05.12.2017

Bæjarráð - 3063

 
 Bæjarráð Vestmannaeyja - 3063. fundur

 

haldinn Fundarsal að Bárustíg 15 efri hæð.,

5. desember 2017 og hófst hann kl. 12.00

 

 

Fundinn sátu:

Páll Marvin Jónsson formaður, Elliði Vignisson bæjarstjóri, Trausti Hjaltason aðalmaður og Stefán Óskar Jónasson aðalmaður.

 

Fundargerð ritaði:  Rut Haraldsdóttir, framkvæmdastjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs

 

 

 

Dagskrá:

 

1.  

201710071 - Viljayfirlýsing ríkisins og Vestmannaeyjabæjar um að gera samning um ferjusiglingar á milli Vestmannaeyja og lands.

 

Upplýsingafundur um mögulega yfirtöku Vestmannaeyjabæjar á rekstri Herjólfs.

 

Bæjarráð ræddi upplýsingafund um mögulega yfirtöku Vestmannaeyjabæjar á rekstri Herjólfs. Fundurinn tókst í alla staði vel. Hann sóttu um 80 manns og til viðbótar hafa um 1500 manns horft á hann á Facebooksíðu Vestmannaeyjabæjar, en fundurinn var sendur út í beinni og upptaka aðgengileg.
Bæjarráð þakkar framsögumönnum og öðrum þátttakendum fyrir aðkomu að fundinum.

 

   

2.  

201711083 - Dagvistun í heimahúsum - niðurgreiðslur

 

Framhald 6. máli 300. fundar fræðsluráðs Vestmannaeyja.

 

Bæjarráð samþykkir að gert verði ráð fyrir að auka niðurgreiðslu vegna dagvistunar í heimahúsum um 50% í samræmi við afgreiðslu fræðsluráðs.

 

   

3.  

201711094 - Afskriftir opinberra gjalda

 

Erindi frá Sýslumanninum í Vestmannaeyjum nr. 28. nóvember s.l. þar sem óskað er eftir afskriftum á kröfum, m.a. vegna búsetu erlendis, árangurslaus fjárnáms og fyrndum kröfum.
Heildarupphæð sem lagt er til að afskrifa er með dráttarvöxtum kr. 4.667.725

 

Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi afskriftir á óinnheimtanlegum opinberum gjöldum frá Sýslumanninum í Vestmannaeyjum

 

   

4.  

201711078 - Beiðni um samstarfssamning Vestmannaeyjabæjar við Markaðsstofu Suðurlands

 

Erindi frá Markaðsstofu Suðurlands dags. 15. nóvember s.l.
þar sem óskað er eftir samstarfssamningi Vestmannaeyjabæjar við Markaðsstofu Suðurlands.

 

Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna málið áfram í samstarfi við félag ferðaþjónustuaðila í Vestmannaeyjum

 

   

5.  

201711080 - Beiðni um umsögn vegna umsóknar um tækifærisleyfi vegna lokaballs FÍV

 

Erindi frá Sýslumanninum í Vestmannaeyjum dags. 24. nóvember s.l.

 

Bæjarráð veitir jákvæða umsögn að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.

Bæjarráð staðfestir jákvæða umsögn frá skipulags- og byggingarfulltrúa að starfssemin sé í samræmi við byggingarleyfi og skipulagsskilmála og að lokaúttekt hafi farið fram á húsnæðinu.
Staðfestir jákvæða umsögn heilbrigðisfulltrúa heilbrigðiseftirlits suðurlands að starfsemin sé í samræmi við ákvæði laga um hollustuhætti og mengunarvarnir, laga um matvæli og mat heilbrigðisnefndar á grenndaráhrifum starfseminnar, þ.m.t. hljóðvistar ef við á.
Staðfestir jákvæða umsögn slökkviliðsstjóra að kröfum um brunavarnir sé fullnægt samkvæmt mati slökkviliðs.

Umsögn þessi er háð ríkri kröfu um frágang og snyrtimennsku og áskilur bæjarráð sér rétt til að láta þrífa umhverfi samkomustaðarins á kostnað rekstraraðila ef þörf krefur.

 

   

6.  

201711079 - Stuðningur við Snorraverkefnið 2018

 

Erindi frá Snorrahópnum dags. 20. nóvember s.l. þar sem óskað er eftir því að Vestmannaeyjabær leggi verkefninu lið með 120.000 kr. styrk.

 

Erindið rúmast ekki innan fjárhagsáætlunar og því getur bæjarráð ekki orðið við beiðninni

 

   

7.  

200708078 - Trúnaðarmál lögð fyrir bæjarráð

 

Afgreiðsla trúnaðarmáls var færð í sérstaka trúnaðarmálafundargerðarbók.

 

   

 

 

 

 

                                                                                           

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 13.00

 

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159