03.10.2017

Umhverfis- og skipulagsráð - 274

 
Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja - 274. fundur haldinn í fundarherbergi Umhverfis- og framkvæmdasviðs, 3. október 2017 og hófst hann kl. 16:05
 
Fundinn sátu:
Margrét Rós Ingólfsdóttir formaður, Kristinn Bjarki Valgeirsson aðalmaður, Ingólfur Jóhannesson aðalmaður, Esther Bergsdóttir aðalmaður, Georg Eiður Arnarson aðalmaður, Sigurður Smári Benónýsson starfsmaður sviðs og Ólafur Þór Snorrason framkvstj.sviðs.
 
Fundargerð ritaði: Sigurður Smári Benónýsson, skipulags-og byggingarfulltrúi
 
Kristinn Bjarki Valgeirsson vék af fundi í málum 6 og 11.
 
 
Dagskrá:
 
1. 201503032 - Endurskoðun Aðalskipulags Vestmannaeyja.
Tekin fyrir að nýju tillaga aðalskipulags, tillagan hefur verið kynnt og auglýst á vinnslustigi skv. ákvæðum Skipulagslaga nr. 123/2010.
 
Vinnuhópur um nýtt aðalskipulag hefur farið þess á leit við Umhverfis -og skipulagsráð að fá mat/umsögn Framkvæmda- og hafnarráðs Vestmannaeyja á þeim kostum sem eru uppi varðandi mögulega stórskipahöfn í Vestmannaeyjum.
 
 
 
2. 201709003 - Hásteinsvegur 14b. Umsókn um byggingarleyfi
Tekið fyrir að nýju erindi lóðarhafa að lokinni grenndarkynningu. Rafn Kristjánsson og Helga Dís Gísladóttir sækja um leyfi fyrir að byggja einbýlishús sbr. innsend gögn.
Eitt bréf barst ráðinu úr grenndarkynningu.
 
Ráðið vill benda bréfritara á að húsagerðir í hverfinu eru af ýmsum toga og getur ráðið ekki fallist á rök bréfritara um að nýbygging samræmist ekki ásýnd hverfisins. Þá má einnig benda á að eitt af meginmarkmiðum gildandi aðalskipulags er að fullnýta eldri íbúðarsvæði með þéttingu byggðar.
 
Ráðið samþykkir byggingaráform lóðarhafa og felur byggingarfulltrúa framgang erindis.
 
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.
 
 
 
3. 201709010 - Höfðaból. Umsókn um byggingarleyfi
Tekið fyrir að nýju erindi lóðarhafa að lokinni grenndarkynningu. Árni Johnsen sækir um leyfi fyrir viðbyggingu við eign 223-8228 sbr. innsend gögn. Fyrir liggur samþykki meðeigenda í fjöleignahúsi.
Eitt bréf barst ráðinu úr grenndarkynningu.
 
Umhverfis -og skipulagsráð hefur yfirfarið þær athugasemdir sem koma fram í innsendu bréfi. Ráðið getur ráðið ekki fallist á athugasemdir bréfritara um að viðbygging þrengi mjög að Suðurgarði, valdi sjónmengun, verði lýti í nánasta umhverfi né skerði verðgildi Suðurgarðs.
 
Ráðið samþykkir byggingaráform lóðarhafa og felur byggingarfulltrúa framgang erindis.
 
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.
 
 
 
4. 201708104 - Túngata 17. Umsókn um byggingarleyfi
Tekið fyrir að nýju erindi lóðarhafa að lokinni grenndarkynningu. Narfi Ísak Geirsson sækir um að byggja bílgeymslu við norð-vesturhorn lóðar. Fyrir liggur samþykki lóðarhafa aðliggjandi lóða.
 
Erindi samþykkt.
 
 
 
5. 201708110 - Hólagata 14. Umsókn um byggingarleyfi
Hafþór Snorrason sækir um leyfi fyrir stækkun á bílgeymslu sbr. innsend gögn. Fyrir liggur samþykki lóðarhafa Hólagötu 16.

Erindi samþykkt.
 
 
6. 201709048 - Kleifar. Umsókn um lóð
Þorsteinn Óli Sigurðsson f.h. Vinnslustöðvarinnar hf. sækir um lóð við neðri Kleifar. Áætlað er að nota lóðina sem geymslusvæði undir veiðarfæri uppsjávarskipa skv. bréfi dags. 18 sept. 2017.
 
Miðað við núverandi skipulag er ekki um lóð að ræða og því er umrætt svæði ekki til úthlutunar að svo stöddu. Ráðið felur starfsmönnum að ræða við umsækjanda.
 
 
 
7. 201707098 - Eyjabíó. Umsókn um skilti.
Axel Viðarsson f.h. Kvikmyndafélagsins ehf. sækir um leyfi fyrir skiltamerkingu fyrir ofan aðalinngang í Kviku sbr. innsend gögn.
 
Erindi samþykkt.
 

 
8. 201709047 - Heiðarvegur 46. Umsókn um byggingarleyfi
Geir Jón Þórisson eigandi fasteignar 218-3789 að Heiðarvegi 46 sækir um leyfi fyrir að einangra og klæða húsið með báru-áli. Fyrir liggur samþykki meðeigenda í fjöleignahúsi.
 
Erindi samþykkt.
 
 
 
9. 201709001 - Ræktunarlönd við Lyngfell.
Tekið fyrir að nýju. Magnús Kristinsson fh. Tungu ehf. sækir um beitarhólf nr. 14, 15, 16 og 17 í landi Lyngfells.
 
Ráðið samþykkir úthlutun túna og felur byggingafulltrúa að gera samning við Tungu ehf. í samræmi við nýja skilmála um túnasamninga.
 
 
 
10. 201708103 - Ræktunarland 2C
Tekið fyrir að nýju. Stefán Birgisson, Ingigerður Helgadóttir og Baldur Þór Bragason sækja um beitarhólf nr. 4,5 og 6 í Ræktunarlandi 2C.
 
Ráðið samþykkir úthlutun túna og felur byggingafulltrúa að gera samning við umsækjendur í samræmi við nýja skilmála um túnasamninga.
 
 
11. 201709085 - Hlíðarvegur 2. Fyrirspurn vegna lóðar.
Þorsteinn Óli Sigurðsson f.h. Vinnslustöðvarinnar hf. óskar eftir afstöðu ráðsins til stækkunar á lóð fyrirtækisins við Hlíðarveg 2 sbr. bréf dags. 4 sept. 2017.
 
Miðað við deiliskipulag sem samþykkt var fyrr á þessu ári er stækkun á umræddri lóð ekki inn á því skipulagi. Ráðið lýsir sig þó reiðubúið til þess að fara í viðræður við fyrirspyrjanda um hvernig megi nýta umrætt svæði á sem hagkvæmastan máta fyrir alla aðila.
 
 
 
12. 201710007 - Brimhólabraut 10. Umsókn um byggingarleyfi
Tekið fyrir erindi lóðarhafa Brimhólabraut 10. Sigurður Bragason sækir um leyfi fyrir stækkun á íbúðarhúsi og bílgeymslu sbr. innsend gögn.
 
Ráðið samþykkir með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð gögn verði grenndarkynnt. Að grenndarkynningu lokinni mun erindið verða tekið til afgreiðslu.
 
 
 
 
 
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:00
 
Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159