26.09.2017

Bæjarráð - 3057

 
 Bæjarráð Vestmannaeyja - 3057. fundur

 

haldinn Fundarsal að Bárustíg 15 efri hæð.,

26. september 2017 og hófst hann kl. 12.00

 

 

Fundinn sátu:

Páll Marvin Jónsson formaður, Elliði Vignisson bæjarstjóri, Trausti Hjaltason aðalmaður og Stefán Óskar Jónasson aðalmaður.

 

Fundargerð ritaði:  Rut Haraldsdóttir, framkvæmdastjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs

 

 

 

Dagskrá:

 

1.  

201708085 - Yfirtaka á rekstri Herjólfs

 

Fyrir bæjarráði lá afrit af bréfi Samgöngu- og sveitarstjórnarrráðuneytisins dags. 20. sept. Þar sem ráðuneytið fer þess á leit við Vegagerðina að stofnunin geri drög að samningi þar sem gert er ráð fyrir að rekstur nýrrar Vestmannaeyjaferju sé í höndum Vestmannaeyjabæjar. Óskað er eftir því að fyrstu drög að samningi liggi fyrir og verði kynnt ráðuneytinu þann 5. okt. nk.

 


Bæjarráð fagnar þessu skrefi og ítrekar vilja sinn til að axla ábyrgð í samgöngum milli lands og Eyja.
Til að annast samningagerð og veita bæjarstjórn og embættismönnum faglegan stuðning við undirbúning samþykkir bæjarráð að skipa þá Pál Guðmundsson útgerðarstjóra og Grím Gíslason vélstjóra, í undirbúningshóp. Þá samþykkir bæjarráð einnig að fela Lúðvík Bergvinssyni hjá Bonafide að veita lögfræðilega ráðgjöf vegna þessa og Yngva Harðarsyni hjá Analityca að veita rekstrarhagfræðilega ráðgjöf.
Bæjarráð samþykkir að við undirbúning á yfirtöku á rekstri ferjunnar skuli fulltrúar Vestmannaeyjabæjar ganga útfrá þegar samþykktri skilgreiningu bæjarstjórnar á þjónustuþörf samfélagsins og þar með talið að:

1.Fjöldi ferða: farnar verði allt að 8 ferðir í sumaráætlun og 6 ferðir í vetraráætlun.
2.Árstíðaráætlun: sumaráætlun gildi a.m.k. frá 1. maí til 1. okt.
3.Hátíðardagar: siglt verði alla daga ársins. Farnar verði amk. 2 ferðir jóladag og nýársdag og að lágmarki 4 ferðir aðra hátíðardaga.
4.Gjaldskrá: greidd verða sömu fargjöld fyrir farþega og einkabíla sama hvort siglt verður í Landeyjahöfn eða Þorlákshöfn. Ekki verði um hækkun að ræða fyrir þá sem notast við afsláttarfargjöld.
5.Vara skip: núverandi ferja verður áfram til taks og nýtt til dæmis ef upp koma bilanir eða viðhald.
6.Bókunarkerfi: tekið verður í notkun nýtt bókunarkerfi þar sem aukin áhersla verður lögð á hagsmuni heimamanna og fyrirtækja í Vestmannaeyjum. Þannig komi til að mynda til greina að taka frá pláss á bíladekki fyrir heimamenn.
7.Rekstrargjöld: framlög ríkisins ásamt tekjum hvers árs skulu standa undir kostnaði við rekstur. Allur mögulegur hagnaður af rekstrinum verði nýttur til að lækka fargjöld og auka þjónustu.
8.Að áhersla verði lög á markvissar rannsóknir á Landeyjahöfn með það að markmiði að tryggt verði nægt dýpi og innsiglingin bætt frá því sem nú er.

 

   

2.  

201707020 - Eignfærðar framkvæmdir 2017.

 

Breyting á eignfærðum framkvæmdum vegna verka sem ekki hafa komið til framkvæmda.

 

Fyrir bæjarráði lá minnisblað þar sem lagðar eru til breytingar á eignfærðum framkvæmdum þar sem fyrir liggur að ýmis verk hafa ekki komið til framkvæmda vegna verkstöðu iðnaðarmanna og fyrirtækja.
Bæjarráð samþykkir að gera þær breytingar á fjárhagsáætlun sem lagðar eru til í minnisblaðinu enda flýtir það fyrir verklegum framkvæmdum sem þegar er hægt að ráðast í. Breytingin hefur ekki áhrif á fjárhagsáætlun til hækkunar heldur eingöngu tilflutningur milli bókhaldslykla í samræmi við væntanlega fjárfestingu.

 

   

3.  

201709068 - Vinarbæjarheimsókn Götu íbúa í Færeyjum til Vestmannaeyja 29.09.-02.10.2017

 

Erindi frá Blítt og létt hópnum þar sem óskað er eftir 500.000 kr. styrk frá Vestmannaeyjabæ til að taka á móti 70 manna hópi Frá Götu í Færeyjum.

 

Bæjarráð samþykkir styrkja móttökuna um 500.000 kr.

 

   

 

 

 

 

                                                                                           

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 13.00

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159