12.04.2017

Fjölskyldu- og tómstundaráð - 192

 

Fjölskyldu- og tómstundaráð - 192. fundur

 

haldinn í fundarsal Ráðhúss,

12. apríl 2017 og hófst hann kl. 12:00

 

 

Fundinn sátu:

Trausti Hjaltason formaður, Sigurhanna Friðþórsdóttir aðalmaður, Geir Jón Þórisson aðalmaður, Auður Ósk Vilhjálmsdóttir aðalmaður, Guðjón Ragnar Rögnvaldsson 1. varamaður, Jón Pétursson framkvstj.sviðs, Guðrún Jónsdóttir starfsmaður sviðs og Margrét Rós Ingólfsdóttir starfsmaður sviðs.

 

Fundargerð ritaði:  Margrét Rós Ingólfsdóttir,

 

 

 

Dagskrá:

 

1.  

201701017 - Sískráning barnaverndarmála 2017

 

Sískráning barnaverndarmála í mars 2017

 

Í mars bárust 24 tilkynningar vegna 21 barns. Mál 18 barna voru til frekari meðferðar.

 

   

2.  

200704150 - Fundargerð barnaverndar fyrir fjölskyldu- og tómstundaráð

 

Undir þessum lið er fjallað um öll erindi sem falla undir barnavernd og eru trúnaðarmál.

 

Fundargerð barnaverndar er færð í sérstaka trúnaðarmálabók.

 

   

3.  

200704148 - Fundargerð trúnaðarmála fyrir fjölskyldu- og tómstundaráð.

 

Undir þennan lið falla trúnaðarmál sem lögð eru fyrir ráðið og eru færð í sérstaka trúnaðarmálabók.

 

Fundargerð trúnaðarmála er færð í sérstaka trúnaðarmálabók.

 

   

4.  

201704112 - Þjónustusamningur við Blindrafélagið

 

Samningur um ferðaþjónustu á höfuðborgarsvæðinu, fyrir lögblinda íbúa Vestmannaeyja sem geta ekki nýtt sér almenningssamgöngur vegna fötlunar sinnar.

 

Fjölskyldu- og tómstundaráð samþykkir að Vestmannaeyjabær geri samning við Blindrafélagið um að það taki að sér að veita ferðaþjónustu á höfuðborgarsvæðinu til einstaklinga með lögheimili í Vestmannaeyjum sem eru blindir og geta ekki nýtt sér almenningssamgöngur vegna fötlunar sinnar.

Umsækjendur sækja um ferðaþjónustu til Fjölskyldu- og fræðslusviðs sem fer yfir umsókn og ákveður fjölda ferða í samræmi við mat á þörf. Hámark ferða eru allt að 20 ferðir á ári.

Fjölskyldu- og tómstundaráð tekur ákvörðun um frávik frá hámarksfjölda að undangengnu þjónustumati.

 

   

5.  

201704056 - Beiðni um heimild til að setja upp auglýsingar í íþróttamannvirkjum Vestmannaeyjabæjar

 

Knattspyrnuráð ÍBV karla óskar eftir leyfi til að hengja upp skilti í Eimskipshöll (innandyra).

 

Ráðið samþykkir ósk Knattspyrnuráðs ÍBV og beinir þeim tilmælum til knattspyruráðsins að þess sé gætt að efni auglýsinganna stangist ekki á við lög, reglur og stefnu bæjarins, t.d. varðandi vímuvarnir.

Skiltum skal komið fyrir á þann hátt sem umsjónarmaður mannvirkisins mælir fyrir um. Að öðru leyti er vísað í reglugerð Umhverfis- og skipulagsráðs og til samþykktar Bæjarráðs frá 10. september 2008 hvað þetta varðar.

 

   

                                                                                         

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 13:25

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159