28.06.2017

Fjölskyldu- og tómstundaráð - 195

 
 

 

 

Fjölskyldu- og tómstundaráð - 195. fundur

 

haldinn í fundarsal Ráðhúss,

28. júní 2017 og hófst hann kl. 16:00

 

 

Fundinn sátu:

Trausti Hjaltason formaður, Páll Marvin Jónsson aðalmaður, Auður Ósk Vilhjálmsdóttir aðalmaður, Guðjón Ragnar Rögnvaldsson 1. varamaður, Jón Pétursson framkvstj.sviðs, Guðrún Jónsdóttir starfsmaður sviðs og Margrét Rós Ingólfsdóttir starfsmaður sviðs.

 

Fundargerð ritaði:  Margrét Rós Ingólfsdóttir,

 

 

 

Dagskrá:

 

1.  

201701017 - Sískráning barnaverndarmála 2017

 

Sískráning barnaverndarmála í apríl og maí 2017

 

Í apríl bárust 12 tilkynningar vegna 12 barna. Mál 9 barna voru til frekari meðferðar.

Í maí bárust 22 tilkynningar vegna 21 barns. Mál 12 barna voru til frekari meðferðar.

 

   

2.  

200704148 - Fundargerð trúnaðarmála fyrir fjölskyldu- og tómstundaráð.

 

Undir þennan lið falla trúnaðarmál sem lögð eru fyrir ráðið og eru færð í sérstaka trúnaðarmálabók.

 

Fundargerð trúnaðarmála er færð í sérstaka trúnaðarmálabók.

 

   

3.  

201704110 - Úrskurðarnefnd velferðarmála

 

Niðurstaða frá Úrskurðarnefnd velferðarmála vegna umsóknar um ferðaþjónustu.

 

Í nóvember 2016 barst umsókn um að sveitarfélagið myndi gera 12 mánaða tilraunasamning við þjónustuþega, um allt að 60 leigubílaferðir í Vestmannaeyjum og á höfuðborgarsvæðinu í mánuði hverjum.

Beiðni þjónustuþega var tekin fyrir á fundi ráðsins þann 30. nóvember 2016 sem hafnaði erindinu á þeim forsendum að það félli ekki undir reglur Vestmanneyjabæjar um ferðaþjónustu sveitarfélagsins.

Úrskurðarnefnd velferðarmála hefur fellt úr gildi ákvörðun ráðsins á þeim forsendum að ekki hafi farið fram nægilegt þjónustumat við umsókn viðkomandi um ferðaþjónustu. Úrskurðarnefndin metur svo að beina hefði átt umsókninni í slíkt ferli eftir að hún barst sveitarfélaginu. Vestmannaeyjabæ er því gert að taka umsóknina til nýrrar meðferðar sem þegar hefur verið gert.

 

   

4.  

201103049 - Sumarúrræði fyrir börn í Vestmannaeyjum

 

Kynning og umræða um sumarúrræði fyrir börn í Vestmannaeyjum

 

Framkvæmdastjóri fjölskyldu- og tómstundaráðs kynnti þau sumarúrræði sem eru í gangi fyrir börn sumarið 2017. Ráðið þakkar kynninguna og mun fjalla aftur um málið síðar.

 

   

                                                                                           

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:10

 

 

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159