14.12.2017

Bæjarstjórn - 1528

 
 Bæjarstjórn Vestmannaeyja - 1528. fundur

 

haldinn í Einarsstofu safnahúsi,

14. desember 2017 og hófst hann kl. 18.00

 

 

Fundinn sátu:

Hildur Sólveig Sigurðardóttir forseti, Elliði Vignisson 1. varaforseti, Páll Marvin Jónsson aðalmaður, Trausti Hjaltason aðalmaður, Birna Þórsdóttir aðalmaður, Stefán Óskar Jónasson aðalmaður og Auður Ósk Vilhjálmsdóttir aðalmaður.

 

Fundargerð ritaði:  Elliði Vignisson, bæjarstjóri

 

 

 

Dagskrá:

 

1.  

201709030 - Fjárhagsáætlun Vestmannaeyjabæjar 2018.

 

-Síðari umræða-

 

Elliði Vignisson bæjarstjóri gerði grein fyrir þeim breytingum sem orðið hafa á fjárhagsáætlun Vestmannaeyjabæjar 2018 frá fyrri umræðu. Við umræðu um fjárhagsáætlun Vestmannaeyjabæjar fyrir árið 2018 tóku einnig til máls, Páll Marvin Jónsson, Trausti Hjaltason, Stefán Óskar Jónasson og Hildur Sólveig Sigurðardóttir.

Hildur Sigurðardóttir forseti bæjarstjórnar bar upp lykiltölur í fjárhagsáætlun ársins 2018:

Fjárhagsáætlun sveitarsjóðs Vestmannaeyja 2018:
Tekjur alls: 3.964.234.000
Gjöld alls fyrir fjármagnsliði: 4.048.111.000
Rekstrarniðurstaða, jákvæð: 78.780.000
Veltufé frá rekstri: 525.160.000
Afborganir langtímalána: 26.488.000
Handbært fé í árslok: 900.278.000


Fjárhagsáætlun B-hluta bæjarsjóðs Vestmannaeyja 2018:
Rekstarniðurstaða Hafnarsjóðs, 27.857.000
Rekstrarniðurstaða Fráveitu, 1.864.000
Rekstrarniðurstaða félagslegra íbúða: -13.634.000
Hraunbúðir, hjúkrunarheimili: -7.861.000
Veltufé frá rekstri: 127.362.000
Afborganir langtímalána: 29.619.000

Fjárhagsáætlun samstæðu Vestmannaeyja 2018:
Tekjur alls: 4.995.901.000
Gjöld alls: 5.054.223.000
Rekstrarniðurstaða,jákvæð: 87.006.000
Veltufé frá rekstri: 652.522.000
Afborganir langtímalána: 56.107.000
Handbært fé í árslok: 900.278.000

Fjárhagsáætlun 2018 var samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

 

   

2.  

201711018 - Þriggja ára fjárhagsáætlun Vestmannaeyjabæjar 2019-2021

 

-Síðari umræða-

 

Þriggja ára fjárhagsáætlun Vestmannaeyjabæjar fyrir árin 2019 til 2021 var samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

 

   

3.  

201604096 - Friðlýsing búsvæðis sjófugla í Vestmannaeyjum

 

Við umræðu um liðin, friðlýsing búsvæða sjófugla í Vestmannaeyjum tóku til máls, Elliði Vignisson, Páll Marvin Jónsson, Trausti Hjaltason, Auður Ósk Vilhjálmsdóttir, Birna Þórsdóttir og Hildur Sólveig Sigurðardóttir.

Afgreiðslutillaga
Bæjarstjórn samþykkir að falla frá áforum um friðlýsingu búsvæða sjófugla í Vestmannaeyjum þar til fyrirliggur skýr réttur sveitarfélagsins til að segja sig einhliða frá slíkri friðlýsingu.

Greinagerð
Eins og þekkt er samþykkti bæjarstjórn á 1519. fundi sínum að bíða með undirritun friðlýsingar þar til fram hefur farið kynning á málinu meðal hagsmunaðila og annarra heimamanna. Sá fundur fór fram í lok febrúar sl. Þar kynntu fultrúar frá Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, Vestmannaeyjabæ og Náttúrustofu Suðurlands málið og svöruðu fyrirspurnum.
Að afloknum kynningarfundifundi liggur það ljóst fyrir að með samþykkt friðlýsingar væru fulltrúar bæjarstjórnar að afsala sér ákveðnu forræði til frambúðar enda gæti sveitarfélagið ekki sagt sig frá henni ef upp kæmi deila milli aðila.

