30.05.2017

Framkvæmda- og hafnarráð - 204

 
 Framkvæmda- og hafnarráð Vestmannaeyja - 204. fundur
 
haldinn í fundarherbergi Umhverfis- og framkvæmdasviðs,
30. maí 2017 og hófst hann kl. 17:30
 
 
Fundinn sátu:
Sigursveinn Þórðarson formaður, Jarl Sigurgeirsson aðalmaður, Sæbjörg Snædal Logadóttir aðalmaður, Sindri Ólafsson aðalmaður, Stefán Óskar Jónasson aðalmaður og Ólafur Þór Snorrason framkvstj.sviðs.
 
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Snorrason, framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs
 
  
Dagskrá:
 
1. 201704191 - Afgreiðslusvæði Herjólfs
Formaður greindi frá fundi sem vinnuhópur átti með fulltrúum úr smíðanefnd Herjólfs. Farið var yfir þau atriði sem lagfæra þarf fyrir komu nýrrar ferju.
Ráðið samþykkir að senda formlegt erindi á Vegagerðina og óska eftir afstöðu Vegagerðarinnar til tillagna starfshópsins og áminningu um að hratt þarf að bregðast við ef gera þarf breytingar á svæðinu.
 
 
2. 201507048 - Barnaskóli, utanhússviðgerðir.
Framkvæmdastjóri greindi frá samningi við Hraunhús ehf. um utanhússviðgerðir á Barnaskólanum og eru framkvæmdir hafnar. Gert var ráð fyrir 30 milljónum króna í utanhússviðgerðir á Barnaskóla í fjárhagsáætlun ársins 2017. Fram kom að erfilega hefur gengið að fá iðnaðarmenn til verksins þrátt fyrir ítrekaðar útboðsauglýsingar en fyrirhugað var að ráðast í þessar viðgerðir árið 2015.
Einnig lá fyrir verkfundagerð nr.1 frá 30.maí 2017.
Ráðið samþykkir fyrirliggjandi verkfundagerð.
 
3. 201606074 - Dalhraun 3 - Hraunbúðir viðbygging
Fyrir liggur verkfundagerð nr.11 frá 9.maí.
Ráðið samþykkir fyrirliggjandi verkfundagerð.
 
 
4. 200703124 - Blátindur VE 21
Farið yfir stöðu verksins en fram kom að fyrirhugað er að draga mb. Blátind á sinn stað á stórstraumsflóði 27.júní nk.
Ráðið fagnar því að framkvæmdum ljúki fyrir júnílok.
 
 
5. 201612029 - Kæli- og löndunarlagnir í Friðarhöfn
Lagðar fram teikningar af löndunaraðstöðu Ísfélags Vestmannaeyja fyrir uppsjávarskip í Friðarhöfn í samræmi við ákvörðun ráðsins 15.des.2016.
Ráðið samþykkir fyrirliggjandi teikningar og felur framkvæmdastjóra að fylgja eftir verktíma og fyrirkomulagi samkvæmt fyrri ákvörðun ráðsins.
 
 
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:30
 
Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159