25.07.2017

Bæjarráð - 3054

 
 Bæjarráð Vestmannaeyja - 3054. fundur

 

haldinn í fundarsal Ráðhúss,

25. júlí 2017 og hófst hann kl. 12:00

 

 

Fundinn sátu:

Páll Marvin Jónsson formaður, Elliði Vignisson bæjarstjóri, Trausti Hjaltason aðalmaður og Stefán Óskar Jónasson aðalmaður.

 

Fundargerð ritaði:  Rut Haraldsdóttir, framkvæmdastjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs

 

 

 

Dagskrá:

 

1.  

201504034 - Endurgjald til fyrrum stofnfjáreigenda Sparisjóðs Vestmannaeyja vegna samruna sparisjóðsins og Landsbankans.

 

Erindi til bankaráðsformanns Landsbankans hf. frá Vestmannaeyjabæ og Vinnslustöðinni hf.
Efni: afstaða Landsbankans til sanngjarns endurgjalds til stofnfjáreigenda Sparisjóðs Vestmannaeyja.

 

Bæjarráð þakkar upplýsingarnar og tekur undir hvert orð í erindinu. Þá hvetur bæjarráð bankaráð Landsbankann til að sinna skyldu sinni og tryggja að starfsmenn bankans komi ekki í veg fyrir að fram fari trúverðugt mat á verðmæti þess endurgjalds sem stofnfjáreigendum í sparisjóðnum fengu þegar starfsemi hans var yfirtekin af bankanum.
Bæjarráð minnir enn fremur bankaráð Landsbankans á að stór hluti stofnfjáreiganda voru venjuleg heimili í Vestmannaeyjum sem síðan þá hafa setið eftir með sárt ennið. Vilji þessa fólks er sá einn að fá hlutlaust mat á virði þeirra eigan sem af þeim voru höfð á þvingaðan máta.
Þá minnir bæjarráð bankaráðs Landsbankans sérstaklega á almenna eigendastefnu ríkisins fyrir fjármálafyrirtæki, s.s. hvað snertir fyrirmæli um faglegan og gagnsæjan rekstur, vandaða og opna stjórnarhætti, jafnræði og hlutlægni, sem og leiðbeiningum um stjórnarhætti fyrirtækja, sem gefnar eru út af Viðskiptaráði Íslands, Nasdaq Iceland og Samtökum atvinnulífsins, þar sem m.a. er kveðið á um hreinskilni í samskiptum við hluthafa og gagnsæi gagnvart þeim.
Bæjarráð sem fulltrúi Vestmannaeyjabæjar sem er meðal stærstu eiganda Landsbankans ætlast til þess að málið verði leyst í sátt og felur bæjarstjóra áframhaldandi baráttu fyrir því að fram fari trúverðugt mat á verðmætum endurgjalds fyrir Sparisjóð Vestmanneyja.

 

   

2.  

201104071 - Leikskólamál.

 

Framhald af 1. máli 294. fundar fræðsluráðs frá 16. mars sl.

 

Fyrir bæjarráði lá beiðni um fjármögnun á stækkun leikskólans Kirkjugerðis og að eftir atvikum verði gerður viðauki við fjárhagsáætlun.
Hugmyndin að stækkun Kirkjugerðis felur í sér að byggja nýja deild við norðurhluta leikskólans og um leið farið í ákveðnar endurbætur á elsta hluta skólans. Með tilkomu deildarinnar fjölgar leikskólaplássum í Vestmannaeyjum enn frekar og almenn þjónusta við börn og foreldra þeirra eykst.
Áætlað er að rekstrarkotnaður deildarinnar nemi allt að 20 milljónum á hverju ári og framkvæmdakostnaður verði allt að 52 milljónir.
Bæjarráð samþykkir erindið enda er það einlægur vilji Vestmannaeyjabæjar að tryggja sem allra besta þjónustu fyrir börn og fjölskyldur þeirra.

