04.04.2017

Almannavarnanefnd - 1701

 
 Almannavarnanefnd - 1701. fundur

 

haldinn í stjórnstöð almannavarnarnefndar við Faxastíg,

4. apríl 2017 og hófst hann kl. 13:00

 

 

Fundinn sátu:

Páley Borgþórsdóttir formaður, Elliði Vignisson Varaformaður, Ólafur Þór Snorrason aðalmaður, Sigurður Hjörtur Kristjánsson aðalmaður, Friðrik Páll Arnfinnsson aðalmaður og Jóhannes Ólafsson embættismaður.

 

Fundargerð ritaði:  Ólafur Þór Snorrason, ritari

 

Bryndís Gísladóttir sat fundinn undir 1. og 2.máli.

 

Dagskrá:

 

1.  

201611084 - Flugslysaæfing 2017

 

Undirbúningur vegna flugslysaæfingar ISAVIA 8.apríl nk. Farið yfir dagskrá og mönnun.

 

   

2.  

200909007 - Flugslysaáætlun fyrir Vestmannaeyjar

 

Endurskoðun flugslysaáætlunar fyrir Vestmannaeyjar er lokið og mun verða unnið eftir endurskoðaðri áætlun á flugslysaæfingu 8.apríl

 

   

3.  

201505003 - Viðbragðsáætlun fyrir Vestmannaeyjar

 

Viðbragðaáætlun vegna eldgoss í Vestmannaeyjum 23.janúar 2017. Áætlunina má finna á heimasíðu Almannavarna, www.almannavarnir.is

 

Almannavarnanefnd óskar eftir því við Vestmannaeyjabæ að neyðaráætlanir eða tenglar á þær verði vistaðar á heimasíðu Vestmannaeyjabæjar.

 

   

4.  

201704071 - Viðbragðáætlun vegna sjóslysa við suðurströnd Íslands - Herjólfur og önnur farþegaskip

 

Vinna er hafin við endurskoðun áætlunarinnar.

 

   

 

5.  

201704072 - Jarðskjálftamælar og GPS mælingar á fjöllum

 

 

Almannavarnanefnd fór yfir stöðu jarðskjálftamæla í Vestmannaeyjum. Fram hefur komið að mæliskekkja er töluverð og nauðsynlegt að bæta við mælum til að fá gleggri mynd af því sem er að gerast. Formaður upplýsti að vísindamenn úr Háskóla Íslands stefna á að koma upp mælum til að fylgjast með mögulegri hreyfingu norðurklettanna með tilliti til hruns.

Á fundi viðbragðsaðila með sérfræðingum Veðurstofu Íslands og Háskóla Íslands þann 10. janúar sl. kom fram að einn jarðskjálftamælir væri staðsettur á Heimaey en þörf væri á tveimur til viðbótar. Í upplýsingum frá Veðurstofu kemur fram að til þess að staðsetja litla jarðskjálfta þurfi a.m.k. 2-3 jarðskjálftamæla innan u.þ.b. 30 km fjarlægðar frá upptökum. Með þeim mælum sem til staðar eru í dag þ.e. 1 á Heimaey og mælum á fastalandinu er staðsetningarnákvæmni ekki næg til að fastsetja hvar virknin er staðsett. Í upplýsingum frá Veðurstofu segir einnig að þegar ákvarðanir eru teknar um uppsetningu varanlegra jarðskjálftamæla, þurfi að horfa til þess hverjar eru hættulegustu eldstöðvarnar og hver er fjarlægð þeirra frá mannabyggð og verðmætum innviðum. Ákvarðanir um uppbyggingu jarðskjálftamælanetsins eru í dag teknar í teymi sérfræðinga á Veðurstofunni.


 

Að mati Almannavarnanefndar Vestmannaeyja er rík þörf á því að komið verði upp tveimur varanlegum mælum til viðbótar í Vestmannaeyjum hið allra fyrsta. Almannavarnanefnd felur formanni nefndarinnar að vinna áfram að lausn þessa máls í samráði við Veðurstofu Íslands og sérfræðinga á hennar vegum.

 

   

6.  

201702091 - Uppsagnir ISAVIA á flugvellinum í Vestmannaeyjum

 

Farið yfir mönnun flugvallarins í Vestmannaeyjum.

 

Almannavarnanefnd lýsir áhyggjum sínum yfir ákvörðun ISAVIA um að fækka starfsmönnum á flugvellinum í Vestmannaeyjum úr fimm í þrjá sem eiga bæði að sinna flugturni og öryggisviðbúnaði. Vestmannaeyjaflugvöllur gegnir mikilvægu hlutverki í almannavörnum og lykilhlutverki í viðbragðs- og rýmingaráætlun þegar almannavarnaástand skapast. Það er áríðandi að mönnun flugvallarins tryggi ætíð starfhæfni hans og að starfsfólk verði tiltækt hverju sinni til að mögulegt verði að halda honum opnum óháð áætlunarflugi. Almannavarnanefnd Vestmannaeyja óskar eftir því að ISAVIA upplýsi almannavarnanefnd um hvernig ISAVIA ætli að tryggja viðbragð flugvallarins með sólarhringsmönnun í samræmi við ofangreint.

 

   

 

 

 

 

                                                                                           

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 14:45

 

 

 

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159