06.12.2017

Stjórn Náttúrustofu Suðurlands -

 
 Náttúrustofa Suðurlands   -

Fundargerð

Stjórnarfundur í Náttúrustofu Suðurlands  - NS- 6. desember 2017, kl. 15.00

Fundurinn er haldinn  fundarsal á 3ju hæð  í  húsnæði Þekkingarseturs Vm.  Strandvegi  50 Vm. Mættir voru: Rut Haraldsdóttir, (RH) form.,  Arnar Sigurmundsson(AS)  og Stefán Ó. Jónasson.(SÓJ)  Á fundinn mættu einnig,  Ingvar Atli Sigurðsson, (IAS)  forstöðumaður NS og Páll Marvin Jónsson, (PMJ) framkvæmdastjóri ÞSV.

 

1.     Fjárhagsleg staða NS.

Farið var yfir fjárhagsstöðu Náttúrustofunnar og kom þar fram að ekki er von á að tekjur aukist á árinu umfram fyrri áætlanir  og því ljóst að umtalsverður rekstrarhalli verður á NS árið 2017.

 

2.     Samningur  Umhverfisráðuneytis við Náttúrustofu Suðurlands

Erindi frá Umhverfis-og auðlindaráðuneytinu dags. 14. nóv. s.l. þar sem fram kemur að ekki næst að endurskoða samninga um rekstur náttúrustofa  sem renna út í árslok 2017.  Leggur ráðuneytið til við Vestmannaeyjabæ að framlengja gildistíma viðkomandi samnings vegna Náttúrustofu Suðurlands um eitt ár eða til ársloka 2018.

Bæjarráð fjallaði um erindið á fundi sínum 21. nóvember s.l. og gerði svohljóðandi bókun:

 

Bæjarráð vekur athygli á því að það stefnir í það að Náttúrustofa Suðurlands verði rekin með halla í ár. Framlenging á núverandi samningi í óbreyttri mynd merkir að gera þarf breytingar á rekstri NS þannig að fyrirhugað rekstrarframlag af fjárlögum og mótframlag Vestmannaeyjabæjar sem og aðrar verkefnabundnar tekjur NS dugi fyrir rekstrinum.
Bæjarráð óskar eftir því að stjórn NS fjalli um málið og leggi fram drög að breytingum á rekstri NS þannig að útgjöldin verði ekki umfram rekstrarframlögin og aðrar tekjur.

Stjórn NS tekur undir ályktun bæjarráðs og  ef  fjárveitingar á fjárlögum ríkissjóðs til NS 2018  verða  nær óbreyttar eins og fram kemur í erindi ráðuneytisins þá er ljóst að fjárveitingar ásamt framlagi Vm.bæjar og þjónustutekjur  duga ekki til reksturs og launakostnaðar  starfsmanna NS. Þarf því að taka þá erfiðu ákvörðun að fækka eða skera verulega niður útgjöld vegna  launakostnaðar ofl.til að ná  koma tekjum og útgjöldum í jafnvægi.

Fram kom í umræðu á fundinum að lausir kjarasamningar og flutningur í nýtt húsnæði á nýju ári muni óhjákvæmilega leiða til enn frekarari hallareksturs á árinu 2018. Stjórn Náttúrustofu Suðurlands metur það svo að ef ekki fæst aukið framlag sem nemur a.m.k. 6,5 millj.kr.  til reksturs vegna ársins 2018 þá verði ekki undan því vikist að grípa til uppsagna til að lækka launakostnað sem er um 86% af heildartekjum NS

Í ljósi þess að fjárlagafrumvarp 2018 verður lagt fram á Alþingi þann 14. des. n.k. telur stjórn NS  rétt eftir atvikum  að bíða með frekari ákvörðun, en boða þess í stað  til stjórnarfundar á ný eftir fjárlagafrumvarpið hefur verið lagt fram og á þeim fundi mun verða tekin  ákvörðun um framhaldið.

 

3.     Framtíðarhorfur á rekstri og verkefnum NS.

Rædd staða verkefna og tækifæri til að sækja ný verkefni til stofunnar. Samkvæmt uppl. frá forstöðumanni eru engin ný verkefni í augsýn  enda tími starfsmanna NS bundinn að töluverðu leyti í vinnu við vöktun og rannsóknir á lundastofni landsins. Jafnframt hefur það verið ljóst í langan tíma að tekjur af þessum rannsóknum hafa ekki dugað fyrir útlögðum launakostnaði.Stjórnarmenn hvöttu því til þess að meiri vinna væri sett í að leita nýrra verkefna og þá t.d. skoða möguleika á að taka að sér að framkvæma umhverfismat og að sækja í verkefni sem skilað geta auknum tekjum til reksturs.

 

 

Fundi slitið kl. 16:10

Fundarritari

Páll Marvin Jónsson

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159