06.04.2017

Bæjarstjórn - 1521

 
 Bæjarstjórn Vestmannaeyja - 1521. fundur

 

haldinn í Einarsstofu safnahúsi,

6. apríl 2017 og hófst hann kl. 18.00

 

 

Fundinn sátu:

Hildur Sólveig Sigurðardóttir forseti, Elliði Vignisson 1. varaforseti, Páll Marvin Jónsson aðalmaður, Trausti Hjaltason aðalmaður, Birna Þórsdóttir aðalmaður og Stefán Óskar Jónasson aðalmaður.

 

Fundargerð ritaði:  Rut Haraldsdóttir, Framkvæmdastjóri stjórnsýslu-og fjármálasviðs

 

Leitað var eftir því að taka inn með afbrigðum fundargerð bæjarráðs nr. 3047 frá því fyrr í dag og var það samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

 

Dagskrá:

 

1.  

201701083 - Ársreikningur Vestmannaeyjabæjar fyrir árið 2016

 

-FYRRI UMRÆÐA-
Elliði Vignisson bæjarstjóri hafði framsögu um ársreikninginn og gerði grein fyrir helstu niðurstöðum hans.

 

Forseti bæjarstjórnar Hildur Sólveig Sigurðardóttir las upp niðurstöðutölur úr ársreikningi Vestmannaeyjabæjar og stofnana hans:


a) Ársreikningur sjóða í A-hluta 2016:


Afkoma fyrir fjármagsliði kr. 95.140.000
Rekstrarafkoma ársins kr. 294.565.000
Niðurstaða efnahagsreiknings kr. 8.600.607.000
Eigið fé kr. 5.175.366.000


b) Ársreikningur Hafnarsjóðs Vestmannaeyja 2016:

Afkoma fyrir fjármagnsliði kr. 116.619.000
Rekstrarafkoma ársins kr. 127.204.000
Niðurstaða efnahagsreiknings kr. 1.766.505.000
Eigið fé kr. 1.492.710.000


c) Ársreikningur Félagslegra íbúða 2016:

Afkoma fyrir fjármagnsliði(neikvæð) kr. -20.225.000
Rekstrarafkoma ársins kr. 0
Niðurstaða efnahagsreiknings kr. 196.867.000
Eigið fé ( - neikvætt) kr. -104.483.000


d) Ársreikningur Fráveitu Vestmannaeyja 2016:

Afkoma fyrir fjármagnsliði kr. 10.380.000
Rekstrarafkoma ársins (neikvæð) kr. - 6.507.000
Niðurstaða efnahagsreiknings kr. 568.383.000
Eigið fé kr. 261.766.000e) Ársreikningur Dvalarheimilisins Hraunbúða 2016:

Afkoma fyrir fjármagnsliði (neikvæð) kr. -18.090.000
Rekstrarafkoma ársins kr. 0
Niðurstaða efnahagsreiknings kr. 127.465.000
Eigið fé kr. 29.806.000


f) Ársreikningur Náttúrustofu Suðurlands 2016:

Afkoma fyrir fjármagnsliði kr. 1.602.000
Rekstrarafkoma ársins kr. 1.602.000
Niðurstaða efnahagsreiknings kr. 200.000
Eigið fé kr. ( - neikvætt ) -1.261.000g) Ársreikningur Vatnsveitu 2016:

Afkoma fyrir fjármagnsliði kr. 0
Rekstrarafkoma ársins kr. 0
Niðurstaða efnahagsreiknings kr. 432.000.000
Eigið fé kr. 0h) Ársreikningur Heimaey kertaverksmiðju 2016:

Afkoma fyrir fjármagnsliði (neikvæð) kr. -27.000
Rekstrarafkoma ársins kr. 0
Niðurstaða efnahagsreiknings kr. 19.823.000
Eigið fé kr. 18.737.000
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum að vísa niðurstöðutölum ársreiknings til síðari umræðu í bæjarstjórn.

 

   

2.  

201704047 - Ungmennaráð Vestmannaeyja-bæjarstjórn unga fólksins

 

Reglur og verkefni ungmennaráðs.

 

Fyrir bæjarstjórn lágu drög að reglum og verkefnum ungmennaráðs Vestmannaeyja.

