04.09.2017

Umhverfis- og skipulagsráð - 273

 
Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja - 273. fundur haldinn í fundarherbergi Umhverfis- og framkvæmdasviðs, 4. september 2017 og hófst hann kl. 16:05
 
 
Fundinn sátu:
Margrét Rós Ingólfsdóttir formaður, Ingólfur Jóhannesson aðalmaður, Esther Bergsdóttir aðalmaður, Georg Eiður Arnarson aðalmaður, Theodóra Ágústdóttir varamaður og Sigurður Smári Benónýsson starfsmaður sviðs.
 
Fundargerð ritaði: Sigurður Smári Benónýsson, skipulags-og byggingarfulltrúi
 
Georg Eiður Arnarson vék af fundi í máli 2.
 
Dagskrá:
 
1. 201503032 - Endurskoðun Aðalskipulags Vestmannaeyja.
Tillaga á vinnslustigi var kynnt og auglýst skv. ákvæðum Skipulagslaga nr. 123/2010 á tímabilinu 17. maí til 21. júní 2017. Alls bárust sextán bréf við auglýsta tillögu, ýmist með ábendingum eða athugasemdum.
 
Ráðið þakkar kynninguna og felur vinnuhópi aðalskipulags að vinna úr innsendum bréfum í samvinnu við skipulagsráðgjafa.
 
 
 
2. 201702027 - Endurskoðun miðbæjarskipulags.
Tekið fyrir að nýju breytingartillaga af deiliskipulagi Miðbæjar frá 2005. Tillagan var kynnt á vinnslustigi skv. ákvæðum Skipulagslaga nr. 123/2010. Alls bárust ráðinu fjögur bréf við tillöguna.
 
Ráðið þakkar bréfriturum fyrir athugasemdirnar og áhuga á málinu. Ráðið felur formanni ráðsins og Skipulagsfulltrúa að vinna áfram að breytingartillögu deiliskipulags í samvinnu við skipulagsráðgjafa.
 
 
 
3. 201707091 - Goðahraun 1. Umsókn um byggingarleyfi
Lögð fram tillaga að breytingum á verslunarhúsnæði að Goðahrauni 1 að lokinni grenndarkynningu. Engilbert Ómar Steinsson fh. húseigenda sækir um breytta notkun á eignarhluta 218-3535. Sótt er um leyfi fyrir að breyta verslunarrými í gistiheimili sbr. innsend gögn.
 
Ráðið samþykkir breytingar á húsnæði og breytta notkun úr verslunarrými í gistirými í skammtímaleigu fyrir ferðamenn.
 
 
 
4. 201709003 - Hásteinsvegur 14b. Umsókn um byggingarleyfi
Tekið fyrir erindi lóðarhafa. Rafn Kristjánsson og Helga Dís Gísladóttir sækja um leyfi fyrir að byggja einbýlishús sbr. innsend gögn.
 
Ráðið samþykkir með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð gögn verði grenndarkynnt. Að grenndarkynningu lokinni mun erindið verða tekið til afgreiðslu.
 
 
 
5. 201708104 - Túngata 17. Umsókn um byggingarleyfi
Narfi Ísak Geirsson sækir um að byggja bílgeymslu við norð-vesturhorn lóðar. Fyrir liggur samþykki lóðarhafa aðliggjandi lóða.
 
Ráðið samþykkir með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð gögn verði grenndarkynnt. Að grenndarkynningu lokinni mun erindið verða tekið til afgreiðslu.
 
 

6. 201708113 - Skólavegur 40. Umsókn um byggingarleyfi
Hafþór Halldórsson fh. Vestmannaeyjabæjar sækir um leyfi fyrir viðbyggingu við Barnaskóla Ve. sbr. innsend gögn.

Ráðið samþykkir byggingaráform lóðarhafa og felur byggingarfulltrúa framgang málsins.
 