 

   

3.  

201707047 - Uppbygging á stoðkerfi fræðslumála og starfsumhverfi kennara haustið 2017

 

Framhald af 4. máli 297. fundar fræðsluráðs Vestmannaeyja frá 18. júlí sl.

 

Fyrir bæjarráði lá minnisblað um aðgerðir til að bæta starfsumhverfi fyrir nemendur og starfsfólk í grunnskólum bæjarins.

Í minnisblaðinu eru lagðar fram eftirfarandi tillögur:

1. Bætt verði við a.m.k. hálft stöðugildi kennslu- og sérkennsluráðgjafa á skólaskrifstofu sem starfi innan GRV og aðstoðar stjórnendur og kennara með skipulag og framkvæmd sérkennslu.

2. Staða sérkennslustjóra sem er inni á leikskólum færist undir skólaskrifstofu og starfshlutfall verði hækkað úr 75% í 90%.

3. Úthlutaðar kennslustundir til GRV verði samtals 1220 kennslustundir á viku og því 29 umfram þá reiknireglu sem almennt er miðað við.

4. Tafarlaust verði ráðið í stöðu sálfræðings. Fáist ekki sálfræðingur til starfa verður leitað eftir öðrum ráðgjafa í hlutastarf (c.a. 70%) á skólaskrifstofu. Til viðbótar verður greiningarvinna og önnur stoðþjónusta einnig áfram í verktöku hjá löggiltum sálfræðingi.

5. Tafarlaust verði ráðist í lagfæringar á skólahúsnæði Hamarsskóla og Barnaskólans og bætt þar með aðstöðu til kennslu og starfsmannaaðstöðu. Þar undir falla viðbyggingar á starfsmannaaðstöðu í GRV, bætt kennsluaðstaða í báðum skólum, endurnýjun á salernum og fl.

Heildarkostnaður af innleiðingu ofangreindra tillagna er rúmlega 60 milljónir króna.
Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leiti og felur starfsmönnum að vinna viðauka við fjárahagsáætlun vegna þess.

 

   

4.  

201702032 - Blátindur. Gosminjar Heimagötu 12B.

 

Erindi frá Starfshópi Vestmannaeyjabæjar um endurgerð gluggahliðar Blátinds þar sem fram kemur að þeir hafa lokið störfum og skilað af sér endurgerð gluggahliðar Blátinds með varanlegu mannvirki, bætt aðgengi af rústum hússins og nýtingu á nýjustu tækni sem stuðst er við gagnvirka miðlun minnir okkur enn frekar á húsin í austurbænum og allt umhverfið sem fór undir hraun og ösku í Heimaeyjargosinu 1973.

 

Bæjarráð þakka starfshópnum fyrir vel unnin störf.

 

   

5.  

201707008 - Málefni Herjólfsbæjar í Herjólfsdal

 

Erindi frá Herjólfsbæjarfélaginu, Árna Johnsen, Gunnlaugi Grettissyni og Halldóri Sveinssyni þar sem fram kemur að þeim langar að færa Vestmannaeyjabæ Herjólfsbæinn til eigna.

 

Bæjarráð fagnar þeim höfðingskaps sem í erindinu er fólgin og felur bæjarstjóra að vinna með Herjólfsbæjarfélaginu að framvindu málsins.

 

   

6.  

201705110 - Til umsagnar umsókn um tækifærisleyfi til að halda þjóðhátíð í Herjólfsdal 4.-7. ágúst n.k. og Húkkaraball í porti bak við Hvítahúsið 3. ágúst n.k. frá kl. 23.30-04.00

 

Erindi frá Sýslumanninum í Vestmannaeyjum dags. 18. maí s.l. þar sem fram kemur að ÍBV-íþróttafélag óskað leyfi til að halda þjóðhátíð með hefbundnum hætti sem hefur verið gert nær óslitið frá 1874. Undir umsögnina falla eftirtaldir viðburðir:
Húkkaraball fimmtudagskvöldið 3. ágúst n.k.
brenna á Fjósakletti föstudagskvöld 4. ágúst
vínveitingaleyfi fyrir bjór-og léttvínssölu á svæðinu frá kl. 20:00-05:00 og leyfi til að selja sterkari drykki frá 22.00 til kl. 05.00
skemmtidagskrá alla dagana á hátíðarsvæðinu.

