21.11.2017

Fræðsluráð - 300

 
 

Fræðsluráð - 300. fundur

 

haldinn í fundarsal Ráðhúss,

21. nóvember 2017 og hófst hann kl. 16:30

 

Fundinn sátu:

Hildur Sólveig Sigurðardóttir formaður, Sindri Haraldsson aðalmaður, Silja Rós Guðjónsdóttir aðalmaður, Birna Þórsdóttir aðalmaður, Sonja Andrésdóttir aðalmaður, Bjarni Ólafur Guðmundsson 3. varamaður, Jón Pétursson framkvstj.sviðs, Guðrún Sigríður Þorsteinsdóttir áheyrnarfulltrúi, Kolbrún Matthíasdóttir áheyrnarfulltrúi, Helga Sigrún Þórsdóttir áheyrnarfulltrúi, Drífa Gunnarsdóttir 1. varaforseti og Erlingur Birgir Richardsson áheyrnarfulltrúi.

 

Fundargerð ritaði:  Drífa Gunnarsdóttir, fræðslufulltrúi

 

 

 

Dagskrá:

 

1.  

201711028 - Samræmd próf 2017-2018

 

Skólastjóri GRV kynnti niðurstöður úr samræmdum prófum í 4. og 7. bekk. Niðurstöður sýna að árgangarnir eru yfir landsmeðaltali í stærðfræði og íslensku. Þá hækkar 7. bekkur töluvert í íslensku frá því í 4. bekk en lækkar aðeins í stærðfræði.

 

Fræðsluráð óskar GRV, starfsfólki og nemendum skólans innilega til hamingju með þennan góða árangur sem ber vott um það öfluga starf sem innan skólans er unnið.

 

   

2.  

201310060 - Starfsáætlun og skólanámskrá GRV

 

Starfsáætlun og skólanámskrá GRV lagðar fram. Skólastjóri kynnti helstu áherslur vetrarins, m.a. nýjar kennsluaðferðir í tengslum við upplýsingatækni, hegðunarmótun o.fl.

 

Fræðsluráð þakkar kynninguna.

 

   

3.  

201711056 - Fjárhagsáætlun 2018. Málaflokkar fræðslumála.

 

Framkvæmdastjóri sviðs kynnti fjárhagsáætlun málaflokka fræðslumála sem heyra undir fræðsluráð.

 

Fræðsluráð þakkar kynninguna.
Sérbókun frá Sonju Andrésdóttur, Eyjalista, um að í fjárhagsáætlun 2018 verði lagt meira fjármagn til skólans vegna tölvumála.

 

   

4.  

200805104 - Grunnskóli Vestmannaeyja. Úthlutun kennslustunda til skólastarfs

 

Framkvæmdastjóri sviðs kynnti áætlun um úthlutun til skólastarfs GRV skólaárið 2018-2019.

 

Í tillögu framkvæmdastjóra kom fram að áætlaður fjöldi nemenda skólaárið 2018-2019 verði 519 í 28 bekkjardeildum. Meðaltal í bekk er áætlað 18,5 nemendur. Heildarfjöldi kennslustunda til ráðstöfunar fyrir skólastjóra verður 1200. Innifalið í þessum 1200 kennslustundum á viku eru 1021 til almennar kennslustunda (þ.a. 20 til tónlistarkennslu), 129,8 kennslustundir í sérkennslu, 23 kennslustundir í íslensku sem annað mál og 26 kennslustundir sem viðbótarúthlutun vegna verkefna sem skólastjóri ákveður. Samtals gera þetta 46,2 stöðugildi kennara. Að auki hefur skólastjóri 55,4 klst á viku til bókasafnsstarfa og 26 klst á viku í gæslu vegna frímínúta- og hádegishlés.

Aðrar forsendur útreikninga á fjárhagsáætlun ganga út frá að önnur stöðugildi en kennara séu 37,2 þar af eru; 5 stg stjórnenda, 0,8 stg námsráðgjafa, 12 stg stuðningsfulltrúa, 1,5 stg þroskaþjálfa, 15 stg skólaliða, 1,7 stg ritara og 2 stg húsvarða. Stöðugildi til ráðstöfunar í GRV skólaárið 2018-2019 eru því um 85.

Heildarlaunakostnaður GRV rekstraárið 2016 var 610,3 milljónir, þar af var kennslukostnaður 431 milljónir. Heildarrekstrarkostnaður GRV árið 2016 var 809,9 milljónir. Heildarlaunakostnaður GRV á þessu ári stefnir í að vera 673 milljónir, þar af kennslukostnaður 477 milljónir.
Fræðsluráð staðfestir fyrirlagða áætlun og vísar henni til fjárhagsáætlunargerðar.

 

   

5.  

201710081 - Ályktun vegna annars starfs skólastjóra GRV

 

Minnisblað Jóns Péturssonar framkvæmdastjóra sem fjallað var um í bæjarráði þann 9. nóvember sl. lagt fram til kynningar.

 

Fræðsluráð þakkar kynninguna.

 

   

6.  

201105032 - Dagvistun í heimahúsum

 

Niðurgreiðslur vegna daggæslu í heimahúsum

 

Þjónusta dagforeldra er veigamikill hornsteinn að þjónustu við börn og barnafjölskyldur í Vestmannaeyjum. Í gegnum tíðina hefur sveitarfélagið átt því láni að fagna að þjónusta dagforeldra hefur verið afar vönduð og þjónustan mikil. Hjá Vestmannaeyjabæ ríkir því einlægur vilji til að viðhalda þeirri þjónustu í samstarfi við foreldra og dagforeldra.

Í dag liggur fyrir að mismunur á kostnaði vegna vistunar barna hjá dagforeldrum annars vegar og á leikskóla hins vegar hefur aukist mikið undanfarið m.a. vegna ákvörðunar ráðsins um að lækka leikskólagjöld. Fræðsluráð telur brýnt að til að mæta þessu verði framlög Vestmannaeyjabæjar með börnum, sem njóta þjónustu dagforeldra, aukin verulega og samþykkir því, með fyrirvara um samþykki bæjarráðs, að upphæð niðurgreiðslu vegna dagvistunar í heimahúsum hækki um 50% frá því sem er í dag og að hækkunin taki gildi frá og með 1. janúar 2018. Áfram verður miðað við að greitt sé fyrir 7,5 mánaðarklukkustundir að hámarki. Með þessari hækkun er verið að létta greiðslubyrði nýbakaðra foreldra vegna dagvistunar í heimahúsum með því að færa greiðslur nær þeim kostnaði sem er fyrir barn á leikskóla þótt vissulega sé gjaldskrá dagforeldra ákveðin af þeim sjálfum án aðkomu Vestmannaeyjabæjar. Niðurgreiðsla fyrir mánaðarklukkustund er 4.706 kr fyrir foreldra í sambúð en fer í 7.059 kr. Fyrir einstæða foreldra er niðurgreiðslan 5.430 kr en fer í 8.145 kr. Ráðið felur framkvæmdastjóra að leggja samþykkt fræðsluráðs fyrir bæjarráð.

 

   

7.  

201604034 - Heimagreiðslur

 

Breytingar á reglum um heimagreiðslur

 

Ráðið samþykkir eftirfarandi breytingu á 5. grein reglna Vestmannaeyjabæjar um heimagreiðslur sem tóku gildi 1. maí 2016: "Heimagreiðslur eru kr. 35.295 fyrir hvert barn og fást að hámarki greiddar í 11 mánuði á ári."

 

   
                                                                                   

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:30

 

 

 

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159