08.05.2017

Fræðsluráð - 295

 
 Fræðsluráð - 295. fundur

 

haldinn Fundarsal að Bárustíg 15 efri hæð.,

8. maí 2017 og hófst hann kl. 16:30

 

Fundinn sátu:

Hildur Sólveig Sigurðardóttir formaður, Sindri Haraldsson aðalmaður, Silja Rós Guðjónsdóttir aðalmaður, Birna Þórsdóttir aðalmaður, Sonja Andrésdóttir aðalmaður, Jón Pétursson framkvstj.sviðs, Erna Jóhannesdóttir starfsmaður sviðs, Sigurlás Þorleifsson áheyrnarfulltrúi, Stefán Sigurjónsson áheyrnarfulltrúi, Emma Hinrika Sigurgeirsdóttir áheyrnarfulltrúi, Kolbrún Matthíasdóttir áheyrnarfulltrúi, Helga Sigrún Þórsdóttir áheyrnarfulltrúi og Hildur Jóhannsdóttir áheyrnarfulltrúi.

 

Fundargerð ritaði:  Erna Jóhannesdóttir, fræðslufulltrúi

 

Guðrún S. Þorsteinsdóttir sat fundinn sem áheyrnarfulltrúi.

 

Dagskrá:

 

1.  

201105068 - Samræmt skóladagatal leikskóla, grunnskóla og frístundavers lagt fram.

 

Framhald á öðru máli 294.fundar. Samræmt dagatal fyrir skólaárið 2017-2018 lagt fram.

Leikskólarnir. Áætlað er að sumarlokun leikskólanna sumrið 2018 verði frá 16. júlí til og með 15. ágúst. Áætlað er að gæsluvöllurinn Strönd verði opinn meðan sumarlokun leikskólanna stendur yfir.Gert er ráð fyrir að leikskólarnir verði lokaðir 15.sept.,27. des., 2. jan., 28. mars og 3. aprílvegna kjarasamningsbundinna starfsdaga.

Grunnskólinn. Kennarar í GRV hefja störf 15. ágúst. Skólasetning verður 23. ágúst. Starfsdagar og vetrarfrí dagana 12., 13., 16., og 17. október. Jólafrí 21. desember til 2. janúar. Starfsdagar 3. janúar, 26. febrúar, 3. apríl, 5. júní. Skólaslit verða 6. júní og starfsdagar hjá kennurum 7., og 8.júní.

Frístundaver. Opið virka daga skólaársins skv skóladagatali kl. 12.30 - 16.30. Heilsdagsvistun dagana 16. - 22. ágúst, 12., 13., 16., og 17.október, 26. október, 21. - 22. desember, 28. og 29. desember, 3. janúar, 24. janúar, 26. febrúar, 26. og 27. mars, 5., 7., og 8., júní. Lokað á starfsdögum frístundvers sem eru 27. desember, 2. janúar, 28. mars og 3. apríl.

 

Fræðsluráð samþykkir skóladatalið eins og það er lagt fram. Skóladagatalið verður gert aðgengilegt á heimasíðu Vestmannaeyjabæjar.

 

   

2.  

201705033 - Framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs kynnir niðurstöður skýrslu samstarfshóps um starfsumhverfi kennara.

 

Framhald af 4. máli 292. fundar í fræðsluráði frá 24. janúar 2017.

Framkvæmdastjóri kynnti ráðinu framgang vinnu starfshóps sem falið er að fara yfir framkvæmd skv. bókun 1 í kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands. Í aðalatriðum beinir bókun 1 sjónum að innra starfi skóla, framkvæmd vinnumats, álagsvöldum í starfi kennara og starfs aðstæðum og vinnuumhverfi kennara.
Starfshópurinn er búinn að hittast 6 sinnum og fá fram sjónarmið kennara og stjórnenda GRV á starfsumhverfi þeirra í GRV. Fundað hefur verið með stjórnendum og kennurum þar sem farið var yfir greiningarvinnuna og helstu niðurstöður. Starfshópnum er falið að svara samstarfsnefnd Samband íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambandi Íslands með skýrslu m.a. eftirfarandi spurningu; „Er tryggt að kennsla og undirbúningur hennar séu forgangsverkefni í skólastarfi Grunnskóla Vestmannaeyja (GRV) og þarf að létta álagi af kennurum með tilliti til innra starfs skóla og þeim verkefnum sem grunnskólinn sinnir?“
Niðurstöður starfshópsins benda til að almennt sé álag á kennurum í starfi sem komi niður á tíma til kennslu og undirbúnings hennar. Þetta álag dreifist þó misjafnt á kennara.

Fræðsluráð þakkar kynninguna og bindur miklar vonir við að afrakstur sveitarfélags og kennara úr þessari vinnu og samtali leiði til nauðsynlegra úrbóta þannig að sátt náist um starfs- og vinnuumhverfi kennara.

 

   

3.  

201705034 - Kynning á helstu málefnum sem eru í umræðu hjá fræðsluyfirvöldum landsins um styrkleika íslenska skólakerfisins og tækifærin framundan

 

Á árlegum vorfundi Grunns, félags fræðslustjóra og stjórnenda á skólaskrifstofum, sem haldinn var á Húsafelli dagana 26.-28. apríl sl. var lögð áhersla á að efla jákvæða umfjöllun málefni barna og ungmenna og um skólastarf á Íslandi. Rætt var um styrkleika skólakerfisins sem m.a. liggur í vellíðan nemenda og góðum samskiptum, jöfnuði og breiðu námi í grunnþáttum menntunar.
Fagnað var úttekt Evrópumiðstöðvar um nám án aðgreiningar og tekið undir að unnið verði í samræmi við þær tillögur sem þar koma fram. Sú vinna taki mið af fjölbreyttum barnahópi og hvernig námsþörfum barna og ungmenna verði best mætt. Vorfundurinn undirstrikar mikilvægi þess að stýrihópur samstarfsaðila leggi áherslu á að ná sátt um sameiginlegan skilning aðila á inntaki skóla fyrir alla og hvaða lágmarksþjónustu skólar veita. Einnig að úthlutun fjármagns vegna barna með sérþarfir verði endurskoðuð og að greining verði ekki lengur talin forsenda úthlutunar.
Á fundinum voru rædd tækifærin framundan í skólastarfi og lögð áhersla á mikilvægi þess að grípa til aðgerða til að fjölga kennaranemum og starfandi kennurum. Samstillt átak þarf að eiga sér stað á komandi árum til að laða að kennara og kennaranema til að viðhalda góðu skólastarfi á Íslandi. Það felst m.a. í betri tengingu grunnnáms kennaranema við vettvanginn,auknum stuðningi við nýútskrifaða kennara og sérstökum styrkjum til þeirra sem velja kennaranám.

 

   

4.  

201705035 - Kynning á nýráðningum í GRV, Kirkjugerði, Víkinni og frístundaveri.

 

Erlingur Richardsson hefur verið ráðinn sem skólastjóri GRV í afleysingu í eitt ár. Verður ráðinn frá 1. ágúst 2017.
Thelma Sigurðardóttir hefur verið ráðin sem leikskólastjóri Kirkjugerðis í eitt ár. Verður ráðin frá 14. ágúst 2017.
Guðrún S. Þorsteinsdóttir hefur verið ráðin sem aðstoðarleikskólastjóri á Víkinni. Hefur þegar hafið störf.
Anton Ö. Björnsson verður ráðinn yfirumsjónarmaður í frístundaverið í Þórsheimilinu frá og með 1. ágúst 2017.

 

   

                                                                                           

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:15

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159