05.10.2017

Framkvæmda- og hafnarráð - 208

 
 Framkvæmda- og hafnarráð Vestmannaeyja - 208. fundur
 
haldinn í fundarherbergi Umhverfis- og framkvæmdasviðs,
5. október 2017 og hófst hann kl. 16:30
 
 
Fundinn sátu:
Sigursveinn Þórðarson formaður, Jarl Sigurgeirsson aðalmaður, Sæbjörg Snædal Logadóttir aðalmaður, Sigurður Bragason aðalmaður, Stefán Óskar Jónasson aðalmaður og Ólafur Þór Snorrason framkvstj.sviðs.
 
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Snorrason, framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs
 
Andrés Þ Sigurðsson og Sigurður Smári Benónýsson sátu fundinn undir 1.máli.
Hafþór Halldórsson sat fundinn undir 3.máli
 
Dagskrá:
 
1. 201503032 - Endurskoðun Aðalskipulags Vestmannaeyja.
Sigurður Smári Benonýsson skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti vinnu við nýtt aðalskipulag Vestmannaeyja 2015ö-2035. Umhverfis- og skipulagsráð óskar jafnframt eftir umsögn framkvæmda- og hafnarráðs vegna fyrirhugðra skipulagsbreytinga á hafnarsvæði.
Ráðið leggur áherslu á að stórskipakantur við Eiði og í Skansfjöru verði hluti af nýju Aðalskipulagi Vestmannaeyja 2015-2035. Ráðið felur starfsmönnum að skila Umhverfis- og skipulagsráði umsögn í samræmi við umræður á fundinum.
 
 
2. 201709084 - Utanhússklæðning á sorpflokkunarstöð
Þann 25. september voru opnuð tilboð í utanhússklæðningu á sorpflokkunarstöð við Eldfellsveg.
Eitt tilboð barst frá Landsstólpa ehf og Skipalyftunni ehf. Tilboðið hljóðaði upp á 17.992.177 kr.
Verktími er febrúar til maí 2018.
Ráðið felur framkvæmdastjóra að ganga til samninga á grundvelli fyrirliggjandi tilboðs.
 
 
3. 201403012 - Framtíðarskipan sorpmála í Vestmannaeyjum
Hafþór Halldórsson verkefnastjóri fer yfir stöðu mála varðandi framtíðarskipan sorpmála. Fram kom að hakkari fer í fraktskip 20.október. Verktími á uppsetningu er ekki ákveðinn af hendi framleiðanda en undirbúningur er hafinn.
Ráðið þakkar kynninguna. Ráðið felur Sigursveini Þórðarsyni og Stefáni Jónassyni að leggja fram tillögur vegna fjárhagsáætlunargerðar fyrir árið 2018.
 
 
4. 201606074 - Dalhraun 3 - Hraunbúðir viðbygging
Fyrir liggja verkfundagerðir nr.17 frá 22.ágúst, nr.18 frá 5.september, nr.19 frá 19.september, og nr.20 frá 3.október vegna viðbyggingar við Hraunbúðir
Ráðið samþykkir fyrirliggjandi verkfundagerðir.
 
 
5. 201507048 - Barnaskóli, utanhússviðgerðir
Fyrir liggja verkfundagerðir nr.6 frá 12.ágúst, nr. 7 frá 6.september og nr.8 frá 21.september.
Ráðið samþykkir fyrriliggjandi verkfundagerðir.
 
 
 
 
 
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17.42
 
Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159