11.05.2017

Bæjarstjórn - 1522

 
  

Bæjarstjórn Vestmannaeyja - 1522. fundur

 

haldinn í Einarsstofu safnahúsi,

11. maí 2017 og hófst hann kl. 18.00

 

 

Fundinn sátu:

Hildur Sólveig Sigurðardóttir forseti, Elliði Vignisson 1. varaforseti, Páll Marvin Jónsson aðalmaður, Trausti Hjaltason aðalmaður, Birna Þórsdóttir aðalmaður, Stefán Óskar Jónasson aðalmaður og Auður Ósk Vilhjálmsdóttir aðalmaður.

 

Fundargerð ritaði:  Rut Haraldsdóttir framkvæmdastjóri.

 

Leitað var eftir því að taka inn með afbrigðum umræður um samgöngur. Var það samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

 

Dagskrá:

 

1.  

201212068 - Umræða um samgöngumál

 

Bæjarstjórn ræddi borgarafundinn sem fram fór í gær þar sem samþykktar voru eftirfarandi lágmarkskröfur til samgönguyfirvalda:

 
1. Að þegar siglt er til Landeyjahafnar skulu ávallt vera 6 ferðir á dag að lágmarki   alla daga ársins.
2. Að þegar verði hafnar rannsóknir á Landeyjahöfn með það að markmiði að bæta innsiglingu hafnarinnar þannig að hægt verði að nýta höfnina sem heilsárshöfn.
3. Að fargjöld til Þorlákshafnar verði þau sömu og til Landeyjahafnar.
4. Að núverandi ferja verði áfram nýtt til fraktflutninga á milli lands og Eyja eftir að ný ferja kemur. Þá verði núverandi ferja einnig nýtt sem varaskip fyrir nýja ferju.
5. Að ávallt verði ákveðinn fjöldi bílaplássa frátekin fyrir heimamenn fram að degi fyrir brottför.
6. Að rekstur ferjunnar verði í höndum heimamanna og hagnaður af rekstrinum verði nýttur til að lækka fargjöld, auka þjónustu og skili sér þannig beint til heimamanna.

Bæjarstjórn lýsir yfir fullum stuðningi við þessa áherslupunkta enda þeir efnislega í samræmi við margítrekaðar samþykktir bæjarstjórnar.


Hildur Sólveig Sigurðardóttir (sign)
Elliði Vignisson (sign)
Páll Marvin Jónsson (sign)
Trausti Hjaltason (sign)
Birna Þórsdóttir (sign)
Auður Ósk Vilhjálmsdóttir (sign)
Stefán Óskar Jónasson (sign)

Ályktunin var samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

 

   

2.  

201701083 - Ársreikningur Vestmannaeyjabæjar fyrir árið 2016

 

-SÍÐARI UMRÆÐA-

 

Forseti bæjarstjórnar Hildur Sólveig Sigurðardóttir las upp niðurstöðutölur úr ársreikningi Vestmannaeyjabæjar og stofnana hans fyrir árið 2016.
a) Ársreikningur sjóða í A-hluta 2016:


Afkoma fyrir fjármagsliði                    kr. 95.140.000
Rekstrarafkoma ársins                    kr. 294.565.000
Niðurstaða efnahagsreiknings     kr. 9.600.607.000
Eigið fé                                        kr. 5.175.366.000


b) Ársreikningur Hafnarsjóðs Vestmannaeyja 2016:

Afkoma fyrir fjármagnsliði              kr. 116.619.000
Rekstrarafkoma ársins                  kr. 127.204.000
Niðurstaða efnahagsreiknings   kr. 1.766.505.000
Eigið fé                                      kr. 1.492.710.000


c) Ársreikningur Félagslegra íbúða 2016:

Afkoma fyrir fjármagnsliði(neikvæð) kr. -20.225.000
Rekstrarafkoma ársins                     kr.                  0
Niðurstaða efnahagsreiknings        kr. 196.867.000
Eigið fé ( - neikvætt)                      kr. -104.483.000


d) Ársreikningur Fráveitu Vestmannaeyja 2016:

Afkoma fyrir fjármagnsliði                kr. 10.380.000
Rekstrarafkoma ársins (neikvæð)   kr. - 6.507.000
Niðurstaða efnahagsreiknings      kr. 568.383.000
Eigið fé                                         kr. 261.766.000

e) Ársreikningur Dvalarheimilisins Hraunbúða 2016:

Afkoma fyrir fjármagnsliði (neikvæð) kr.  -18.090.000
Rekstrarafkoma ársins                      kr.                   0
Niðurstaða efnahagsreiknings          kr. 127.465.000
Eigið fé                                               kr. 29.806.000


f) Ársreikningur Náttúrustofu Suðurlands 2016:

Afkoma fyrir fjármagnsliði                    kr. 1.602.000
Rekstrarafkoma ársins                        kr. 1.602.000
Niðurstaða efnahagsreiknings               kr. 200.000
Eigið fé ( - neikvætt )                       kr.   -1.261.000


g) Ársreikningur Vatnsveitu 2016:

Afkoma fyrir fjármagnsliði             kr.                   0
Rekstrarafkoma ársins                 kr.                   0
Niðurstaða efnahagsreiknings     kr. 432.000.000
Eigið fé                                        kr.                   0


h) Ársreikningur Heimaey kertaverksmiðju 2016:

Afkoma fyrir fjármagnsliði (neikvæð) kr. -27.000
Rekstrarafkoma ársins                      kr.           0
Niðurstaða efnahagsreiknings    kr. 19.823.000
Eigið fé kr. 18.737.000


Ársreikningur Vestmannaeyjabæjar og stofnana hans fyrir árið 2016 var samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.

