12.06.2017

Fræðsluráð - 296

 
 

Fræðsluráð - 296. fundur

 

haldinn Fundarsal að Bárustíg 15 efri hæð.,

12. júní 2017 og hófst hann kl. 16.30

 

 

Fundinn sátu:

Hildur Sólveig Sigurðardóttir formaður, Sindri Haraldsson aðalmaður, Silja Rós Guðjónsdóttir aðalmaður, Sonja Andrésdóttir aðalmaður, Bjarni Ólafur Guðmundsson 3. varamaður, Jón Pétursson framkvstj.sviðs, Erna Jóhannesdóttir starfsmaður sviðs, Sigurlás Þorleifsson áheyrnarfulltrúi, Emma Hinrika Sigurgeirsdóttir áheyrnarfulltrúi og Guðrún Sigríður Þorsteinsdóttir áheyrnarfulltrúi.

 

Fundargerð ritaði:  Erna Jóhannesdóttir, fræðslufulltrúi

 

Kolbrún Sól Ingólfsdóttir sat fundinn sem áheyrnarfulltrúi foreldra grunnskólabarna.

 

Dagskrá:

 

1.  

201706010 - Frístundaver. Gæðakönnun veturinn 2016-2017

 

Greint frá helstu niðurstöðum gæðakönnunar í frístundaveri skólaárið 2016-2017.

 

38 foreldrar af u.þ.b. 70 svöruðu könnuninni sem var rafræn og nafnlaus. Nálægt 95% foreldra sem svöruðu töldu að barninu þeirra liði vel í frístundaverinu og svipaður fjöldi var ánægður með samskipti við stjórnanda. Um 78% foreldra voru almennt ánægðir með þjónustuna í frístundaverinu. Foreldrar voru yfirleitt sammála því að starfsfólk væri alúðlegt við börnin og samskipti forráðamanna og barnanna við starfsmenn væru góð. Foreldrar lýstu sérstakri ánægju með heilsdagsopnun sem boðið er uppá á starfsdögum skólans, í vetrarfríi og virkum dögum í jóla- og páskafríi. Þegar farið var yfir þætti sem síður var ánægja með var helst nefnt að viðfangsefnin væru ekki nægilega fjölbreytt og að reglurnar og eftirfylgd þeirra þyrftu að vera skýrari. Að umgengni mætti vera betri og of mikill óróleiki og hávaði. Ábendingar komu um það sem þyrfti að laga í húsnæðinu og varðandi leiktæki á útilóð o.fl. Jafnframt komu nokkrar góðar ábendingar um fyrirkomulag innra starfsins, sem verða ræddar við starfsmenn og nýjan yfirmann sem tekur til starfa 1. ágúst n.k.

 

   

2.  

201706026 - Sumarúrræði Vestmannaeyjabæjar sumarið 2017.

 

Kynning.

 

Starfsemi frístundar hefur verið að víkka út og annað árið í röð verður starfsrækt sumarfrístund í júní fyrir aldurshópinn 6 til 9 ára. Hefð hefur verið fyrir því að frjáls félagasamtök hafi starfsrækt sumarúrræði fyrir börn en það hefur dregið úr slíkum úrræðum á síðustu árum. Þótt sumarúrræðið sé nýtt takmarkað er ljóst að það er komið til að vera. Vestmannaeyjabær mun eftir sumarið fara í heildarendurskoðun á starfsemi frístundar með tilliti til vaxandi þjónustu og aukinnar kröfu um gæði þjónustu.

Frístund mun bjóða upp á heildagsfrístund eftir miðjan ágúst til að brúa bilið þar til skólastarf GRV hefst. Þannig mun þeim börnum sem eru að flytjast frá 5 ára deild gefast tækifæri til að kynnast frístundaverinu áður en grunnskólaganga hefst. Á sama hátt gefur þetta möguleika á að börnin sem eru að byrja skólavist í 5 ára deild byrji þar strax að loknu sumarleyfi. Það gefur einnig svigrúm til að leikskólarnir geti hafið aðlögun yngstu barnanna, sem eru að hefja leikskólagöngu, fyrr en annars hefði verið.

Við sumarlokun leikskóla mun gæsluvöllurinn við Strönd verða starfsræktur frá kl. 13:00 til 16:00 á tímabilinu 17. júlí til og með 15. ágúst 2017. Vistunargjöld munu verða óbreytt kr. 800,- á dag fyrir hvert barn.

 

   

3.  

201004011 - Samræmd könnunarpróf.

 

Niðurstöður samræmdra könnunarprófa í 9. og 10. bekk veturinn 2016-2017 lagðar fram til kynningar.

 

Skólastjóri GRV kynnti niðurstöður samræmdra prófa sem lögð voru fyrir í 9. og 10. bekk í vor. Einkunnir nemenda eru settar fram í bókstöfum. Í 9. bekk þreyttu 46 nemendur prófið. Af þeim voru 6 með A í stærðfræði, einn með A í íslensku og einn með A í ensku. Í 10. bekk þreyttu 50 nemendur prófið í stærðfræði og af þeim voru 4 með A, 49 þreyttu prófið í íslensku og af þeim voru 3 með A. Einn nemandi var með A í ensku. Raðeinkunn í ensku var 27. Raðeinkunn í 9 bekk í stærðfræði var 30. Árgangurinn var með sömu raðeinkunn í 7., og 4. bekk. Í íslensku var raðeinkunn 29, var 30 í 7. bekk og 31 í 4. bekk.
Raðeinkunn í 10. bekk var 26 í stærðfræði og hafði hækkað frá 7. bekk, en var talsvert lægri en mátti sjá í 4. bekk þegar raðeinkunn árgangsins var 31. Raðeinkunn í íslensku var 28, 27 í 7. bekk og 28 í 4. bekk. Raðeinkunn í ensku í 10. bekk var 27. Landsmeðaltal er 30. Samanburður á raðeinkunn milli ára getur almennt verið erfiður því nemendahópurinn breytist gjarnan milli ára. Ráðið þakkar kynninguna.

 

   

4.  

201706011 - 100 ár frá vígslu elstu byggingar Barnaskóla Vestmannaeyja

 

Næstkomandi haust verða 100 ár liðin frá því að húsnæði Barnaskóla Vestmannaeyja við Skólaveg var tekið í notkun, en það var haustið 1917. Samfelld grunnskólakennsla hefur þó staðið frá 1880. Fræðsluráð felur skólastjórn GRV að minnast þessara tímamóta með viðeigandi hætti.

 

   

                                                                                           

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17.37

 

 

 

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159