Elliði Vignisson (sign)
Birna Þórsdóttir (sign)
Stefán Óskar Jónasson (sign)
Auður Ósk Vilhjálmsdóttir (sign)
Trausti Hjaltason (sign)
Hildur Sólveig Sigurðardóttir (sign)

Tillagan var samþykkt með sex atkvæðum, Páll Marvin Jónsson greiddi atkvæði móti tillöguni.

 

   

4.  

201010070 - Fundargerð Náttúrustofu Suðurlands.

 

Fundargerð NS frá 6. desember liggur fyrir til staðfestingaar staðfestingar.

 

Fundargerðin var samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

 

   

5.  

201711001F - Fjölskyldu- og tómstundaráð nr. 200 frá 8. nóvember s.l.

 

Liðir 1-4 liggja fyrir til staðfestingar.

 

Liðir 1-4 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

 

   

6.  

201711007F - Bæjarráð Vestmannaeyja nr. 3062 frá 21. nóvember s.l.

 

Liður 3, ósk um greiðslu vegna orlofssjóðs húsmæðra 2017 liggur fyrir til umræðu og staðfestingar.
Liðir 1,2 og 4 liggja fyrir til staðfestingar.

 

Við umræðu um lið 1, ósk um greiðslu vegna orlofssjóðs húsmæðra 2017 tóku til máls Trausti Hjaltason, Birna Þórsdóttir, Elliði Vignisson, Stefán Óskar Jónasson, Hildur Sólveig sigurðardóttir, Auður Ósk Vilhjálmsdóttir og Páll Marvin Jónsson.

Undirritaðir bæjarfulltrúar óska bókað

Undirrituð hvetja alþingi til að afnema lög um orlof húsmæðra og tekur þar með undir samþykkt bæjarstjórnar Vestmannaeyja á kvenréttindadaginn 19. júní 2008. Bæjarstjórn telur að lög um að orlofsnefndir skipuleggi orlof húsmæðra hver í sínu umdæmi og sjái um rekstur orlofsheimila á kostnað bæjarins sé tímaskekkja. Gildandi lög um húsmæðraorlof eru frá 1972 og sett í þeim anda sem ríkti þá og miðast við þjóðfélag þess tíma. Þau eru því ekki í anda þess jafnréttis sem nú er unnið að og árangur hefur náðst í enda taka þau einungis til annars kynsins og fela því í sér mismunun.

Minnt er á að í kjölfar fyrirspurnar Vestmannaeyjabæjar árið 2007 svaraði Jafnréttisstofa því til að hún teldi líkur á að lög um orlof húsmæðra teljist brot á lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Stofan áréttaði þó jafnframt að það sé Alþingis að afnema hin umræddu lög.

Bæjarstjórn bendir á að upphafsorð 1. gr. laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla hljóðar svo: Markmið laga þessara er að koma á og viðhalda jafnrétti og jöfnum tækifærum kvenna og karla og jafna þannig stöðu kynjanna á öllum sviðum samfélagsins. Í ákvæðinu eru taldar upp nokkrar leiðir til að ná fram markmiði laganna, m.a. að gæta jafnréttissjónarmiða og vinna að kynjasamþættingu í stefnumótun og ákvörðunum á öllum sviðum samfélagsins auk þess að gera bæði konum og körlum kleift að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf. Ein af þeim leiðum sem nefndar eru til að ná fram markmiði laganna er að bæta sérstaklega stöðu kvenna og auka möguleika þeirra í samfélaginu. Löggjafinn gerir því ráð fyrir að sum úrræði sem gripið er til nýtist konum fremur en körlum. Með hliðsjón af jafnréttissjónarmiðum og grundvallarreglum stjórnskipunarinnar er þó augljóst að slíkum úrræðum verður eingöngu beitt þegar nauðsyn krefur til og að rétta hlut kvenna þar sem á hefur hallað. Verður ekki séð að lög um orlof húsmæðra uppfylli þetta skilyrði enda fá húsfeður og eða ekklar ekki notið til jafns við konur þess orlofs sem lögin kveða á um. Ljóst má því telja að lög um orlof húsmæðra brjóta gegn lögum um jafna stöðu karla og kvenna og grundvallarreglum íslenskrar stjórnskipunnar.

