18.07.2017

Framkvæmda- og hafnarráð - 206

 

Framkvæmda- og hafnarráð Vestmannaeyja - 206. fundur

 

haldinn í fundarherbergi Umhverfis- og framkvæmdasviðs,

18. júlí 2017 og hófst hann kl. 16:30

 

Fundinn sátu:

Sigursveinn Þórðarson formaður, Jarl Sigurgeirsson aðalmaður, Sæbjörg Snædal Logadóttir aðalmaður, Stefán Óskar Jónasson aðalmaður, Aníta Óðinsdóttir 1. varamaður og Ólafur Þór Snorrason framkvstj.sviðs.

 

Fundargerð ritaði:  Ólafur Þór Snorrason, framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs

 

Hafþór Halldórsson sat fundinn undir 1. og 2.máli

Andrés Þ Sigurðsson sat fundinn undir 7.máli

 

Dagskrá:

 

1.  

201403012 - Framtíðarskipan sorpmála í Vestmannaeyjum

 

Hafþór Halldórsson fór yfir stöðu mála varðandi framtíðarskipan sorpmála. Fram kom í máli Hafþórs að hakkari er væntanlegur í september. Búið er að hanna staðsetningar og lagnir og unnið er að undirbúningi fyrir uppsetningu.

 

Ráðið þakkar kynninguna.

 

   

2.  

201706170 - Eldfellsvegur. Þak og veggklæðning

 

Fyrir liggja útboðsgögn vegna klæðningar á húsnæði sorpflokkunarstöðvar við Eldfellsveg. Útboðsgögn hafa verið send á verktaka og skal tilboðum skilað fyrir 27.júlí 2018.

 

Ráðið samþykkir útboðsgögnin sem gera ráð fyrir að skipta um klæðningu og þak, enda samrýmist verkið fyrirliggjandi fjárhagsáætlun ársins 2017

 

   

3.  

201707052 - Dalhraun 1 Kirkjugerði, viðbygging

 

Fyrir lágu teikningar að viðbyggingu við Kirkjugerði.

 

   

4.  

200703124 - Blátindur VE 21

 

Í bókun ráðsins 30.maí var lögð áhersla á að Blátindi yrði komið fyrir á sínum stað 27.júní. Í ljósi þess að ekki er ráðlegt að raska Skanssvæðinu yfir mesta ferðamannatímann var ákveðið að fresta framkvæmdum fram á haustið. Reiknað er með að framkvæmdir hefjist seinnipartinn í ágúst.

 

Ráðið lýsir yfir vonbrigðum með að ekki hafi tekist að koma Blátindi fyrir á tilætluðum tíma en tekur undir að ekki sé ráðlegt að raska Skanssvæðinu yfir sumarið. Ráðið ítrekar að verkinu verði haldið áfram seinnipart ágústmánaðar. Ráðið mun taka málið upp á fundi í september.

 

   

5.  

201612029 - Kæli- og löndunarlagnir í Friðarhöfn

 

Björgvin Björgvinsson fh. Ísfélags Vestmannaeyja óskar eftir breytingu á afstöðu löndunar- og kælilagna í Friðarhöfn skv. meðfylgjandi teikningum.

 

Ráðið samþykkir fyrirliggjandi teikningar.

 

   

6.  

201706171 - Umgengni um Vestmannaeyjahöfn

 

Mikil umræða hefur verið um umgengni við Vestmannaeyjahöfn. Ljóst er að víða er pottur brotin og þarf að breyta viðhorfum manna til svæðisins. Brýna þarf fyrir notendum hafnarinnar að ganga vel um og einnig er mikilvægt að skoða hvort auka þurfi eftirlit t.d. með uppsetningu myndavélakerfis.

 

Ráðið felur starfsmönnum að brýna fyrir notendum hafnarinnar að ganga vel um höfnina og nærsvæði. Einnig felur ráðið starfsmönnum að skoða möguleika á eftirlitskerfi.

 

   

7.  

201707048 - Gönguleiðir á Básaskersbryggju

 

Stefán Ó Jónasson sendir inn fyrirspurn.
Í tengslum við bláu göngubrautirnar sem settar voru á Básaskersbryggju, spyr undirritaður:

Eru þetta löglegar gangbrautir?
Er heimilt að merkja brautirnar á þennan hátt?
var leitað til Samgöngustofu og/eða lögreglu með þesar merkingar?
Ef óhapp verður á þessum brautum, getur Vestmannaeyjabær verið skaðabótaskyldur vegna þessara merkinga?

Stefán Ó Jónasson (sign)

 

Framkvæmdastjóri Umhverfis- og framkvæmdasviðs upplýsti vegna fyrirspurnar fulltrúa E-lista.

Bláar gönguleiðir á Básaskerbryggju eru leiðbeinandi gönguleiðir en ekki gangbrautir. Gera þarf greinarmun þar á.
Leyfi landeiganda þarf til að merkja slíkt og í þessu tilfelli er Vestmannaeyjabær landeigandi svo slíkt leyfi er fyrir hendi.
Nei
Á Íslandi gilda umferðarlög. Réttur gangandi vegfarenda er tryggður í umferðarlögum.

 

   

8.  

201606074 - Dalhraun 3 - Hraunbúðir viðbygging

 

Fyrir liggja verkfundagerðir no.14 frá 27.júni og no.15 frá 11.júlí 2017

 

Ráðið samþykkir fyrirliggjandi fundargerðir

 

   
                                                                                            

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:55

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159