbjörg Snædal Logadóttir aðalmaður, Stefán Óskar Jónasson aðalmaður og Ólafur Þór Snorrason framkvstj.sviðs.
 
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Snorrason, framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs
 
 
Dagskrá:
 
1. 201708064 - Tjón á Skipalyftukanti
Framkvæmdastjóri fór yfir stöðu mála vegna tjóns á Skipalyftukanti. Fram kom að búið að hindra að frekara tjón verði með því að laga til jarðefni bæði innan og utan við stálþil. Verið er að skoða næstu skref í lagfæringum.
Framkvæmdastjóra falið að skoða leiðir til úrbóta í samræmi við umræður á fundinum.
 
 
2. 201710031 - Eiði 8. Umsókn um bílastæði.
Fyrir liggur umsókn frá Löngu ehf um bílastæði vestan við veg. Erindi vísað til umsagnar frá Umhverfis- og skipulagsráði.
Ráðið geriri ekki athugasemdir við stækkun bílastæða.
 
 
3. 201606074 - Dalhraun 3 - Hraunbúðir viðbygging
Fyrir liggja verkfundagerðir nr.23 frá 31.10.2017, nr.24 frá 07.11.2017, nr.25 frá 21.11.2017, nr.26 frá 28.11.2017 og nr.27 frá 12.12.2017
Ráðið samþykkir fyrirliggjandi verkfundagerðir.
 
 
4. 201702053 - Eyjahraun 1 viðbygging 2017
Fyrir liggur vekfundagerð nr.1 frá 08.12.2017.
Ráðið samþykkir fyrirliggjandi verkáætlun.
 
 
 
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18.00
 
Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159