20.07.2017

Bæjarstjórn - 1524

 
 Bæjarstjórn Vestmannaeyja - 1524. fundur

 

haldinn í Einarsstofu safnahúsi,

20. júlí 2017 og hófst hann kl. 18.00

 

 

Fundinn sátu:

Hildur Sólveig Sigurðardóttir forseti, Elliði Vignisson 1. varaforseti, Páll Marvin Jónsson aðalmaður, Trausti Hjaltason aðalmaður, Birna Þórsdóttir aðalmaður, Stefán Óskar Jónasson aðalmaður og Auður Ósk Vilhjálmsdóttir aðalmaður.

 

Fundargerð ritaði:  Sigurbergur Ármannsson, fjármálastjóri

 

Leitað var eftir því að taka inn með afbrigðum eftirtaldar fundargerðir: Fundargerð fræðsluráðs nr. 297 frá 18. júlí s.l. Fundargerð framkvæmda- og hafnarráðs nr. 206 frá 18. júlí s.l. Fundargerð fjölskyldu- og tómstundaráðs nr. 196 frá 19. júlí s.l. Var það samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

 

Dagskrá:

 

1.  

201006074 - Kosning í ráð, nefndir og stjórnir skv. 44. gr. samþykktar um stjórn Vestmannaeyjabæjar og fundarsköp bæjarstjórnar.

 

Skv. 44. gr. samþykktar um stjórn Vestmannaeyjabæjar og fundarsköp kýs bæjarstjórn ár hvert nefndarmenn í bæjarráð, þrjá aðalfulltrúa og þrjá til vara skv. 35. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.

 

Aðalmenn í bæjarráði:
Páll Marvin Jónsson formaður
Trausti Hjaltason
Stefán Óskar Jónasson

Varamenn:
Elliði Vignisson
Birna Þórsdóttir
Auður Ósk Vilhjálmsdóttir

Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum

 

   

2.  

201406089 - Kosning í ráð, nefndir og stjórnir skv. 43. gr. samþykktar um stjórn Vestmannaeyjabæjar og fundarsköp bæjarstjórnar.

 

Í stað Sindra Ólafssonar í framkvæmda- og hafnarráði tekur sæti Sigurður Bragason

Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum

 

   

3.  

201707016 - Stoppdagar Herjólfs vegna viðgerðar haust 2017

 


Erindi frá Vegagerðinni dags. 6. júlí s.l. vegna fyrirspurnar bæjarstjóra en þar kemur fram að þegar Herjólfur var í slipp í maí s.l. hafi komið óvænt í ljós skemmdir á tannhjólum í stjórnborðs niðurfærslu gír skipsins. Þar af leiðandi þarf skipið að fara aftur í slipp á haustdögum, nánar tiltekið eftir miðjan september. Áætlað er að viðgerð takið 19 daga.


Bæjarráð lýsir yfir miklum áhyggjum vegna þeirrar alvarlegu stöðu sem komin er upp vegna fyrirhugaðs viðhalds sem liggur fyrir að Herjólfur þurfi að fara í á haustdögum.
Bæjarráð gerir þá kröfu til Vegagerðarinnar að hún tryggi að samgöngur verði greiðar til Vestmannaeyja á viðgerðartímanum í fjarveru Herjólfs, hvort sem siglt verði frá Landeyjahöfn eða Þorlákshöfn. Einnig er gerð sú krafa að þjónustuþegar séu upplýstir tímanlega um stöðum mála, þ.e. hvernig siglingum verði háttað milli lands og Eyja.

 

Við umræðu um málið tóku til máls Elliði Vignisson, Páll Marvin Jónsson, Trausti Hjaltason, Auður Ósk Vilhjálmsdóttir, Stefán Óskar Jónasson og Hildur Sólveig Sigurðardóttir

Bókun:
1. Dýpkun í Landeyjahöfn
Bæjarstjórn lýsir yfir miklum áhyggjum af stöðu mála í Landeyjahöfn vegna grynninga milli garða og gerir þá sjálfsögðu kröfu að allt verði gert til að tryggja fullnægjandi dýpi sem allra fyrst. Þá óskar bæjarstjórn eindregið eftir því að þær ferðir sem fella þarf niður á fjöru eða vegna ölduhæðar verði farnar á öðrum tíma sólarhringsins.

2. Afleysingar fyrir Herjólf
Fyrir liggur að innan skamms mun Herjólfur þurfa að fara til viðgerða vegna bilana sem ekki tókst að lagfæra við seinustu slipptöku. Vegna þessa ítrekar bæjarstjórn það sem áður hefur komið fram um að ekki komi á neinum tíma til greina að skip leysi Herjólf af sem ekki hafi fulla haffærni á siglingaleiðinni milli lands og Eyja. Ef ekki finnst skip sem getur bæði þjónustað í Landeyjahöfn og Þorlákshöfn þá beinir bæjarstjórn því til Vegagerðarinnar að unnin verði athugun á hagkvæmni þess að seinka slipptöku vel fram á vetur og fá þá til þjónustu stórt og öflugt skip sem haldið getur háu þjónustustigi í siglingum ti Þorlákshafnar.

