21.11.2017

Bæjarráð - 3062

 
 Bæjarráð Vestmannaeyja - 3062. fundur

 

haldinn Fundarsal að Bárustíg 15 efri hæð.,

21. nóvember 2017 og hófst hann kl. 12.00

 

 

Fundinn sátu:

Páll Marvin Jónsson formaður, Trausti Hjaltason aðalmaður og Stefán Óskar Jónasson aðalmaður.

 

Fundargerð ritaði:  Rut Haraldsdóttir, framkvæmdastjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs

 

 

 

Dagskrá:

 

1.  

201705039 - Rekstraryfirlit Vestmannaeyjabæjar 2017

 

Rekstraryfirlit janúar - september 2017, bæjarsjóður og samstæða.

 

Bæjarráð þakkar kynninguna og minnir á mikilvægi þess að áfram sé gætt aðhalds í rekstri sveitarfélagsins.

 

   

2.  

201612007 - Þjónustu- og samstarfssamningur vegna Náttúrustofu Suðurlands

 

Erindi frá Umhverfis-og auðlindaráðuneytinu dags. 14. nóvember s.l. þar sem fram kemur að ekki næst að endurskoða samninga um rekstur náttúrustofa, sem renna út nú í árslok. Leggur ráðuneytið til við Vestmannaeyjabæ að framlengja gildistíma viðkomandi samnings vegna Náttúrustofu Suðurlands um eitt ár eða til ársloka 2018.

 

Bæjarráð vekur athygli á því að það stefnir í það að Náttúrustofa suðurlands verði rekin með halla í ár. Framlenging á núverandi samningi í óbreyttri mynd merkir að gera þarf breytingar á rekstri NS þannig að fyrirhugað rekstrarframlag af fjárlögum og mótframlag Vestmannaeyjabæjar sem og aðrar verkefnabundnar tekjur NS dugi fyrir rekstrinum.
Bæjarráð óskar eftir því að stjórn NS fjalli um málið og leggi fram drög að breytingum á rekstri NS þannig að útgjöldin verði ekki umfram rekstrarframlögin og aðrar tekjur.

 

   

3.  

201711040 - Ósk um greiðslu vegna orlofssjóðs húsmæðra 2017

 

Erindi frá orlofsnefnd húsmæðra dags. 14. nóvember s.l. þar sem fram kemur að ekki hafi borist til þeirra greiðsla fyrir árið 2017 í orlofssjóð húsmæðra. Sótt er um greiðslu fyrir þetta ár.

 

Bæjarráð ítrekar fyrri bókanir að lög um orlof húsmæðra frá 1972 séu löngu úreld. Bæjarráð samþykkir að greiða orlofsnefnd kvennfélagsins Líknar greiðslu vegna ársins 2017. Skv. 11. gr. í lögum um orlof húsmæðra er orlofsnefndum skylt að senda viðkomandi sveitarfélagi skýrslu um starfsemi sína ásamt reikningum og óskar bæjarráð eftir þeirri skýrslu að lokinni orlofsferð.

 

   

4.  

200708078 - Trúnaðarmál lögð fyrir bæjarráð

 

Afgreiðsla trúnaðarmáls var færð í sérstaka trúnaðarmálafundargerð.

 

   

 

 

 

 

                                                                                           

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12.42

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159