 

   

3.  

201010070 - Fundargerð Náttúrustofu Suðurlands frá 3. apríl s.l.

 

Fundargerðin liggur fyrir til staðfestingar.

 

Fundargerðin var samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

 

   

4.  

201704007F - Almannavarnanefnd nr. 1701 frá 4. apríl s.l.

 

Liður 1, flugslysaæfing 2017, liggur fyrir til umræðu og staðfestingar.
Liðir 2-6 liggja fyrir til kynningar.

 

Við umræðu á lið 1 tóku til máls Stefán Óskar Jónasson og Elliði Vignisson. Liður 1 var samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.

 

   

5.  

201704001F - Framkvæmda- og hafnarráð Vestmannaeyja nr. 202 frá 5. apríl s.l.

 

Liður 1, Framtíðarskipan sorpmála í Vestmannaeyjum og liður 4, Blátindur VE21 liggja fyrir til umræðu og staðfestingar.
Liðir 2, 3 og 5-8 liggja fyrir til staðfestingar.

 

Við umræðu á lið 1 tóku til máls Stefán Óskar Jónasson og Elliði Vignisson. Liður 1 var samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.
Við umræðu á lið 4 tóku til máls Stefán Óskar Jónasson, Páll Marvin Jónsson og Elliði Vignisson. Liður 4 var samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.
Liðir 2, 3 og 5-8 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

 

   

6.  

201703008F - Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja nr. 266 frá 10. apríl s.l.

 

Liður 1, Ægisgata 2 4. hæð, umsókn um byggingarleyfi liggur fyrir til umræðu og staðfestingar.
2-7 liggja fyrir til staðfestingar.
liður 8 liggur fyrir til kynningar.

 

Við lið 1 tóku til máls Stefán Óskar Jónasson, Elliði Vignisson og Trausti Hjaltason. Liður 1 var samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.
Liður 2-7 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

 

   

7.  

201704004F - Fjölskyldu- og tómstundaráð nr. 192 frá 12. apríl s.l.

 

Liðir 1-5 liggja fyrir til staðfestingar.

 

Liðir 1-5 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

 

   

8.  

201704012F - Bæjarráð Vestmannaeyja nr. 3048 frá 20. apríl s.l.

 

Liður 2, minnisblað um framkvæmdir við Ráðhúsið, Ráðhúströð liggur fyrir til umræðu og staðfestingar.
Liðir 1, 3 og 4 liggja fyrir til staðfestingar.

 

Við lið 2 tóku til máls Stefán Óskar Jónasson, Páll Marvin Jónsson, Elliði Vignisson og Trausti Hjaltason. Liður 2 var samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.
Liðir 1, 3 og 4 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

 

   

9.  

201704011F - Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja nr. 267 frá 25. apríl s.l.

 

Liður 1, endurskoðun Aðalskipulags Vestmannaeyja liggur fyrir til umræðu og staðfestingar.
Liðir 2-6 liggja fyrir til staðfestingar.
Liður 7 liggur fyrir til kynningar.

 

Liður 1 var samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.
liðir 2-6 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

 

   

10.  

201704014F - Fjölskyldu- og tómstundaráð nr.193 frá 26. apríl s.l.

 

Liðir 1-5 liggja fyrir til staðfestingar.

 

Liðir 1-5 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

 

   

11.  

201704013F - Framkvæmda- og hafnarráð Vestmannaeyja nr. 203 frá 8. maí s.l.

 

Liður 3, afgreiðslusvæði Herjólfs og liður 4, gámasvæði vegna Herjólfs liggja fyrir til umræðu og staðfestingar.
Liðir 1, 2 og 5-7 liggja fyrir til staðfestingar.

 

Við umræðu um lið 3 tóku til máls Stefán Óskar Jónasson og Trausti Hjaltason, Liður 3 var samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.
Við umræðu um lið 4 tóku til máls Stefán Óskar Jónasson og Elliði Vignisson. Liður 4 var samþykktur meö sjö samhljóða atkvæðum.
Liðir 1, 2 og 5-7 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

 

   

12.  

201705002F - Fræðsluráð nr. 295 frá 8. maí s.l.

 

Liðir 1-4 liggja fyrir til staðfestingar.

 

Liðir 1-4 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

 

   

13.  

201705003F - Bæjarráð Vestmannaeyja nr. 3049 frá 9. maí s.l.

 

Liður 1, umræða um samgöngumál og liður 5, bréf vegna greiðslna í orlofssjóð húsmæðra liggja fyrir til umræðu og staðfestingar.
Liðir 2-4 og 6-8 liggja fyrir til staðfestingar.

 

Við umræðu um lið 5 tóku til máls Stefán Óskar Jónasson, Elliði Vignisson, Hildur Sólveig Sigurðardóttir, Trausti Hjaltason og Auður Ósk Vilhjálmsdóttir. Liður 5 var samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.
Liðir 2-4 og 6-8 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

 

   

 

 

 

Næsti reglulegi fundur bæjarstjórnar verður haldinn í Einarsstofu Safnahúsi þann 22. júní n.k.

 

 

                                                                                           

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 20.11

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159