11.07.2017

Bæjarráð - 3053

 
 Bæjarráð Vestmannaeyja - 3053. fundur

 

haldinn Fundarsal að Bárustíg 15 efri hæð.,

11. júlí 2017 og hófst hann kl. 12.00

 

 

Fundinn sátu:

Páll Marvin Jónsson formaður, Trausti Hjaltason aðalmaður og Stefán Óskar Jónasson aðalmaður.

 

Fundargerð ritaði:  Rut Haraldsdóttir, framkvæmdastjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs

 

 

 

Dagskrá:

 

1.  

201707020 - Viðauki við fjárhagsáætlun ársins 2017.

 

Viðauki við fjárhagsáætlun ársins 2017 er gerður vegna eignfærðra framkvæmda sem ekki lágu ekki fyrir þegar fjárhagsáætlun ársins var unnin. Fjallað hefur verið um hluta þessara framkvæmda í framkvæmda-og hafnarráði og í bæjarráði. Kostnaði vegna framkvæmdanna verður mætt með handbæru fé sveitarfélagsins.

Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi viðauka.

 

   

2.  

201707016 - Stoppdagar Herjólfs vegna viðgerðar haust 2017

 

Erindi frá Vegagerðinni dags. 6. júlí s.l. vegna fyrirspurnar bæjarstjóra en þar kemur fram að þegar Herjólfur var í slipp í maí s.l. hafi komið óvænt í ljós skemmdir á tannhjólum í stjórnborðs niðurfærslu gír skipsins. Þar af leiðandi þarf skipið að fara aftur í slipp á haustdögum, nánar tiltekið eftir miðjan september. Áætlað er að viðgerð takið 19 daga.

 

Bæjarráð lýsir yfir miklum áhyggjum vegna þeirrar alvarlegu stöðu sem komin er upp vegna fyrirhugaðs viðhalds sem liggur fyrir að Herjólfur þurfi að fara í á haustdögum.
Bæjarráð gerir þá kröfu til Vegagerðarinnar að hún tryggi að samgöngur verði greiðar til Vestmannaeyja á viðgerðartímanum í fjarveru Herjólfs, hvort sem siglt verði frá Landeyjahöfn eða Þorlákshöfn. Einnig er gerð sú krafa að þjónustuþegar séu upplýstir tímanlega um stöðum mála, þ.e. hvernig siglingum verði háttað milli lands og Eyja.

 

   

3.  

201707030 - Til umsagnar umsókn um tækifærisleyfi vegna skátamóts

 

Erindi frá Sýslumanninum í Vestmannaeyjum dags. 11. júlí þar sem óskað er eftir umsögn vegna umsóknar um tækifærisleyfi vegna skátamóts skv. lögum um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald nr. 85/2007.

 

Bæjarráð veitir jákvæða umsögn um tækifærisleyfið svo fremi sem aðrir sem um málið fjalla geri það einnig. Bæjarráð veitir jákvæða umsögn að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.
Umsögn þessi er háð ríkri kröfu um frágang og snyrtimennsku og áskilur bæjarráð sér rétt til að láta þrífa umhverfi samkomustaðarins á kostnað umsóknaraðila ef þörf krefur.

 

   

 

 

 

 

                                                                                           

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12.45

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159