Trausti Hjaltason (sign)
Elliði Vignisson (sign)
Hildur Sólveig Sigurðardóttir (sign)
Páll Marvin Sigurðardóttir (sign)
Birna Þórsdóttir (sign)

Liður 3 var samþykktur með fimm atkvæðum. Trausti Hjaltason og Birna Þórsdóttir greiddu atkvæði á móti.

Liðir 1,2 og 4 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

 

   

7.  

201711006F - Fræðsluráð nr. 300 frá 21. nóvember s.l.

 

Liðir 1-7 liggja fyrir til staðfestingar.

 

Liðir 1 - 7 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

 

   

8.  

201711008F - Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja nr. 276 frá 21. nóvember s.l.

 

Liður 2, Breyting á deiliskipulagi á hafnarsvæði H-2, stækkun svæðis, liður 3, Skólavegur 7, umsókn um byggingarleyfi og liður 13, afgreiðslur byggingarfulltrúa ligguja fyrir til umræðu og staðfestingar.
Liðir 1, og 4-12 liggja fyrir til staðfestingar.

 

Liður 2 var samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.

Við umræðu á lið númer 3, Skólavegur 7, umsókn um byggingarleyfi tóku til máls Stefán Óskar Jónasson og Elliði Vignisson.
Liður 3 var samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.

Við umræðu á lið númer 13, afgreiðslur byggingarfulltrúa tóku til máls Stefán Óskar Jónasson, Elliði Vignisson, Trausti Hjaltason og Páll Marvin Jónsson.
Bókun
Undirritaður tekur fram að hann vill styðja bókun Georgs Eiðs Arnarssonar
Stefán Óskar Jónasson (sign)
Liður 13 var samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum

Liðir 1, og 4-12 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

 

   

9.  

201711005F - Framkvæmda- og hafnarráð Vestmannaeyja nr. 210 frá 22. nóvember s.l.

 

Liðir 1-5 liggja fyrir til staðfestingar.

 

Liðir 1-5 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

 

   

10.  

201711009F - Fjölskyldu- og tómstundaráð nr. 201 frá 22. nóvember s.l.

 

Liðr 1-3 og 5-8 liggja fyrir til staðfestingar.
Liður 4 liggur fyrir til kynningar.

 

Liðir 1-3 og 5-8 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

 

   

11.  

201711013F - Bæjarráð Vestmannaeyja nr. 3063 frá 5. desember s.l.

 

Liður 1, Viljayfirlýsing ríksins og Vestmannaeyjabæjar um að gera samning um ferjusiglingar á milli Vestmannaeyja og lands liggur fyrir til umræðu og staðfestingar.
Liðir 2-7 liggja fyrir til staðfestingar.

 

Við umræðu um lið númer 1, viljayfirlýsing ríkisins og Vestmannaeyjabæjar um að gera samning um ferjusiglingar á milli Vestmannaeyja og lands, tóku til máls, Stefán Óskar Jónasson.
Liður 1 var samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum

Liðir 2-7 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

 

   

12.  

201712001F - Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja nr. 277 frá 11. desember s.l.

 

Liðir 1, endurskoðun Aðalskipulags Vestmannaeyja og liður 2, Vestmannabraut 46 b, umsókn um byggingarleyfi liggja fyrir til umræðu og staðfestingar.
Liðir 3-5 liggja fyrir til staðfestingar.

 

Við umræðu um lið númer 1, endurskoðun aðalskipulags Vestmannaeyja tóku til máls Páll Marvin Jónsson, Trausti Hjaltason, Hildur Sólveig Sigurðardóttir og Stefán Óskar Jónasson.
Liður 1 var samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.

Liður 2 var samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.

Liðir 3-5 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

 

   

13.  

201712004F - Bæjarráð Vestmannaeyja nr. 3064 frá 12. desember s.l.

 

Liðir 1-3 liggja fyrir til staðfestingar.

 

Liðir 1-3 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

 

   

 

 

 

 

                                                                                           

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 20.11

 

 

 

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159