22.11.2017

Fjölskyldu- og tómstundaráð - 201

 

 

Fjölskyldu- og tómstundaráð - 201. fundur

 

haldinn í fundarsal Ráðhúss,

22. nóvember 2017 og hófst hann kl. 16:15

 

 

Fundinn sátu:

Trausti Hjaltason formaður, Páll Marvin Jónsson aðalmaður, Sigurhanna Friðþórsdóttir aðalmaður, Guðjón Ragnar Rögnvaldsson 1. varamaður, Jón Pétursson framkvstj.sviðs, Guðrún Jónsdóttir starfsmaður sviðs og Margrét Rós Ingólfsdóttir starfsmaður sviðs.

 

Fundargerð ritaði:  Margrét Rós Ingólfsdóttir,

 

Sólrún Gunnarsdóttir deildarstjóri öldrunarmála og Guðrún Hlín Bragadóttir hjúkrunarforstjóri Hraunbúða sátu fundinn í 5. máli.

 

Dagskrá:

 

1.  

201701017 - Sískráning barnaverndarmála 2017

 

Sískráning barnaverndarmála í október 2017.

 

Í október barst 21 tilkynning vegna 17 barna. Mál 14 barna voru til frekari meðferðar.

 

   

2.  

200704150 - Fundargerð barnaverndar fyrir fjölskyldu- og tómstundaráð

 

Undir þessum lið er fjallað um öll erindi sem falla undir barnavernd og eru trúnaðarmál.

 

Fundargerð barnaverndar er færð í sérstaka trúnaðarmálabók.

 

   

3.  

200704148 - Fundargerð trúnaðarmála fyrir fjölskyldu- og tómstundaráð.

 

Undir þennan lið falla trúnaðarmál sem lögð eru fyrir ráðið og eru færð í sérstaka trúnaðarmálabók.

 

Fundargerð trúnaðarmála er færð í sérstaka trúnaðarmálabók.

 

   

4.  

201711061 - Fjárhagsáætlun 2018. Málaflokkar fjölskyldu- og tómstundaráðs.

 

Framkvæmdastjóri sviðs kynnir fjárhagsáætlun 2018 í þeim málaflokkum sem heyra undir sviðið.

 

Ráðið þakkar framkvæmdastjóra kynninguna.

 

   

5.  

200811057 - Hraunbúðir

 

Sólrún Gunnarsdóttir deildarstjóri öldrunarmála og Guðrún Hlín Bragadóttir hjúkrunarforstjóri Hraunbúða kynna starfsemi Hraunbúða

 

Á fundinn mættu Sólrún Gunnarsdóttir deildarstjóri öldrunarmála og Guðrún Hlín Bragadóttir hjúkrunarforstjóri Hraunbúða. Kynntu þær starfsemi Hraunbúða og þær breytingar sem hafa orðið á síðustu árum. Á Hraunbúðum eru 29 hjúkrunarrými, þar af eitt hvíldarrými auk 8 dvalarrýma. Að auki eru 10 dagdvalarrými sem dreifast á fleiri einstaklinga. Hraunbúðir bjóða einnig upp á heimsendan mat til eldri borgara sem búa heima fyrir.

Miklar breytingar hafa verið á Hraunbúðum, bæði á húsnæðinu og á starfseminni. Búið er að endurnýja allt bjöllukerfi innan stofnunarinnar, endurnýja dagdvölina, bæta aðstöðu til endurhæfingar og verið er að byggja deild fyrir fólk með heilabilunarsjúkdóma eða mjög þunga umönnunarþörf sem stefnt er að því að taka formlega í notkun á næstu vikum. Ýmsar breytingar hafa verið unnar varðandi gæðamál og verkferla sem tryggja þjónustu og auka framlög frá ríkinu til stofnunarinnar. Þá hefur verið teiknaður garður út frá sólskála nýju deildarinnar sem mun nýtast íbúum vel.

Þótt stefna ríkisins sé sú að einstaklingar búi heima fyrir sem lengst með tilheyrandi aðstoð mun eftirspurn eftir dvalar- og hjúkrunarrýmum aukast í framtíðinni. Fjölgun í aldurshópi fólks 67 ára og eldra er mikil. Hlutfallið í Vestmannaeyjum er um 14% sem er um 2% yfir landsmeðaltali en árið 2000 var hlutfallið 7,7%.

Fjölskyldu- og tómstundaráð þakkar starfsmönnum góða kynningu.

 

   

6.  

201610047 - Samstarfssamningur við ÍBV-íþróttafélag

 

Nýr samstarfssamningur við ÍBV-íþróttafélag kynntur

 

Fjölskyldu- og tómstundaráð fagnar nýjum samstarfssamningi á milli Vestmannaeyjabæjar og ÍBV-íþróttafélags.

ÍBV-íþróttafélag býður upp á skipulagt og öflugt íþróttastarf fyrir börn og unglinga undir leiðsögn vel menntaðra og hæfra leiðbeinenda þar sem forvarnargildi íþrótta er haft að leiðarljósi.

Mikill metnaður einkennir starf ÍBV-íþróttafélags sem sýnir sig m.a. í því að félagið á lið í efstu deild, karla og kvenna, bæði í handbolta og fótbolta en það er eftirtektarverður árangur.

Með framlagi frá Vestmannaeyjabæ er stutt við fjárhagslegan rekstrar- og starfsgrundvöll félagsins með samkomulagi um afnot íþróttamannvirkja og beinum fjárframlögum.

 

   

7.  

201711053 - Styrkbeiðni vegna reksturs Aflsins

 

Beiðni um fjárhagsaðstoð til þjónustu Aflsins- samtaka gegn kynferðis- og heimilisofbeldis á Norðurlandi

 

Fjölskyldu -og tómstundaráð getur ekki orðið við erindinu.

 

   

8.  

201711057 - Beiðni um fjárstuðning við forvarnarstarf SAMAN-hópsins 2017

 

Vestmannaeyjabær og SAMAN-hópurinn hafa í gegnum árin átt gott samstarf varðandi forvarnir og velferð barna.

Fjölskyldu- og tómstundaráð samþykkir fjárstuðning að upphæð 60.000 kr.

 

   

                                                                                           

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:15

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159