19.04.2017

Bæjarráð - 3048

 

 

Bæjarráð Vestmannaeyja - 3048. fundur

 

haldinn í fundarsal Ráðhúss,

20. apríl 2017 og hófst hann kl. 12:00

 

 

Fundinn sátu:

Páll Marvin Jónsson formaður, Elliði Vignisson bæjarstjóri, Trausti Hjaltason aðalmaður og Stefán Óskar Jónasson aðalmaður.

 

Fundargerð ritaði:  Rut Haraldsdóttir, framkvæmdastjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs

 

 

 

Dagskrá:

 

1.  

201704085 - Bæjarlistamaður Vestmannaeyja 2017

 

Val á bæjarlistamanni Vestmannaeyja árið 2017.

 

Bæjarráð tók ákvörðun um val á bæjarlistamanni en tilkynnt verður um valið í Einarsstofu á sumardaginn fyrsta.

 

   

2.  

201702092 - Minnisblað um framkvæmdir við Ráðhúsið, Ráðhúströð.

 

Minnisblað frá bæjarstjóra um framkvæmdir við "gamla sjúkrahúsið"

 

Í minnisblaðinu er farið yfir kostnað og mögulega verkskiptingu vegna nauðsynlegra endurbóta á “gamla sjúkarhúsinu". Þar kemur fram að heildarkostnaður vegna verksins geti legið nálægt 200 milljónum og lagt til að verkinu verði skipt í áfanga. Gert er ráð fyrir að hægt sé að byrja nýta húsið vorið 2018 og ljúka endurbótunum að fullu á árinu 2020. Meðal helstu verka er að skipta um alla glugga, allar hurðir, endurnýja þak, setja lyftu í húsið, skipta um grunnplötu og ýmislegt fl.

Bæjarráð þakkar minnisblaðið og samþykkir verkið með fyrirvara um fjárhagsáætlun hvers árs.

Bæjarráð samþykkir ennfremur að fela bæjarstóra að skila minnisblaði til ráðsins um framtíðarfyrirkomulag húsnæðismála stjórnsýslu Vestmannaeyjabæjar. Í þeirri vinnu ber ma. að horfa til frekari samþættingar og hagræðingar á heildarrekstri stjórnsýslunnar.


 

   

3.  

201611022 - Ósk um kaup á Ráðhúsinu við Ráðhúströð

 

Erindi frá Þresti Bjarnhéðinssyni Johnsen dags. 7. apríl þar sem hann ítrekar vilja til að ganga til samninga um kaup á eign bæjarins.

 

Bæjarráð þakkar erindið en bendir bréfritara á að Ráðhúsið, "gamla sjúkrahúsið" er ekki til sölu.

 

   

4.  

201704124 - Til umsagnar tillaga til þingsályktunar um opnun neyðarbrautarinnar á Reykjavíkurflugvelli, 156. mál.

 

Alþingi ályktar að fela samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra að beita sér fyrir því að NA/SV- flugbrautin á Reykjavíkurflugvelli verði opnuð á ný svo fljótt sem verða má. Ráðherra láti útbúa aðgerðaráætlun í þessa veru og upplýsi Alþingi um innihald hennar eigi síðar en í maí 2017.

 

Bæjarráð fjallaði um tillögu til þingsályktunar um opnun neyðarbrautarinnar á Reykjavíkurflugvelli.

Bæjarráð fagnar tillögunni og hvetur til þess að alþingi standi saman um þá mikilvægu ákvörðun sem í henni er fólgin.

Bæjarráð minnir á að í höfuðborg Íslands er eina hátæknisjúkrahús landsins. Dæmin hafa ítrekað sýnt að lífsnauðsynlegt getur verið að þangað sé ávallt greið leið með sjúklinga hvort sem er af höfðuborgarsvæðinu eða landsbyggðinni. Lokun neyðarbrautarinnar svokölluðu á Reykjavíkurflugvelli hefur á undangengnum vikum leitt til þess að sjúkraflugvélar hafa ekki getað lent í Reykjavík né annars staðar á suðvestur horninu með alvarlega veika einstaklinga, sem hafa þurft á bráðnauðsynlegri umönnun að halda á þessu eina hátæknisjúkrahúsi okkar landsmanna. Það er því ófrávíkjanleg krafa bæjarráðs að neyðarbraut Reykjavíkurflugvallar verði opnuð aftur þar til önnur og jafngóð lausn finnst.

Bæjarráð skorar á Alþingi að samþykkja þá framkomnu þingályktunartillögu sem hér er fjallað um.

 

   

 

                                                                                  

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 13:30

 

 

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159