07.03.2017

Framkvæmda- og hafnarráð - 201

 
 
Framkvæmda- og hafnarráð Vestmannaeyja - 201. fundur
 
haldinn í fundarherbergi Umhverfis- og framkvæmdasviðs,
7. mars 2017 og hófst hann kl. 16:30
 
 
Fundinn sátu:
Sigursveinn Þórðarson formaður, Jarl Sigurgeirsson aðalmaður, Sæbjörg Snædal Logadóttir aðalmaður, Sindri Ólafsson aðalmaður, Stefán Óskar Jónasson aðalmaður og Ólafur Þór Snorrason framkvstj.sviðs.
 
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Snorrason, framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs
 
 
 
Dagskrá:
 
1. 201610062 - Fráveita frá Botni að útrás Eiði
Fyrir lá verkfundagerð no.2 frá 23.febrúar 2017.
Ráðið samþykkir fyrirliggjandi verkfundagerð.
 
 
2. 200902056 - Þakleki íþróttahúsi
Stefán Ó Jónasson óskar eftir umræðu um þakleka og ástand gólfdúks í í stóra sal Íþróttamiðstöðvar. Fram kom í máli framkvæmdstjóra að unnið hefur verið í því að kortleggja leka og húsið verið rannsakað. Ætlunin er að opna þak og veggi sumarið 2017 til að reyna að finna orsök lekans. Meðan leki er til staðar er ekki ráðlegt að fara í fjárfestingu á nýju gólfefni sem hugsanlega myndi liggja undir skemmdum.
 
 
3. 201606074 - Dalhraun 3 - Hraunbúðir viðbygging
Fyrir liggur verkfundagerð nr. frá 6 frá 14.febrúar og nr. 7 frá 28.febrúar 2017. Einnig lagðar fram hugmyndir vegna breytinga á hurðum og setustofu.
Ráðið samþykkir fyrirliggjandi fundargerðir.
 
 
4. 201703031 - Talstöð fyrir stjórnstöð Almannavarnanefndar.
Framkvæmdastjóri óskar eftir heimild til kaupa á TETRA borðstöð fyrir stjórnstöð Almannavarna. Núverndi stöð er ekki hæf til uppfærslu fyrir þau kerfi sem í notkun eru í dag. Kostnaður er áætlaður um 150 þús.kr. Ekki er gert ráð fyrir þessum kostnaði á fjárhagsáætlun 2017.
Ráðið samþykkir að kaupa nýja talstöð fyrir stjórnstöð almannavarna.
 
 
 
5. 201703030 - Kleifar 8. Umsókn um byggingarleyfi
Skipalyftan óskar eftir byggingarleyfi við Kleifar 8 skv. samþykktu deiliskipulagi. Erindi til kynningar.
 
 
6. 201703032 - Myndavélar á Sjóbúð
Arnór Arnósson fh. Björgunarfélags Vestmannaeyja óskar eftir leyfi til að setja eftirlitsmyndavélar á Sjóbúð Björgunarfélagsins til eftirlits með björgunarbátnum Þór.
Ráðið heimilar Björgunarfélaginu að setja myndavélar á Sjóbúðina.
 
 
 
 
 
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:20
 
Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159