04.07.2017

Umhverfis- og skipulagsráð - 270

 
Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja - 270. fundur haldinn í fundarherbergi Umhverfis- og framkvæmdasviðs, 4. júlí 2017 og hófst hann kl. 16:05
 
 
Fundinn sátu:
Margrét Rós Ingólfsdóttir formaður, Ingólfur Jóhannesson aðalmaður, Esther Bergsdóttir aðalmaður, Georg Eiður Arnarson aðalmaður, Sigurður Smári Benónýsson starfsmaður sviðs og Ólafur Þór Snorrason framkvstj.sviðs.
 
Fundargerð ritaði: Sigurður Smári Benónýsson, skipulags-og byggingarfulltrúi
 
 
 
Dagskrá:
 
1. 201707003 - Lundaveiði 2017
Tekið fyrir. Lundaveiði í Vestmannaeyjum 2017.
 
Fulltrúar D-lista bóka:
Meirihluti ráðsins telur afar mikilvægt að stýring veiða á lunda í Vestmannaeyjum taki á öllum stundum fyrst og fremst mið af viðkomu stofnsins. Samkvæmt lögum er veiðitímabil lunda að öllu jöfnu frá 1. júlí til 15. ágúst eða 46 dagar. Með tilliti til stöðunnar samþykkir ráðið að skerða veiðitímabilið um 94% og heimila eingöngu veiðar í 3 daga af 46, frá 11. ágúst til 13. ágúst. Er um að ræða sama dagafjölda og árin 2015 og 2016.
Reynsla síðastliðinna ára hefur sýnt að þeir fáu dagar sem lundaveiði er heimiluð eru nýttir til þess að viðhalda þeirri merkilegu menningu sem fylgir veiðinni og úteyjarlífi almennt. Þá er tíminn nýttur til að viðhalda húsnæði úteyjanna og huga að öðru sem fylgir úteyjunum.
Fulltrúar D-lista hvetja bjargveiðimenn til þess að ganga fram af varkárni við veiðar og haga þeim með þeim hætti að lundinn njóti ætíð vafans.
Margrét Rós Ingólfsdóttir (sign)
Ingólfur Jóhannesson (sign)
Esther Bergsdóttir (sign)
 
Fulltrúi E-lista bókar:
Vegna þess hve lítið hefur sést af lunda síðustu vikur legg ég til að engar veiðar verði í júlí en ákvörðun um veiðidaga í ágúst verði tekin á næsta fundi ráðsins.
Georg Eiður Arnarson (sign)
 
Fulltrúar D-lista bóka:
Meirihluti ráðsins telur ekki ástæðu til að fresta ákvörðun í málinu og vísum í ofangreinda bókun meirihlutans.
Margrét Rós Ingólfsdóttir (sign)
Ingólfur Jóhannesson (sign)
Esther Bergsdóttir (sign)
 
Fulltrúi E-lista bókar:
þó svo að ég treysti veiðimönnum og sé sammála því að leyfa einhverja daga í ágúst þá finnst mér að þar sem að það sést varla lundi í fjöllunum né á sjónum algerlega ótímabært að ákveða nú hvort óhætt sé að leyfa veiðidaga í ágúst eða hversu margir þeir eiga að vera.
Georg Eiður Arnarson (sign)
 
Fulltrúar D-lista bóka:
Í ljósi bókunnar fulltrúa E-lista þá vill meirihluti ráðsins benda á að þó að gefið sé leyfi í þrjá daga er ekki þar með sagt að þá þurfi að nýta. Meirihlutinn leggur traust á að bjargveiðimenn sýni áfram þá ábyrgð sem þeir hafa gert sl. ár varðandi veiðar.
Margrét Rós Ingólfsdóttir (sign)
Ingólfur Jóhannesson (sign)
Esther Bergsdóttir (sign)
 
Fulltrúi E-lista bókar:
tek undir það og treysti veiðimönnum til að sýna fram á ábyrgð, ef hinsvegar er tekið tillit til þess hversu mikið var af bæjarpysju 2015-16 þá er ég fullur bjartsýni fyrir þetta lundasumar 2017. Útlitið núna er það slæmt að ég tel það ótímabært og óábyrgt að leyfa veiðidaga í ágúst.
Georg Eiður Arnarson (sign)
 
 
 
2. 201612018 - Strandvegur 30. Umsókn um byggingarleyfi
Sigurjón Ingvarsson f.h. Vigtarinnar Fasteignafélags ehf. sækir um leyfi fyrir hækkun húsnæðis í samræmi við ákvæði deiliskipulags nr. 328/2017.
 
Ráðið samþykkir erindið og felur byggingarfulltrúa framgang erindis.
 
 
3. 201707007 - Gerðisbraut 6. Umsókn um byggingarleyfi
Tekið fyrir erindi lóðarhafa. Jóhannes Óskar Grettisson sækir um leyfi fyrir einbýlishúsi og breytingum á skipulagi lóðar sbr. innsend gögn.
 
Ráðið samþykkir með tilvísan til 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð gögn verði grenndarkynnt fyrir lóðarhafa Austurgerði 1. Gerðisbraut 2, 4 og 5. Nýjabæjarbraut 8 og 10.
 
