27.07.2017

Umhverfis- og skipulagsráð - 271

 
Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja - 271. fundur haldinn í fundarherbergi Umhverfis- og framkvæmdasviðs, 27. júlí 2017 og hófst hann kl. 16:05
 
 
Fundinn sátu:
Margrét Rós Ingólfsdóttir formaður, Ingólfur Jóhannesson aðalmaður, Esther Bergsdóttir aðalmaður, Georg Eiður Arnarson aðalmaður, Sigurður Smári Benónýsson starfsmaður sviðs og Ólafur Þór Snorrason framkvstj.sviðs.
 
Fundargerð ritaði: Sigurður Smári Benónýsson, skipulags-og byggingarfulltrúi
 
 
 
Dagskrá:
 
1. 201706014 - Breyting á deiliskipulagi á hafnarsvæði H-2, stækkun svæðis.
Lögð fram breytingartillaga deiliskipulags sem unnin er af skipulagshönnuðum Alta ehf. Tillagan gerir ráð fyrir að mörk skipulagssvæðið nái yfir lóð Olíudreifingar ehf. Eiði 2, að skipulagsmörkum Eiði 1. Breytingartillagan var kynnt og auglýst á vinnslustigi í samræmi við ákvæði skipulagslaga.
 
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
 
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.
 
 
 
2. 201707065 - Borun rannsóknarholu í Surtsey
Magnús Tumi Guðmundsson f.h. Raunvísindastofnunar Háskóla Íslands sækir um framkvæmdaleyfi fyrir tveimur borholum í Surtsey sbr. innsend gögn. Áformað er að taka tvo borkjarna, 210 m langan lóðréttan kjarna auk kjarna úr 300 m langri skáholu.
Fyrir liggur samþykki Umhverfisstofnunar, Heilbrigðiseftirlits Suðurlands og afgreiðsla Skipulagsstofnunar.
 
Ráðið samþykkir erindið.
Framkvæmdaleyfisgjald kr. 81.411 sbr. gjaldskrá nr. 100/2017. Afgreiðsla þessi er skv. reglugerð nr. 772/2012.
 
 
 
3. 201707091 - Goðahraun 1. Umsókn um byggingarleyfi
Engilbert Ómar Steinsson fh. húseigenda sækir um breytta notkun á eignarhluta 218-3535. Sótt er um leyf fyrir að breyta verslunarrými í gistiheimili sbr. innsend gögn.
 
Ráðið samþykkir með tilvísan til 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð gögn verði grenndarkynnt. Að grenndarkynningu lokinni mun erindið verða tekið til afgreiðslu.
 
 
 
4. 201707021 - Sóleyjargata 6. Umsókn um byggingarleyfi
Tekið fyrir erindi lóðarhafa. Halldór Björgvinsson sækir um leyfi fyrir stækkun á bílgeymslu sbr. innsend gögn.
Fyrir liggur samþykki lóðarhafa aðliggjandi lóða.
 
Erindi samþykkt.
 
 
 
5. 201707055 - Túngata 1. Umsókn um byggingarleyfi
Tekið fyrir erindi lóðarhafa. Stefán Örn Jónsson sækir um leyfi fyrir stækkun á bílgeymslu sbr. innsend gögn.
Fyrir liggur samþykki lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Erindi samþykkt.
 
 
 
6. 201707022 - Ofanleitisvegur 2. Umsókn um lóð
Hrönn Sigurjónsdóttir sækir um lóð nr. 2 í frístundahúsabyggð Ofanleiti.
 
Ráðið samþykkir að úthluta lóð. Umsækjandi skal skila fullnægjandi teikningum fyrir 1. feb. 2018.
 
 
 
7. 201707014 - Herjólfsdalur. Stóra svið.
Dóra Björk Gunnarsdóttir fh. ÍBV-Íþróttafélags sækir um leyfi fyrir breytingu á útliti á norðurhlið Stóra sviðs sbr. innsend gögn. 
 
Erindi samþykkt. Ráðið staðfestir afgreiðslu byggingarfulltrúa frá 17 júlí sl.
 
 
 
8. 201707100 - Foldahraun 24-29. Umsókn um byggingarleyfi
Tekið fyrir erindi húseigenda í Foldahrauni 24-29. Ingólfur Ingvarsson fh. eigenda fasteigna sækir um leyfi fyrir að einangra og klæða útveggi með hvítu báruáli.
 
Erindi samþykkt.
 
 
 
9. 201707090 - Strandvegur 73A. Umsókn um byggingarleyfi
Hreggviður Óli Ingibergsson eigandi eignarhluta 218-4794 sækir um leyfi gluggabreytingum á norðurhlið efri hæðar og báruál klæðningu á austur og norðurhlið sbr. innsend gögn.
Fyrir liggur samþykki meðeigenda.

Erindi samþykkt.
 
 
 
10. 201707095 - Lóðir á miðsvæði. Úthlutunarferli lóða.
Til umræðu eru byggingarlóðir við Vesturveg 25 og Vestmannabraut 46B.
 
Ráðið felur skipulagsfulltrúa að undirbúa úthlutun lóða í samræmi við vinnureglur Vestmannaeyjabæjar nr. 131/2006.
 
 
 
11. 201706069 - Ársskýrsla meindýraeyðis 2016
Ólafur Þór Snorrason fer yfir ársskýrslu meindýraeyðis fyrir árið 2016.
 
Lagt fram.
 
 
 
12. 201707058 - Afgreiðslur byggingarfulltrúa
Til upplýsinga; Í frmhaldi af bókun fulltrúa E-lista í máli nr. 11 í fundargerð nr. 270.
 
Til upplýsinga:
Í 8 gr. Mannvirkjalaga er fjallað um embætti byggingarfulltúra.
Byggingarfulltrúi fjallar um byggingarleyfisumsóknir og fer með þau verkefni sem mælt er fyrir um í lögum nr. 160/2010 um mannvirki og ákvæðum í þeim reglugerðum sem settar eru á grundvelli laganna, þar á meðal útgáfu byggingarleyfa. Hann hefur eftirlit með því að mannvirkjagerð sé í samræmi við útgefin leyfi og gildandi skipulag.
 
Umhverfis- og skipulagsráðs annast verkefni byggingarnefndar og fjallar um byggingarleyfisumsóknir samkvæmt samþykkt um afgreiðslur byggingarnefndar Vestmannaeyja nr. 991 frá 2012. Samkvæmt 3. gr. samþykktar skal Byggingarfulltrúi leita samþykkis umhverfis- og skipulagsráðs áður en byggingarleyfi er veitt, varði breyting á mannvirki útlit þess og form nema breyting sé óveruleg, sbr. 5. mgr. 9. gr. laga um mannvirki.
 
 
 
 
 
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:00
 
 
Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159