11.12.2017

Umhverfis- og skipulagsráð - 277

 
Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja - 277. fundur haldinn í fundarherbergi Umhverfis- og framkvæmdasviðs, 11. desember 2017 og hófst hann kl. 16:05
 
 
Fundinn sátu:
Margrét Rós Ingólfsdóttir formaður, Kristinn Bjarki Valgeirsson aðalmaður, Ingólfur Jóhannesson aðalmaður, Esther Bergsdóttir aðalmaður, Georg Eiður Arnarson aðalmaður, Sigurður Smári Benónýsson starfsmaður sviðs og Ólafur Þór Snorrason framkvstj.sviðs.
 
Fundargerð ritaði: Sigurður Smári Benónýsson, skipulags-og byggingarfulltrúi
 
 
Dagskrá:
 
1. 201503032 - Endurskoðun Aðalskipulags Vestmannaeyja.
Vinnuhópur Vestmannaeyjabæjar um endurskoðun aðalskipulags og skipulagsráðgjafar Atla ehf. leggja fram tillögu aðalskipulags til næstu 20 ára. Tillagan hefur verið kynnt fyrir hagsmunaaðilum og kynningin auglýst skv. ákvæðum 30. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan sem samanstendur af greinargerð, umhverfisskýrslu, þéttbýlisuppdrætti og sveitarfélagsuppdrætti er lögð fyrir Skipulagsráð.
 
Skipulagsráð leggur til við Bæjarstjórn að tillagan verði auglýst skv. ákvæðum 31. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010.
 
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.
 
 
 
2. 201712011 - Vestmannabraut 46B. Umsókn um byggingarleyfi
Ragnar Gíslason og Unnur Guðgeirsdóttir sækja um byggingarleyfi fyrir einbýlishúsi sbr. innsend gögn. Húsið er steinsteypt á einni hæð með áfastri bílgeymslu, þakið er 20°risþak og nýtingarhlutfall á lóð 0,55. Eitt bílastæði er innan lóðar. Ragnar og Unnur taka við lóðinni af Geirfuglaskeri ehf. sem afsalaði lóðinni þann 5 des. sl.
 
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að gögn verði kynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
 
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.
 
 

3. 201711070 - Vestmannabraut 36. Umsókn um breytta notkun.
Gunnar Ingi Gíslason fh. Smartey ehf. sækir um leyfi fyrir að breytta notkun á rými 0101 úr verslunarhúsnæði í orlofsíbúðir sbr. innsend gögn. Fyrir liggur samþykki meðeigenda.
 
Erindi samþykkt.
 
 
 
4. 201712010 - Strandvegur 63. Umsókn um ljósaskilti.
Arnheiður Leifsdóttir fh. TM hf. sækir um leyfi fyrir tveimur ljósaskiltum sbr. innsend gögn.
 
Erindi samþykkt.
 
 
 
5. 201712027 - Umferðarmál
Skipulagsfulltrúi leggur fyrir ráðið umsagnir umferðarhóps frá 4. des. sl. Umferðarhópur fjallaði ma. um umferðarbreytingar á miðsvæði, fjölgun gangbrauta á Helgafellsbraut, umferðarbreytingar á Eiði, svæði fyrir stór farartæki og bílastæði á Vestmannabraut.
 
Ráðið samþykkir tillögur umferðarhóps og felur skipulags-og byggingarfulltrúa framgang málsins í samræmi við umræður á fundinum.
 
 
 
 
 
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:55
 
Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159