 
 
7. 201708111 - Bessahraun 7. Umsókn um lóð
Einar Jóhann Jónsson og Heba Rún Þórðardóttir sækja um einbýlishúsalóð nr. 7 í Bessahrauni.
 
Ráðið samþykkir að úthluta lóð skv. deiliskipulagi. Umsækjandi skal skv. ákvæðum Mannvirkjalaga nr. 160/2010 skila fullnægjandi hönnunargögnum fyrir 1. mars 2018.
 
 
 
8. 201708112 - Ofanleitisvegur 19. Umsókn um lóð
Hrönn Sigurjónsdóttir sækir um lóð nr. 19 í frístundahúsabyggð við Ofanleiti. Þá afsalar umsækjandi sér lóð nr. 2 sem úthlutuð var þann 27 júlí sl.
 
Ráðið samþykkir að úthluta lóð skv. deiliskipulagi. Umsækjandi skal skv. ákvæðum Mannvirkjalaga nr. 160/2010 skila fullnægjandi hönnunargögnum fyrir 1. mars 2018.
 
 
 
9. 201708106 - Ofanleitisvegur 22. Umsókn um lóð
Sveinn Henrysson fh. Vaðhóls ehf. sækir um lóð nr. 22 í frístundahúsabyggð við Ofanleiti.
 
Ráðið samþykkir að úthluta lóð skv. deiliskipulagi. Umsækjandi skal skv. ákvæðum Mannvirkjalaga nr. 160/2010 skila fullnægjandi hönnunargögnum fyrir 1. mars 2018.
 
 
 
10. 201708103 - Ræktunarland 2C
Stefán Birgisson, Ingigerður Helgadóttir og Baldur Þór Bragason sækja um beitarhólf nr. 4,5 og 6 í Ræktunarlandi 2C.
 
Erindi frestað. Ráðið felur skipulags -og byggingarfulltrúa að vinna lóðarblöð og leggja fyrir næsta fund ráðsins.
 
 
11. 201709001 - Ræktunarlönd við Lyngfell.
Magnús Kristinsson fh. Tungu ehf. sækir um beitarhólf nr. 14, 15, 16 og 17 í landi Lyngfells.
 
Erindi frestað. Ráðið felur skipulags -og byggingarfulltrúa að vinna lóðarblöð og leggja fyrir næsta fund ráðsins.
 
 
12. 201706012 - Umhverfisviðurkenningar 2017
Umhverfisverðlaun Vestmannaeyja 2017 voru afhent í ágúst. Valið fór í ár fram með þeim hætti að ábendinga var óskað frá bæjarbúum og dómnefnd frá Vestmannaeyjabæ og Rótarý yfirfór síðan þær tilnefningar sem komu.
Viðurkenningarhafar árið 2017 eru:
Snyrtilegasta fyrirtækið var valið Grímur kokkur.
Snyrtilegasti garðurinn var valinn Hrauntún 47, eigendur eru Halla Svavarsdóttir og Ólafur Einarsson.
Snyrtilegasta eignin var valin Höfðavegur 45, eigendur eru Kristín Finnbogadóttir og Ingibergur Einarsson.
Vel heppnaðar endurbætur var valin eignin að Illugagötu 31, eigendur eru Sigríður Elín Guðmundsdóttir og Haukur Guðjónsson.
Snyrtilegasta gatan var valin Illugagata.
 
Umhverfis- og skipulagsráð óskar þeim sem viðurkenningu hlutu til hamingju.
 
 
13. 201709010 - Höfðaból. Umsókn um byggingarleyfi
Árni Johnsen sækir um leyfi fyrir viðbyggingu við eign 223-8228 sbr. innsend gögn. Fyrir liggur samþykki meðeigenda í fjöleignahúsi.
 
Ráðið samþykkir með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð gögn verði grenndarkynnt. Að grenndarkynningu lokinni mun erindið verða tekið til afgreiðslu.
 
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:45
 
 
Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159