Bæjarstjórn samþykkir fyrirliggjandi drög. Þar með samþykkir bæjarstjórn í samræmi við æskulýðslög nr. 70/2007 að stofna ungmennaráð sem er hugsað til að vera sveitarstjórn til ráðgjafar um málefni ungs fólks í Vestmannaeyjum.
Ungmennaráðið er skipað fimm fulltrúum á aldrinum 14-25 ára sem sitja í eitt ár í senn. Bæjarstjórn óskar eftir því að eftirtaldar stofnanir tilnefni árlega einn fulltrúa fyrir 1. september ár hvert.
Einn fulltrúi frá Grunnskóla Vestmannaeyja, skipaður af nemendaráði unglingadeildar.
Einn fulltrúi frá Framhaldsskóla Vestmannaeyja, skipaður af nemendafélagi skólans.
Þrír fulltrúar skipaðir af bæjarstjórn.
Starfstími ráðsins er frá 15. september og til 15. maí ár hvert og skal bæjarráð annast skipan og sjá til þess að boðað verði til fyrsta fundar.

Ályktunin var samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

 

   

3.  

201703007F - Framkvæmda- og hafnarráð Vestmannaeyja nr. 201 frá 7. mars s.l.

 

Liður 2 þakleki í íþróttahúsi liggur fyrir til umræðu og staðfestingar.
Liðir 1, 3 og 4 liggja fyrir til staðfestingar.
Liður 5 liggur fyrir til kynningar.

 

Liður 2 var samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.
Liðir 1,3 og 4 voru samþykktar með sjö samhljóða atkvæðum.

 

   

4.  

201703006F - Bæjarráð Vestmannaeyja nr. 3046 frá 15. mars s.l.

 

Liðir 2 liggur fyrir til staðfestingar.
Liðir 1 liggur fyrir til kynningar.

 

Liðir 2 var samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.

 

   

5.  

201703011F - Fjölskyldu- og tómstundaráð nr. 191 frá 15. mars s.l.

 

Liður 3, Hraunbúðir liggur fyrir til umræðu og staðfestingar.
Liðir 1 og 2 liggja fyrir til staðfestingar.

 

Liður 3 var samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.
Liðir 1 og 2 voru samþykktir meö sjö samhljóða atkvæðum.

 

   

6.  

201703009F - Fræðsluráð nr. 294 frá 16. mars s.l.

 

Liður 4, Pisa niðurstöður liggur fyrir til umræðu og staðfestingar.
Liðir 1,3 og 5 liggja fyrir til staðfestingar.
Liður 2 liggur fyrir til kynningar.

 

Liður 4 var samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.
Liður 1,3 og 5 voru samþykktir meö sjö samhljóða atkvæðum.

 

   

7.  

201703003F - Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja nr. 264 frá 23. mars s.l.

 

Liður 1, endurskoðun aðalskipulags Vestmannaeyja og liður 2, deiliskipulag á athafnasvæði A-2 liggja fyrir til umræðu og staðfestingar.

Liðir 3-10 liggja fyrir til staðfestingar.

 

Liður 1 var samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.
Liður 2 var samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.
Liðir 3-9 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.
Liður 10 var samþykktur með sex atkvæðum, Stefán Óskar Jónasson vék sæti um afgreiðslu málsins.

 

   

8.  

201703004F - Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja nr. 265 frá 28. mars s.l.

 

Liður 6, Ofanbyggjaraland samningar og liður 7 umhverfismál 2017 liggja fyrir til umræðu og staðfestingar.

Liður 1-5 liggja fyrir til staðfestingar.

 

Liður 6 var samþykktur meö sjö samhljóða atkvæðum.
Liður 7 var samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.
Liðir 1-5 voru samþykktir meö sjö samhljóða atkvæðum.

 

   

9.  

201704005F - Bæjarráð Vestmannaeyja nr. 3047 frá 6. apríl.

 

Liðir 1-5 lágur fyrir til umræðu og staðfestingar.

 

Liður 1 var samþykktur meö sjö samhljóða atkvæðum.
Liður 2 var samþykktur meö sjö samhljóða atkvæðum.
Liður 3 var samþykktur meö sjö samhljóða atkvæðum.
Liður 4 var samþykktur meö sjö samhljóða atkvæðum.
Liður 5 var samþykktur meö sjö samhljóða atkvæðum.

 

   

 

 

 

Næsti reglulegi fundur í bæjarstjórn verður haldinn 11. maí n.k.

                                                                                           

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 20.50

 

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159