 
 
4. 201704213 - Helgafellsbraut 19. Umsókn um byggingarleyfi
Tekið fyrir að nýju erindi lóðarhafa. Pétur Árnmarsson sækir um byggingarleyfi fyrir bílgeymslu sbr. innsend gögn. Fyrir liggur samþykki lóðarhafa aðliggjandi lóða. Erindið var sent til grenndarkynnignar skv. 44. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010, engar athugasemdir bárust ráðinu.
 
Ráðið samþykkir erindið og felur byggingarfulltrúa framgang erindis.
 
 
 
5. 201705004 - Hólagata 2. Umsókn um byggingarleyfi
Tekið fyrir að nýju erindi lóðarhafa. Már Friðþjófsson sækir um byggingarleyfi fyrir bílgeymslu sbr. innsend gögn. Erindið var sent til grenndarkynnignar skv. 44. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010, engar athugasemdir bárust ráðinu.
 
Ráðið samþykkir erindið og felur byggingarfulltrúa framgang erindis.
 
 
6. 201706079 - Hásteinsvegur 36. Umsókn um byggingarleyfi
Tekið fyrir erindi húseigenda Hásteinsvegi 36. Sótt er um leyfi fyrir að gluggabreytingum og utnhúsklæðningu sbr. innsend gögn.
 
Ráðið samþykkir erindið og felur byggingarfulltrúa framgang erindis.
 
 
 
7. 201706020 - Umsókn um stöðuleyfi á Básaskersbryggju.
Gunnar Ingólfur Gíslason sækir um stöðuleyfi fyrir söluhús við Básaskersbryggju skv. gögnum sem voru samþykkt 2016.
 
Samþykkt af byggingarfulltrúa þann 15.6.2017
 
 
 
8. 201706078 - Básaskersbryggja 8. Umsókn um skilti.
Páll Scheving Ingvarsson sækir um leyfi fyrir auglýsingum á þak veitingarstaðar sbr. innsend gögn.
 
Samþykkt af byggingarfulltrúa þann 15.6.2017
 
 
 
9. 201707002 - Míla. Vestmannabraut. Umsókn um framkvæmdaleyfi.
Elvar Freyr Kristinsson f.h. Mílu sækir um leyfi fyrir lagningu jarðstrengja við Vestmannabraut 61 sbr. innsend gögn.
 
Ráðið samþykkir erindið. Ráðið leggur áherslu á vandaðan frágang og að röskun á svæðinu verði með minnsta móti á framkvæmdatíma. Afgreiðsla þessi er skv. reglugerð nr. 772/2012.
 
 
 
10. 201707004 - Útlit, staða og framtíð Vigtartorgs.
Georg Eiður Arnarson fulltrúi E-lista í Skipulagsráði óskar eftir umræðum um útlit, stöðu og framtíð Vigtartorgsins.
 
Fulltrúi E-lista bókar:
undirritaður leggur til að Léttir verði fjarlægður af Vigtartorgi vegna þess að hann er slysagildra.
Georg Eiður Arnarson (sign)
 
 
 
11. 201707005 - Stöðuleyfi á Básaskersbryggju
Georg Eiður Arnarson fulltrúi E-lista í Skipulagsráði óskar eftir umræðum um stöðuleyfi á Básaskersbryggju.
 
Fulltrúi E-lista bókar:
Vegna bókunar síðasta fundar þar sem umsókn var hafnað í samræmi við reglur Vestmannaeyjabæjar um stærð lóðarinnar en síðan samþykkt af byggingarfulltrúa þá óskar undirritaður eftir skýringum á reglum um það hvað byggingarfulltrúi má og hvað ekki.
Georg Eiður Arnarson (sign)
 
Fulltrúar D-lista bóka:
Í ljósi bókunnar frá síðasta fundi ráðsins þar sem segir að umrætt svæði sé fullnýtt þá vill meirihluti ráðsins taka það fram að eftir síðasta fund ráðsins barst breyting á þeirri umsókn sem síðasta bókun fjallaði um. Byggingarfulltrúi samþykkti umrætt stöðuleyfi í fullu samráði við formann ráðsins enda samræmdist það þeirri samþykkt sem samþykkt var í ráðinu árið 2016 m.a. vegna útlits og stærðar. Starfsmenn ráðsins starfa í umboði ráðsins og ber meirihluti Sjálfstæðisflokksins traust til þeirra ákvarðana sem eru teknar milli formlegra funda enda samræmast þær þeim lögum og reglum sem í gildi eru.
Margrét Rós Ingólfsdóttir (sign)
Ingólfur Jóhannesson (sign)
Esther Bergsdóttir (sign)
 
Fulltrúi E-lista bókar:
Það er ekkert í bókun fulltrúa D-listans sem breytir minni bókun og vísa ég aftur í mína fyrri bókun.
Georg Eiður Arnarson (sign)
 
 
 
12. 201707010 - Skipasandur. Umsókn um stöðuleyfi.
Almar Halldórsson sækir um stöðuleyfi fyrir vöffluvagni á Skipasandi yfir Goslokahelgina.
 
Erindi samþykkt.
Stöðuleyfisgjald skv. gjaldskrá nr. 100/2017 kr. 10.176.-
 
 
 
  
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:50
 
Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159