19.07.2017

Fjölskyldu- og tómstundaráð - 196

 
 

 

Fjölskyldu- og tómstundaráð - 196. fundur

 

haldinn í fundarsal Ráðhúss,

19. júlí 2017 og hófst hann kl. 16:00

 

 

Fundinn sátu:

Trausti Hjaltason formaður, Páll Marvin Jónsson aðalmaður, Geir Jón Þórisson aðalmaður, Auður Ósk Vilhjálmsdóttir aðalmaður, Guðjón Ragnar Rögnvaldsson 1. varamaður, Jón Pétursson framkvstj.sviðs, Guðrún Jónsdóttir starfsmaður sviðs, Margrét Rós Ingólfsdóttir starfsmaður sviðs og Lísa Njálsdóttir starfsmaður sviðs.

 

Fundargerð ritaði:  Jón Pétursson, framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs

 

Lísa Njálsdóttir sat fundinn í 3. máli.

 

Dagskrá:

 

1.  

201701017 - Sískráning barnaverndarmála 2017

 

Sískráning barnaverndarmála í júní 2017

 

Í júní bárust 32 tilkynningar vegna 20 barna. Mál 15 barna voru til frekari meðferðar.

Ekki til bókunar: 5 vanrækslu, 10 ofbeldi, 17 áhættuhegðun

 

   

2.  

200704150 - Fundargerð barnaverndar fyrir fjölskyldu- og tómstundaráð

 

Undir þessum lið er fjallað um öll erindi sem falla undir barnavernd og eru trúnaðarmál.

 

Fundargerð barnaverndar er færð í sérstaka trúnaðarmálabók.

 

   

3.  

200704148 - Fundargerð trúnaðarmála fyrir fjölskyldu- og tómstundaráð.

 

Undir þennan lið falla trúnaðarmál sem lögð eru fyrir ráðið og eru færð í sérstaka trúnaðarmálabók.

 

Fundargerð trúnaðarmála er færð í sérstaka trúnaðarmálabók.

 

   

4.  

200707220 - Barnaverndarvaktir á Þjóðhátíð í Eyjum

 

Bakvaktir barnaverndarnefndar á Þjóðhátíð 2017.

 

Barnaverndarbakvaktir verða, líkt og síðastliðin ár, starfræktar frá fimmtudagskvöldi til mánudagskvölds. Starfsmenn Fjölskyldu- og fræðslusviðs munu sinna bakvöktunum. Jafnframt samþykkir ráðið að semja við aðila um greiðslur fyrir að vera til taks til að veita börnum móttöku í bráðatilvikum ef þörf krefur.

Fjölskyldu- og tómstundaráð beinir því til foreldra og forráðamanna að börn undir 18 ára aldri eru ólögráða og á ábyrgð foreldra. Þetta gildir einnig um gestkomandi börn, þau þurfa að vera á ábyrgð fullorðinna einstaklinga.

 

                                                                                             

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:25

 

 

 

 
Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159