22.11.2017

Framkvæmda- og hafnarráð - 210

 
 Framkvæmda- og hafnarráð Vestmannaeyja - 210. fundur

 

haldinn í fundarherbergi Umhverfis- og framkvæmdasviðs,

22. nóvember 2017 og hófst hann kl. 16.45

 

 

Fundinn sátu:

Sigursveinn Þórðarson formaður, Jarl Sigurgeirsson aðalmaður, Sæbjörg Snædal Logadóttir aðalmaður, Stefán Óskar Jónasson aðalmaður og Davíð Guðmundsson varamaður.

 

Fundargerð ritaði:  Ólafur Þór Snorrason, framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs

 

 

 

Dagskrá:

 

1.  

201711050 - Fjárhagsáætlun Vestmannaeyjahafnar 2018

 

Fyrir lá fjárhagsáætlun Hafnarsjóðs Vestmannaeyja 2017 eins og hún var afgreidd við fyrri umræðu í bæjarstjórn. Rekstrartekjur eru áætlaðar 385 milljónir króna og rekstrarniðurstaða eftir fjármagnsliði verði um 41 milljón króna.

 

Ráðið samþykkir fyrirliggjandi fjáhagsáætlun fyrir árið 2018 og vísar henni til síðari umræðu í bæjarstjórn.

 

   

2.  

201710082 - Erindi frá samtökum ferðaþjónustunnar vegna farþegagjalda

 

Fyrir liggur svarbréf Vestmannaeyjahafnar vegna fyrirspurnar Samtaka ferðaþjónustunnar varðandi farþegagjöld.

 

Ráðið samþykkir fyrirliggjandi bréf og felur framkvæmdastjóra að svara bréfritara.

 

   

3.  

201711027 - Hjólaskófla fyrir Þjónustumiðstöð

 

Hjólaskófla Þjónustumiðstöðvar er alvarlega biluð og mikill kostnaður við að gera við hana. Hjólaskóflan er árgerð 1973 og hefur þjónað Vestmannaeyjabæ síðan í gosi. Ekki er talið forsvaranlegt að ráðast í viðgerðir þar sem þær eru kostnaðarsamar og ekki þess virði. Ný hjólaskófla og tilheyrandi búnaði kostar 18,5 milljónir.

 

Ráðið samþykkir að óska eftir við bæjarstjórn að gert verði ráð fyrir kaupum á hjólaskóflu í fjárhagsáætlun Vestmannaeyjabæjar fyrir árið 2018


 

 

   

4.  

201403012 - Framtíðarskipan sorpmála í Vestmannaeyjum

 

Ólafur Þór Snorrason fór yfir stöðu mála varðandi framtíðarskipan sorpmála í Vestmannaeyjum. Fram kom að fara þarf í mat á umhverfisáhrifum sorpbrennslu.

 

Framkvæmda- og hafnarráð samþykkir að láta fara fram mat á umhverfisáhrifum fyrirhugaðrar sorpbrennslu í Vestmannaeyjum.
Mikilvægt er að ráðist verði sem fyrst í framkvæmdir á neðra svæði. Nú þegar liggur fyrir að losa þarf um umtalsvert magn sorps og er starfsmönnum umhverfis og framkvæmdasviðs falið að hafa yfirumsjón með því verkefni. Mikilvægt er að haft verði samband við eigendur af því efni sem þar er geymt og þeim gefinn kostur á að losa um það, ellegar greiða geymslugjald.
Framkvæmda- og hafnarráð leggur það til við bæjarstjórn að gert verði ráð fyrir viðbótarfjármagni, allt að 120 milljónum króna í fjárhagsáætlun fyrir árið 2018 vegna uppsetningar á sorpbrennslu. Komið hefur fram að afgreiðslutími á slíkri stöð er allt að 18 mánuðir og gert er ráð fyrir útborgun upp á 20% af heildarkostnaði við pöntun.
Með þeim fyrirvara að mat á umhverfisáhrifum verði jákvætt verði þeir fjármunir tryggðir í fjárhagsáætlun 2018 til þess að verkefnið tefjist ekki enn frekar.
Framkvæmda- og hafnarráð óskar eftir fundi með framkvæmdastjóra Kubbs ehf. Á fundinum verður farið yfir sorphirðu í Vestmannaeyjum, þær framkvæmdir sem fyrirhugaðar eru á svæði Kubbs ehf. og um almenna umgengni um vinnusvæði félagsins.

 

   

5.  

201710080 - Eldur í safngryfju 29-10-2017

 

Framkvæmdastjóri fór yfir samskipti við rekstraraðila sorpflokkunarstöðvar og tryggingafélags Vestmannaeyjabæjar vegna bruna í sorpgryfju.

 

Ráðið þakkar upplýsingarnar og felur framkvæmdastjóra framgang málsins.

 

   

 

 

 

 

                                                                                           

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17.50

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159