10.04.2017

Umhverfis- og skipulagsráð - 266

 
Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja - 266. fundur haldinn í fundarherbergi Umhverfis- og framkvæmdasviðs, 10. apríl 2017 og hófst hann kl. 16:05
 
 
Fundinn sátu:
Margrét Rós Ingólfsdóttir formaður, Kristinn Bjarki Valgeirsson aðalmaður, Ingólfur Jóhannesson aðalmaður, Esther Bergsdóttir aðalmaður, Georg Eiður Arnarson aðalmaður, Sigurður Smári Benónýsson starfsmaður sviðs og Ólafur Þór Snorrason framkvstj.sviðs.
 
Fundargerð ritaði: Sigurður Smári Benónýsson, skipulags-og byggingarfulltrúi
 
 
 
Dagskrá:
 
1. 201703116 - Ægisgata 2. 4h. Umsókn um byggingarleyfi
Tekið fyrir erindi um byggingarleyfi fyrir íbúðum á efstu hæð Fiskiðjunar Ægisgötu 2. Baldur Ó. Svavarsson f.h. eigenda eignarhluta 2360001 sækir um leyfi fyrir átta íbúðum sbr. meðfylgjandi gögn.
Fyrir liggur samþykki meðeigenda.
 
Ráðið samþykkir fyrirliggjandi byggingaráform og felur byggingarfulltrúa framgang erindis.
 
 
 
2. 201702113 - Brattagata 10. Umsókn um byggingarleyfi
Tekið fyrir að nýju erindi lóðarhafa. Valur Andersen sækir um byggingarleyfi fyrir raðhúsi sbr. innsend gögn. Erindið var sent til grenndarkynningar sbr. ákvæði skipulagslaga, þrettán bréf bárust ráðinu og einn undirskriftalisti.
 
Ráðið hafnar erindi lóðarhafa. Ráðið þakkar þann áhuga sem íbúar í Strembuhverfi sýndu erindinu í ferli grenndarkynningar. Þá leggur ráðið til að vinna við deiliskipulag fyrir hluta eða heild Strembuhverfis verði á dagskrá í næstu fjárhagsáætlun Vestmannaeyjabæjar.
 
 
 
3. 201704087 - Bessahraun 3a-b. Umsókn um lóð
Halldór Hjörleifsson fh. Húsatækni ehf. sækir um parhúsalóð nr. 3 í Bessahrauni.
 
Ráðið samþykkir að úthluta lóð sbr. lóðarblað deiliskipulags. Umsækjandi skal skila fullnægjandi teikningum fyrir 1. okt. 2017.
 
 
 
4. 201704058 - Vestmannabraut 65A. Umsókn um stækkun lóðar.
Lóðarhafar Vestmannabraut 65A sækja um stækkun lóðar til austurs sbr. innsend gögn.
 
Ráðið samþykkir stækkun lóðar. Ráðið felur skipulags-og byggingarfulltrúa að gera nýjan lóðarleigusamning við lóðarhafa.
 
 
 
5. 201704025 - Míla ehf. Umsókn um framkvæmdaleyfi.
Elvar Freyr Kristinsson f.h. Mílu sækir um leyfi fyrir lagningu jarðstrengja á Kirkjubæjarbraut sbr. innsend gögn.
 
Ráðið samþykkir erindið. Ráðið leggur áherslu á vandaðan frágang og að röskun á svæðinu verði með minnsta móti á framkvæmdatíma. Framkvæmdaleyfisgjald kr. 30.529 sbr. gjaldskrá nr. 100/2017.
Afgreiðsla þessi er skv. reglugerð nr. 772/2012.
Ráðið fer fram á að Míla ljúki umhverfisfrágangi á þeim framkvæmdasvæðum sem eru ábótavant. Ráðið mun ekki sjá sér fært að veita leyfi til frekari framkvæmda verði slíkt ekki gert.
 
 
 
6. 201704059 - Hásteinsvöllur. Umsókn um stöðuleyfi gáma.
Dóra Björk Gunnarsdóttir fh. ÍBV-Íþróttafélags sækir um stöðuleyfi fyrir gámum við Hásteinsvöll sbr. innsend gögn.
 
Ráðið samþykkir stöðuleyfi til 1 okt. 2017 sbr. umsókn. Þar sem gámurinn norðan megin er staðsettur í fjölfarinni leið, fagnar ráðið þeim hugmyndum ÍBV að fegra gáminn með myndum úr starfi félagsins
 
 
 
7. 201704107 - Flatir 19. Girðingar.
Ingi Sigðursson f.h. Steina og Olla ehf. sækir um leyfi fyrir girðingum við lóðarmörk til vesturs og norðurs sbr. innsend gögn.
 
Ráðið lítur jákvætt á erindi lóðarhafa en óskar eftir nánari teikningum af útliti girðingar. Ráðið felur byggingarfulltrúa að ræða við lóðarhafa.
 
 
 
8. 201702027 - Endurskoðun miðbæjarskipulags.
Lagt fyrir að nýju drög að breytingum á deiliskipulagi Miðbæjar. Skipulagsdrög eru unnin er af skipulagshönnuðum Alta ehf. og er lögð fram til kynningar á vinnslustigi.
Lagt fram.
 
 
 
 
 
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:20
 
Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159