Hildur Sólveig Sigurðardóttir (sign)
Elliði Vignisson (sign)
Birna Þórsdóttir (sign)
Páll Marvin Jónsson (sign)
Trausti Hjaltason (sign)
Auður Ósk Vilhjálmsdóttir (sign)
Stefán Óskar Jónsson (sign)

Bókunin var samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

 

   

4.  

201706009F - Bæjarráð Vestmannaeyja nr.3052 frá 27. júní s.l.

 

Liður 1, umræða um ferðamál liggur fyrir til umræðu og staðfestingar.
Liðir 2-9 liggja fyrir til staðfestingar.

 

Við umræðu á lið 1 tóku til máls Stefán Óskar Jónasson, Elliði Vignisson og Trausti Hjaltason. Liður 1 var samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.
Liðir 2-9 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

 

   

5.  

201706006F - Fjölskyldu- og tómstundaráð nr. 195 frá 28.júní s.l.

 

Liðir 1-4 liggja fyrir til staðfestingar.

 

Liðir 1-4 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

 

   

6.  

201707001F - Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja nr. 270 frá 4. júlí s.l.

 

Liður 1, Lundaveiði 2017, liður 10 útlit, staða og framtíð Vigtartorgs og 11 liður, stöðuleyfi á Básaskersbryggju liggja fyrir til umræðu og staðfestingar.
Liðir 2-9 og 12 liggja fyrir til staðfestingar.

 

Við umræðu á lið 1 tóku til máls Stefán Óskar Jónasson, Hildur Sólveig Sigurðardóttir, Elliði Vigninsson, Birna Þórsdóttir, Páll Marvin Jónsson og Auður Ósk Vilhjálmsdóttir. Liður 1 var samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.
Við umræðu á lið 10 tóku til máls Stefán Óskar Jónasson, Elliði Vignisson, Trauti Hjaltason, Páll Marvin Jónsson og Auður Ósk Vilhjálmsdóttir. Liður 10 var samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.
Við umræðu á lið 11 tóku til máls Stefán Óskar Jónasson og Elliði Vignisson. Liður 11 var samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.
Liðir 2-9 og 12 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

 

   

7.  

201707002F - Bæjarráð Vestmannaeyja nr. 3053 frá 11. júlí s.l.

 

Liður 2, stoppdagar Herjólfs vegna viðerðar haust 2017 liggur fyrir til umræðu og staðfestingar.
Liðir 1 og 3 liggja fyrir til staðfestingar.

 

Liðir 1, 2 og 3 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

 

   

8.  

201707003F - Fræðsluráð nr. 297 frá 18.júlí s.l.

 

Liðir 1 - 5 liggja fyrir til umræðu og staðfestingar.

 

Við umræðu um lið 1, Pisa niðurstöður, tóku til máls Auður Ósk Vilhjálmsdóttir og Hildur Sólveig Sigurðardóttir. Liður 1 var samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.
Við umræðu um lið 2, Leikskólinn Sóli, tóku til máls Trausti Hjaltason, Elliði vignisson og Hildur Sólveig Sigurðardóttir. Liður 2 var samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.
Við umræðu um lið 3, Leikskólamál, tóku til máls Trausti Hjaltason, Auður Ósk Vilhjálmsdóttir, Stefán Óskar Jónasson og Hildur Sólveig Sigurðardóttir. Liður 3 var samþykktur með sjö samhljóða atkævðum.
Við umræðu um lið 4, Uppbygging á stoðkerfi fræðslumála og starfsumhverfi kennara haustið 2017, tóku til máls Trausti Hjaltason, Elliði Vignisson og Páll Marvin Jónsson. Liður 4 var samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum..

Eftir þennan dagskrárlið vék Elliði Vigninsson af fundi.

 

   

9.  

201706007F - Framkvæmda- og hafnarráð Vestmannaeyja nr. 206 frá 18. júlí s.l.

 

Liðir 1 - 8 liggja fyrir til umræðu og staðfestingar.

 

Við umræðu á lið 4, Blátindur, tók til máls Stefán Óskar Jónasson. Liður 4 var samþykktur með sex samhljóða atkvæðum.
Liðir 1 - 3 og 5 - 8 voru samþykktir með sex samhljóða atkvæðum.

 

   

10.  

201707005F - Fjölskyldu- og tómstundaráð nr. 196 frá 19. júlí s.l.

 

Liðir 1 - 4 liggja fyrir til umræðu og staðfestingar.

 

Við umræðu á lið 4, Barnaverndavaktir á Þjóðhátíð, tóku til máls Stefán Óskar Jónasson, Trausti Hjaltason og Auður Ósk Vilhjálmsdóttir. Liður 4 var samþykktur með sex samhljóða atkvæðum.
Liðir 1 -3 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

 

   

 

 

 

 

                                                                                           

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 20.50

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159