 

Bæjarráð veitir jákvæða að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.
Staðfestir jákvæða umsögn slökkviliðsstjóra að kröfum um brunavarnir sé fullnægt samkvæmt mati slökkviliðs með fyrirvara um útistandandi úrbætur og fresti.
Umsögn þessi er háð ríkri kröfu um frágang og snyrtimennsku og áskilur bæjarráð sér rétt til að láta þrífa umhverfið í Dalnum á kostnað leyfishafa ef þörf krefur.

 

   

7.  

201706150 - Til umsagnar umsókn v/ skoteldasýningar á Þjóðhátíð

 

Erindi frá lögreglustjóranum í Vestmannaeyjum þar sem óskað er eftir umsögn vegna skoteldaleyfis í tengslum við Þjóðhátíð í Herjólfsdal 3. - 6. ágúst n.k.

 

Bæjarráð veitir jákvæða umsögn að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.
Staðfestir jákvæða umsögn slökkviliðsstjóra að kröfum um brunavarnir sé fullnægt samkvæmt mati slökkviliðs með fyrirvara um útistandandi úrbætur og fresti.
Umsögn þessi er háð ríkri kröfu um frágang og snyrtimennsku og áskilur bæjarráð sér rétt til að láta þrífa umhverfi skotstaðarins á kostnað leyfishafa ef þörf krefur.

 

   

8.  

201707045 - Beiðni um umsögn vegna umsóknar um tímabundið áfengisleyfi fyrir Pizza 67 í tengslum við Þjóðhátíð

 

Erindi frá Sýslumanninum í Vestmannaeyjum dags. 13. júlí s.l. þar sem óskað er eftir umsögn vegna tímabundins áfengisleyfis í tengslum við Þjóðhátíð fyrir Pizza 67. v/Heiðarveg. Sótt eru um leyfi fyrir sölu áfengis dagana 2. - 8. ágúst frá kl. 23.00-04.00.

 

Bæjarráð veitir jákvæða umsögn um tímabundið áfengisleyfi og að opnunartími sé til kl. 03.00 umrædda daga og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.
Umsögn þessi er háð ríkri kröfu um frágang og snyrtimennsku og áskilur bæjarráð sér rétt til að láta þrífa umhverfi samkomustaðarins á kostnað rekstraraðila ef þörf krefur.

 

   

9.  

201707066 - Til umsagnar umsókn um tímabundið áfengisleyfi fyrir Lundann á þjóðhátíð

 

Erindi frá Sýslumanninum í Vestmannaeyjum dags. 17. júlí s.l. þar sem óskað er eftir umsögn vegna tímabundins áfengisleyfis í tengslum við Þjóðhátíð fyrir Lundann, Kirkjuvegi 21. Sótt eru um leyfi fyrir sölu áfengis aðfaranótt fimmtudagsins 3. ágúst n.k. frá kl. 02.00-04.00 og aðfaranótt föstudagsins 4. ágúst n.k. frá kl. 02.00-04.00

 

Bæjarráð veitir jákvæða umsögn um tímabundið áfengisleyfi og að opnunartími sé til kl. 03.00 umrædda daga og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.
Umsögn þessi er háð ríkri kröfu um frágang og snyrtimennsku og áskilur bæjarráð sér rétt til að láta þrífa umhverfi samkomustaðarins á kostnað rekstraraðila ef þörf krefur.

 

   

 

 

 

 

                                                                                           

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12.55

 

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159